blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaAÍ6 CLASS IDUETo I /HurricMirt; lulrWili Bg. :f OPEN ; lr > / —t~ o 3"C'7n..i11 r*i' QiiRS Verri efna- hagshorfur Bandaríkjadollar féll gagnvart helstu gjaldmiðlum heims í gær eftir að fraimeiðslutölur frá Banda- ríkjunum behtu til þess að efnahag- urinn væri ekki eins sterkur og áður var talið. Evran stóð í 1,2276 gagn- vart dollaranum í eftirmiðdaginn og breska pundið var skráð á 1,8004 dollara. Bandariska viðskiptaráðu- neytið tilkynnti í fyrradag að nýjar verksmiðjupantanir á vörum hefðu dregist saman um 4,9% í júlí frá fyrri mánuði. Þetta er mesti sam- dráttur frá því í janúar 2004 þegar samdrátturinn var 5,7 % á einum mánuði. Mikill hagvöxtur getur stuðlað að sterkum gjaldmiðli þeg- ar alþjóðlegir fjárfestar snúa sér að viðkomandi markaði, auk þess sem útflutningur eykst. ■ Samdráttur hjá Kodak Bandaríska fyrirtækið Eastman Kodak, sem þekktast er fyrir fram- leiðslu á filmum og myndavélum, hefur tilkynnt að tveimur verksmiðj- um í Bandaríkjunum verði lokað, auk þess sem dregið verður úr fram- leiðslu í Kína. Þetta eru viðbrögð fyr- irtækisins við mikilli fjölgun digital myndavéla og myndvinnslu því sam- fara. Þetta hefur þýtt að hefðbund- in framleiðsla filma hefur dregist verulega saman. Áformað er að loka tveimur verksmiðjum í Rochester í New York, þar sem aðalstöðvarnar eru, auk þess sem filmuframleiðslu í Xiamen í Kína verður hætt. Þetta mun þýða að störfum hjá fyrirtæk- inu fækkar um 900 og er um helm- ingur þeirra í Rochester. ■ Danmörk Vatnspípur vinsælar Meira en helmingur danskra ung- menna á aldrinum 16 til 20 ára hefur prófað að reykja svokallaðar vatns- pípur samkvæmt nýrri danskri könnun. Það er talið að ungmennin viti ekki hversu hættulegt þetta geti reynst. Að minnsta kosti sagði nán- ast helmingur þeirra átján hundruð unglinga sem tóku þátt í könnun- inni að þeir teldu áhættuna við að reykja vatnspípu litla sem enga. „Vatnspípur eru hins vegar alveg jafnhættulegar og sígarettur“, ítrek- ar Jargen Falk frá heilsuvernd Dan- merkur. „Tóbak er tóbak, hvort sem í það er bætt t.d. melónu- eða epla- bragðtegundum og það reykt í vatns- pípu. Nikótín er líka mjög ávanabind- andi. Við óttumst að vatnspípurnar eigi eftir að reynast hjáleið að því að unglingar byrji að reykja sígarettur. Það myndi vera hund- helvíti ergi- legt hreint út sagt, þar sem það lítur út fyrir að færri unglingar reyki sig- arettur nú til dags", segir Jorgen sem kallar vatnspípuna Bacardi Breezer tóbaksins. Fellibylur í Flórída Starfsmaður Home Depot í Boca Raton í Flórída safnaði saman vögnum fyrir utan verslunina í gær, rétt áður en fellibylurinn Katarina skall á ríkinu með tilheyrandi úrkomu. Katarina myndaðist við Bahama eyjar og hefur vindhraðinn aukist talsvert undanfarna daga. Von var á fellibylnum við strendur Flórída í morgun. Því lengi býr að íyrstu gerð Heilbrigður vöxtur og þroski byggist að stórum hluta á góðri byrjun, því lengi býr að fyrstu gerð. Fyrstu árin eru líklega það tímabil í lífi barnsins þíns sem skiptir mestu máli frá næringarlegu sjónarmiði. Þess vegna vandar Gerber sig við framleiðslu á barnamat, notar eingöngu bestu og hreinustu hráefni sem fáanleg eru ásamt hreinu vatni, aldrei ónáttúruleg litar- og bragðefni og engin rotvarnarefni. Þannig höfum við framleitt barnamat í meira en 75 ár og munum alltaf gera. Gerber fæst nú í glæsilegum íslenskum umbúðum uotre™ Kalkúnakjöt T) mfldfómdium AVtXTlK Epli og bláber Culrætur Gerber® ©

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.