blaðið - 26.08.2005, Page 8

blaðið - 26.08.2005, Page 8
'ÚmsninBMSIB hot boSShbít”TNING PBO SSSS-sjí5s» lUlllbLUI (UdllUblU Nethyl'2, sími 5870600, www.tornstuodahíisidjis Mikilvæg skilaboð til kvenna - www.nicorette.is 8 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöiö Átök á Gaza Mikill fjöldi manna var viðstaddur útför hins 18 ára gamla Anthony Walkers sem gerð var frá kirkju í heimaborg hans, Liverpool í gær. Walker var myrtur á hrottalegan hátt með exi í garði í Hyoton i síð- asta mánuði. Lögregla segir að morð- ið hafi á sér blæ kynþáttahaturs og hafa tveir menn, Michael Barton 17 ára og Paul Taylor 20 ára frá Liverpo- ol, verið ákærðir fyrir verknaðinn. Ættingjar Walkers höfðu beðið söfn- uðinn um að klæðast treyjum knatt- spyrnuliða Arsenal, Everton, enska landsliðsins og þess brasilíska við útförina, til að minnast á táknræn- an hátt áhuga hans á íþróttinni. Talsmaður fjölskyldunnar sagði að athöfnin hefði ekki verið á sorgleg- um nótum, heldur hefðu menn frek- ar verið að minnast þess góða sem fylgdi Walker. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, enda um óvenju kaldrifjað morð að ræða. ■ Varð undir skólabíl Átta ára stúlka í Culpeper í Virg- iniu lét lífið eftir að hún datt undir skólabíl sem hún var að reyna að ná. Lögregla segir að Emily Nicole Woodward hafi hrasað og orðið und- ir vagninum, sem var nýfarinn af stað eftir að hafa tekið nokkra nem- endur upp í. Átta nemendur voru í vagninum þegar slysið varð, auk bíl- stjóra sem var fiuttur á sjúkrahús í losti eftir atvikið. Að sögn lögreglu hafa engar kærur verið lagðar fram í málinu. ■ Fjöldi látinna í flóðum í Evrópu hækkar Fjöldi þeirra sem hafa látist í flóðun- um í Evrópu er kominn í 42. Margra er saknað auk þess sem óttast er að vatnshæðin eigi enn eftir að hækka í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og Rúmeníu. Þetta gerist á sama tíma og Portúgalar kvarta undan vatns- skorti í baráttunni við skógarelda í landinu. Þar hafa 15 manns látið lífið í eldunum og mikið land hefur orðið honum að bráð. íbúar nokkurra bæja í Austurríki hafa hins vegar snúið aftuwr til heimila sinni þar sem mikið starf bíður þeirra við að moka út aurleðju og öðrum jarðvegi sem hefur borist inn í flóðunum. Þá eru gífurlegar skemmdir á innanstokksmunum af völdum vatns. í Rúmeníu er ástandið ennþá slæmt og þar segja yfirvöld að sjö hafi drukknað í fyrrinótt þegar vatn flæddi inn á heimili þeirra. Flest fórnarlömb flóðanna eru einmitt í Rúmeníu, en þar hafa 25 verið skráð- ir látnir af völdum þeirra. ■ Fimm Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelskum hermönnum á vesturbakkanum í fyrrakvöld. Á sama tíma voru tveir ísraelskir náms- menn stungnir í gamla hluta Jerúsal- em. Annar þeirra lést af stungusár- um en hinn var fluttur á sjúkrahús. Ahmed Qureia forsætisráðherra Pal- estínu fordæmdi árásina á Palestínu- mennina fimm og sagði þetta væru ekkert annað en kald- rifjuð morð. fsraelsmenn segja hins vegar að mennirnir hafi tilheyrt her- deildum Palestínumanna á meðan vitni segja að um hafi verið að ræða óharðnaða unglinga sem hefðu ekki borið nein vopn. Herskáir Palestínu- menn í Hamas og A1 Aqsa hópunum segjast munu hefna morðanna. ■ Enn deilt um stjómarskrá Svo virðist sem írakska þingið muni ekki ná að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá áður en frestur rennur út. Bishro Ibrahim íjölmiðlafulltrúi þingsins sagði í gær að nýr fundur hefði ekki verið ákveðinn til að greiða atkvæði, en Hajim al-Hassani þingforseti frestaði atkvæðagreiðslu á mánudag og sagði að reynt yrði til þrautar næstu þrjá daga að ná þver- pólitísku samkomulagi um stjórnar- skrárdrögin. Það hefur greinilega ekki tekist. Leiðtogar hinna ýmsu hópa í frak hafa hist á hinu svokall- aða græna svæði til að ræða ýmis deilumál, svo sem valdaskiptingu. Jalal Talabani forseti íraks segir að samkomulag sé í sjónmáli, en aðr- ir eru ósammála. Þannig hafa leið- togar Sunni múslima sagt að tillög- urnar muni kljúfa landið í tvennt. Þá segja þeir að það sé engin ástæða fyrir þingið að greiða atkvæði, þar sem stjórnarskrárdrögin verði lögð í dóm kjósenda í október. ■ Rússneskir sprengjusérfræðingar rannsaka bíl Ibrahim Malsagovs, forsætisráðherra Ingusethiu eftir sprengjutilræði í bænum Nazran sem kostaði einn mann lífið, auk þess sem þrír særðust, þar á meðal Malsagovc sjálfur. Ingusethia er nágrannarfki Tjetjeníu, en eftir viku er ár sfðan tjetjenskir uppreisnarmenn tóku nokkur hundruð börn í gísl- íngu f Beslan með hörmulegum afleiðingum. Margir minnast Walkers Frá útför Walkers Margar léttar leiðir til að eignast nýjan bíl LÝSING AEG Handverkfæri af :Bz. gerö HJÉISÖSiss Kr. 16.900,- STINGSÖG step 1200 Kr. 19.900.- UELTU RAFHLÖÐUVÉL bdse izt Kr. 16.900,- B0RVÉLSB2 630 Kr. 8.990. BDRHAMAR pn 300002/1 Kr. 96.900.- AEG handverkfærin sverja sig í ættina. Þau eru eins og annað sem kemur frá þessum þýska framleið- anda, vönduð og traust. ORMSSON LÁGMÚLA 6 S(MI 530 2800

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.