blaðið - 26.08.2005, Síða 4

blaðið - 26.08.2005, Síða 4
Athliða lausn í bílafjármögnun LÝSING Bakkavör Mesti hagnað- ur frá upphafi Hagnaður Bakkavarar var um 1,8 milljarðar íslenskra króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt upp- gjöri sem birt var í gær. I uppgjör- inu kemur fram að söluhagnaður fé- lagsins að frádregnum kostnaði hafi hækkað um 221% milli ára og verið um 26 milljarðar króna. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 3,6 milljörðum króna sem er aukning um 163% frá fyrra ári. Þá var gengið frá kaupum á breska matvælafyrir- tækinu fyrir 73,3 milljarða króna á tímabilinu. 1 tilkynningu frá Bakkavör er haft eftir Lýði Guðmundssyni forstjóra. ,Bakkavör Group skilar góðri af- komu á tímabilinu og er hagnaður fé- lagsins sá mesti frá upphafi. Félagið gekk frá stærstu fyrirtækjakaupum í sögu þess með kaupunum á Geest í maí og tekur starfsemi Bakkavör Group miklum stakkaskiptum með yfirtökunni." ■ FF græddi 230 milljónir Hagnaður Frjálsa fjárfestinga- bankans hf. eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins nam 230 milljónum króna. Hagnaðurinn nú er nánast sá sami og í fyrra, þegar hann nam 221 milljón. Félagið skilaði sex mán- aða uppgjöri til Kauphallar Islands í gær. Þar kemur í ljós að hreinar vaxtatekjur bankans voru tæpar 283 milljónir króna sem er rúmlega 30% minna en á sama tímabili í fyrra. Hinsvegar vegur gengishagnaður vegna lánasamninga og arður af hlutabréfum þetta upp og leiðir til þess að afkoman er ákaflega svipuð og fyrir ári. ■ 4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaAÍA SÁÁ Vill meiri opinber framlög Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sjúkrahúsi SÁÁ, er harðorður í garð stjórnvalda í pistli í nýútkom- inni ársskýrslu samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Þar segir hann að SÁÁ geti gert miklu betur ef aukinn stuðningur fengist. „SÁÁ hefur reynt mikið til þess undanfarin ár að sýna fjárveitinga- valdinu og ríkisstjórninni fram á að ný þekking í vímuefnameðferð og ný lyf kalli á aukna fjármuni til meðferðarinnar svo hún standist gæðakröfur nútímans. Stjórnvöld hafa verið sein til að hlýða kallinu og fjármunir hafa ekki fengist til að nota ný lyf við meðferð morfín og heróínfíkla “ Hann segir skort á fjármunum til nauðsynlegra blóð- rannsókna og „bólusetninga“ meðal ungra fíkla. Þá segir hann að stjórn- völd viðurkenni ekki fjárhagsvanda samtakanna. Vantar faglega umræðu „Samþykki fyrir fjárveitingu til eðli- legrar sálfræði- og geðlæknisþjón- ustu á Sjúkrahúsinu Vogi fæst ekki. Með öðrum orðum, væntingarnar til stjórnvalda eru of miklar og ekki hefur tekist að vinna því fylgi með- al ráðamanna að veita bestu áfeng- is- og vímuefnameðferð sem völ er á. Þekking og tækifæri til að veita Launaseðlar: mun betri þjónustu er til staðar en fjármunir fást ekki.“ Þórarinn ósk- ar ennfremur eftir faglegri umræðu sem taka verði mark á í heilbrigðis- ráðuneytinu. Á sama hátt verði sveit- arfélögin að sýna áfengis- og vímu- efnameðferðinni skilning. Veikari sjúklingar Mikið álag hefur verið á sjúkrastofn- unum SÁA og starfsfólki samtak- anna undanfarin ár. Vímuefnavand- inn hefur þyngst verulega á síðustu átta árum og líkamlegri heilsu fíkl- anna hefur versnað. „Sjúk- lingarnir sem koma [á Vog] eru fleiri og mun veik- ari en áður var. Vegna nauðsynjar á bráðaþjónustu var komið á skyndi- greiningu og bráðamóttöku og hlut- fall skyndiinnlagna og flýtiinnlagna jókst með verulegri aukningu vinnu- álags og tilheyrandi kostnaðarauka. Skyndiþjónustan og viðhaldsmeð- ferðin undanfarin 2 ár hefur skapað vaxandi halla á Vogi sem SÁÁ hefur ekki lengur efni á að borga. Dregið verður úr starfseminni á Vogi árið 2005 og bráðaþjónustunni hætt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum." ■ Misbrestir í launauppgjöri sumarfólks Á hverju hausti koma alltaf nokkur mál til kasta kjarasviðs VR þar sem vinnuveitendur hafa ekki staðið rétt að launauppgjöri hjá sumarstarfs- fólki, í flestum tilfellum skólafólki. Sigurður Bessason, formaður stéttar- félagsins Eflingar, samsinnir þessu og segir að svona mál komi alltaf upp öðru hvoru. Yfirleitt líði ekki langur tími þar til launþegar taka eftir því að eitthvað vanti uppá. „Oft er það nú þannig að svona gerist fyr- ir slysni en svo eru önnur tilvik þar sem þetta hefur verið gert af ásettu ráði. Það má segja að á hvorn kant- inn sem það er getur atvinnurek- andinn ekki vikist undan skyldum sínum. Það eru ákveðnar leikreglur í gangi og menn fara ekki framhjá þeim.“ Sigurður segir þó að oftast séu mistök sem þessi leiðrétt í beinu framhaldi af aðfinnslum launþega. Loksins alvöru vasaorðabók BOK isi.ENSK 2. sæti Allarbarkur Ný og sérlega vönduð vasaorða- bók sem stenst allar þær kröfur sem gera má til góðra orðabóka. Allar nauðsynlegar málfræði- upplýsingar eins og orðflokkur og beyging danðskra orðað góðar merkingarskýringar og notkunar- dæmi. Framsetning bókarinnar er skýr og aðgengileg. 3.990 lcr. Orlofi þarf að skila Því er brýnt að fólk fari vel yfir launa- seðla sumarsins til að tryggja að allt skili sér, sérstaklega að áunnið orlof sé gert rétt upp. Orlof er ýmist greitt inn á sérstakan orlofsreikning eða það er greitt út við starfslok og ætti þá að koma fram á síðasta launa- seðli sumarsins. „Séu menn óklárir á því hvernig eigi að lesa út úr launa- seðlum þá eiga menn að vera ófeimn- ir með það að hringja eða koma og fá leiðbeiningar um það hvernig eigi að lesa úr þeim“, segir Sigurð- ur. „Alla jafna eru atvinnurekendur að reka sín fyrirtæki og vilja gera það með sóma en auðvitað eru til skúrkar inn á milli og það er gjarn- an þannig að sömu mennirnir koma aftur og aftur.“ Hann bendir fólki á að hafa skynsamlega aðgát í þessum málum sem og öllum öðrum. „Aðal- atriðið er að bregðast nógu fljótt við og ef menn eru óklárir á einhverju er bara að spyrjast fyrir.“ ■ Lengri opnun- artími fækkar afbrotum Lengri opnunartími skemmti- stáða í miðbæ Reykjavíkur er ein aðalástæða þess að afbrotum á svæðinu fækkaði um 40% á fjórum árum, frá ár- inu 2000 til 2004. Þetta er það sem kemur fram í skýrslu Boga Ragnarssonar, mastersnema í fé- lagsfræði. Skýrsluna vann hann íýrir Lögregluna í Reykjavík. Samkvæmt skýrslunni voru 463 ofbeldisbrot skráð i miðbæn- um árið 2000 en 282 árið 2004. Bogi nefnir aðallega þrjár aðstæður fyrir þessari miklu fækkun brota í 101 Reykjavík. Strætó og eftirlitsmyndavélar Fyrst telur hann að breytingar á opnunartíma skemmtistaða haustið 2001. Þá gátu skemmti- staðir haft opið lengur en til klukkan 3 á nóttunni um helgar og í kjölfarið hafi minnkað vandamálið sem ætíð varð þegar gestir staðanna söfnuð- ust saman á Lækjartorgi. Eftir lengingu opnunartímans heyri þessi hópamyndun sögunni til. Þá er afnám næturferða stræt- isvagna önnur ástæðan sem Bogi nefnir en það telur hann orsakast af því að unglingum hafi fækkað í næturlífi miðborg- arinnar. Að lokum segir Bogi að eftirlitsmyndavélar Lögreglunn- ar hafi sérstakt forvarnargildi. Hrókurinn í Pennanum f dag hefst þriggja skáka einvígi milli Otto Nakapunda frá Namibíu og Hróksliðanum efnilega Ingvari Ásbjörnssyni. Einvígið fer fram í Penn- anum Hallarmúla og er það háð í tilefni af komu Ottos til íslands, en hann vann í vor skákmót Hróksins og Þróunar- samvinnustofnunar Islands. Dómari einvígisins verð- ur enginn annar en Einar S. Einarsson, sem getið hefur sér gott orð sem alþjóðlegur dómari og hefur meðal annars dæmt fjölmörg skákmót fyrir Hrókinn. Þar mættust einmitt Otto og Ingvar, en í þeirri viðureign fór Ingvar með sigur afhólmi. Fyrsta skákin hefst kl. 14:30 í dag, önnur skákin á laugardag kl. 11.00 og úrslita- skákin á sunnudagi kl. 13.00. Haustið er góður tími til útDlöntunar tösakvistur 399 kr. )vergkvistur 399 kr. Biáereni 490 kr. Lerkí 490 kr. Runnamura 399 kr Myrtuvíðir 490 kr. Sitkagreni 750 kr. limreymr 950 kr Sunnukvistur 550 kr Mðl og mennlng edda.is 20-60% afsláttur af trjdm og runnum! Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.