blaðið - 26.08.2005, Side 2

blaðið - 26.08.2005, Side 2
2 I IMNLEWDAR FRÉTTIR FðSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöið Margar léttar teiðir til að eignast nýjan bíl LÝSING Óþverraaðferðum beitt við misneytingu gamals fólks - segir Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlœknir Borgarráð Reykjavíkur: Fallið frá leikskóla- hækkun Borgarráð Reykja- víkur samþykkti í gær einróma tillögu Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa framsóknar- manna, um að fallið skyldi frá fyrirhuguðum hækkun- um leikskólagjalda hjá þeim fjölskyldum, þar sem annað foreldrið er í námi. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn fógnuðu samþykktinni. „Ég er auðvitað mjög ánægð- ur með að tiUagan skuli hafa fengist afgreidd með þessum hætti og ég hygg að stúdentar séu það líka,“ segir Alfreð Þorsteinsson. „Ég lít enda svo á að þarna hafi raunar verið um leiðréttingu að ræða, því auðvitað samræmdist það illa stefnu okkar í R-listanum um að taka upp gjaldfrjálsa leik- skóla í áföngum, en hækka svo gjöld á einum tilteknum hópi.“ Til hafði staðið að breyting- arnar á gjaldskránni kæmu til framkvæmda hinn í. september, en sú hækkun var ráðgerð áður en R-listinn gaf út yfirlýs- ingu sína um að leikskólar skyldu verða gjaldfrjálsir. „En ég er líka ánægður með þá samstöðu allra flokka, sem myndaðist um tillöguna í borgarráði,“ segir Alfreð.„Þessi samþykkt er okkur hvatn- ing um að flýta því að gera leikskólana gjaldfrjálsa." Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins minntu hins vegar á að þeir hefðu lagt fram tillögu um sama efni fyrir fjórum mánuðum. Misnotkun, ofbeldi og ill meðferð eldri borgara er raunverulegt vanda- mál hér á landi fullyrðir Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir á Landspítala Fossvogi. Hann segir að allir öldrunarlæknar lendi í þvi reglulega að koma að málum sem snerta einhverskonar misnotkun. „Menn nota sér veikleika þessa fólks. Stundum er hótað að senda það á hjúkrunarheimili, stundum er beitt fagurgala um að það hafi ávinn- ing á að gefa eftir einhverjar eigur, og stundum hóta ættingjar að hætta að sinna þessum einstaklingum. Það eru notaðar allskonar, það sem mér liggur við að kalla óþverralegar aðferðir til að misnota fólk á þennan hátt. Þetta er eitthvað sem þarf að taka á “ segir Ólafur Þór ennfremur. Fá tilfelli samkvæmt opinberum tölum Nokkur umræða hefur farið fram um stöðu gamals fólks hér á landi að undanförnu, meðal annars í kjölfar myndar Þorsteins J. Vilhjálmssonar „Ása amma'. Þar er ónafngreind mið- aldra kona sökuð af ættingjum um að hafa „rænt“ móður sinni og stolið af henni íbúð. „Því miður er þessi saga um þessa ólánsömu konu alls ekkert eins- dæmi. Það eru á hverju ári nokkur mál fyrir dómsstólum þar sem fjall- að er um misnýtingu og þó nokkur mál á ári sem koma upp“ segir Ólaf- ur Þór. Ólafur Ólafsson, formaður Lands- sambands eldri borgara segir að sem betur fer sé slíkt ekki algengt, en að það gerist. Hann bendir hinsvegar á að samkvæmt opinberum tölum þá er ofbeldi gegn börnum og eldra fólki hér á landi fátíðara en í löndun- um í kring um okkur. Hinsvegar sé eitt tilfelli, einu tilfelli of mikið. Vilja umboðsmann aldraðra Ein leið sem Ólafur Þór sér í stöð- unni er að stofna embætti umboðs- manns aldraðra, svipað og umboðs- maður barna og undir þá skoðun tekur Ólafur Ólafsson, sem þó bend- ir á að í gegnum Landssamband eldri borgara geti fólk fengið m.a. lögfræðiaðstoð, og eftirspurn eftir slíkri þjónustu hefði aukist. Með nýju embætti gætu einstaklingar sem yrðu varir við einhverskonar misneyting hinsvegar haft samband þangað og fengið aðstoð. Sú leið hef- ur verið farin víða erlendis, meðal annars í Noregi og Bandaríkjunum. „Þessi embætti eru gríðarlega mikil- væg, ekki bara fyrir þann aldraða heldur líka fyrir ættingja þeirra, að vita að einhver er að hugsa um rétt- indi þessa fólks“ segir Ólafur Þór. ■ Síldarvinnslan mein hagnaður Hagnaður Síldarvinnslunnar hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam ríf- lega 728 milljónum króna. Þetta er mun betri afkoma en á sama tíma- bili í fyrra þegar hagnaðurinn nam tæpum 302 milljónum króna. Skýr- ingin á muninum liggur að stórum hluta í söluhagnaði hlutabréfa sem skilaði félaginu tæpum 250 milljón- um, sem og að afskriftir hafa dregist saman um 187 milljónir. í tilkynningu frá félaginu til Kaup- hallar íslands í gær segir að miklar líkur séu á að áætlanir félagsins munu ekki ganga eftir á síðari hluta ársins. „Fyrst og fremst kemur þar til að engin loðnuveiði var í sumar og hitt að kolmunnaveiði hefur verið langt frá áætlunum í júlí og ágúst... Góð- ar horfur eru fyrir síldarvertíð á haustmánuðum og einnig má áætla að bolfiskveiði og vinnsla gangi sam- kvæmt áætlunum á haustmánuðum. Afkoma á síðari hluta ársins er því mjög óviss en áætlanir gera ráð fyrir hagnaði" segir ennfremur í til- kynningunni. ■ Byggja 400 íbúðir í Mosfellsbœ fyrir tvo milljarða Fyrstu íbúar gætu flutt inn árið 2007 Fyrirtækið Leirvogstunga ehf. og Mosfellsbær undirrituðu í gær vilja- yfirlýsingu um byggingu 400 nýrra íbúða í landi Leirvogstungu. Lögð verður áhersla á að byggja sérbýli í hinu nýja hverfi, þ.e. einbýlis-, par- og raðhús. f tilkynningu frá Mosfellsbæ í gær segir að uppbygg- ing hverfisins verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu þar sem fram- kvæmdaaðili taki að sér lagningu vega, og brúargerð. Ennfremur muni Leirvogstunga ehf. fjármagna byggingu skóla og leikskóla á svæð- inu. „Gert er ráð fyrir að áætlana-, skipulags- og byggingarkostnaður, ásamt vegagerð og fleira sem tengist framkvæmdinni, muni nema ríflega tveimur milljörðum króna. Stefnt er GLUGGI TIL FRAMTIÐAR ÞÚ VILT FALLEGA VIÐHALDSFRÍA GLUGGA að því að framkvæmdir hefjist í vor og er gert ráð fyrir að uppbyggingin taki fjögur ár“ segir ennfremur í til- kynningunni. Ný hugmyndafræði Að sögn Haralds Sverrissonar, for- manns bæjarráðs Mosfellsbæjar munu 1000 til 1200 manns búa í hverfinu þegar það verður fullbyggt. „Það sem er mest aðlaðandi fyrir bæinn í þessu er hugsunin bak við uppbyggingu og greiðslu stofnkostn- aðar. Leirvogstunga ehf. tekur að sér að leggja stofnbrautir að þessu hverfi, tilheyrandi brýr og slíkt. Síð- an tekur það þátt að verulegu leyti í fjármögnun á leik- og grunnskóla á staðnum. Þessi framkvæmd hef- ur lítinn kostnað í för með sér fyrir bæjarfélagið þannig að þetta er ný hugmyndafræði í uppbyggingu á íbúðabyggð í bæjarfélaginu" segir Haraldur. ■ Svona gæti hið nýja hverfi iitið út eftir rúm fjögur ár. Skipulagsyfir- völd eiga hinsvegar eftir að fjalla umtillöguna 0HelSsklrt (3 Léttskyjað ^ Skýjað Q Alskýlað Rigning, liUlsháHaí ýíí Rignlng 1 9 Súld * ^ Snjókoma O Slydda Slydda Snjóél ' Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 16 28 18 19 19 16 18 17 17 31 28 16 22 26 16 19 18 9 21 26 15 13 £0 /// % 6° /// 8° 0 10° 9° % 10° 0 8° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 10 0 10 0 »morgun 9 6“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.