blaðið

Ulloq

blaðið - 26.08.2005, Qupperneq 13

blaðið - 26.08.2005, Qupperneq 13
blaðið FÖSTUDAGUR26.ÁGÚST2005 VEIÐI I 13 Cameron Diaz við veiðar í Vatnsdalsá: Veiddi tvo laxa Hin heimsfræga leikkona Cameron Diaz hefur verið við veiðar í Vatns- dalsá í Húnavatnssýslu srðustu daga og veiddi tvo laxa, en er farin heim fyrir fáum dögum. Þetta voru tveggja ára laxar sem leikkonan veiddi á flugu. Síðasta vika í ánni gaf roo laxa í Vatnsdalsá en eingöngu er veitt á flugu í ánni og hefur veiðiskapur- inn gengið vel, en mikið hefur rignt í Vatnsdalnum og mjög kalt er þar núna. Á land eru komnir 8oo laxar í Vatnsdalsánni, en Víðidalsá er kom- in með 1430 laxa og Miðfjarðará er komin með 1200 laxa. Joe Cocker kemur til landsins á sunnudaginn og mun renna fyrir lax í Eystri-Rangá, en Einar Bárðar- son mun verða honum innan hand- ar við veiðiskapinn. Joe er mikill sil- ungsveiðikall, en hann hefur rennt fyrir fisk í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum. Joe hefur ekki mik- ið stundað laxveiði, en þykir mjög lipur í silungsveiðinni. ■ Grænland: Hörku bleikjuveiði Margir hafa farið til veiða á Græn- landi síðustu vikurnar og veitt vel, Pálmi Gunnarsson var þar fyrir skömmu og veiddi mikið af bleikj- um. Afraksturinn verður víst sýnd- ur í sjónvarpinu í vetur. Annar veiðimaður var að fara í fimmtánda sinn til veiða á Græn- landi fyrir skömmu og veiddi hann vel eins og hópurinn allur. Árni Halldórsson og fleiri voru þarna fyrir skömmu og voru á hrein- dýraveiðum og köstuðu líka fyrir sil- ung. Þeim gekk mjög vel. „Þetta var frábært, en við höfum farið áður og þetta er alltaf jafn skemmtilegt,'1 sagði Árni um ferð- ina til Grænlands. ■ Góður gangur fyrir Austan Veiði í Breiðdalsá hefur gengið ágæt- lega það sem af er þessu ári að sögn Súdda, veiðivarðar í ánni. „Veiðin í ár er mjög svipuð veið- inni í fyrra, líklega eru þó heldur fleiri laxar komnir á land. Þeir eru líka stærri og við erum að sjá veiði- menn koma heim með mjög flotta laxa“ segir veiðivörðurinn. Þannig hefur stór hluti af þeim löxum sem veiðst hafa í sumar verið vel yfir 9 pund og þó nokkrir á bilinu 15 til 18 pund. Lítið vatn hefur verið í ánni í sum- ar, þó rigningar fyrir skemmstu hafi bætt ástandið nokkuð. Súddi segir að lítið hafi verið vart við stór- göngur af laxi í ánni, en hinsvegar sé hann að ganga jafnt ogþétt. „Við erum ennnþá að veiða lúsuga laxa upp í 14 til 15 pund“ segir hann. Hollið sem er við veiðar í ánni núna veiddi 9 laxa í gærmorgun þrátt fyrir aftaka veður. Þegar Blað- ið ræddi við veiðivörðinn seinni- partinn í gær höfðu veiðimenn í umræddu holli veitt 75 laxa á sex dögum sem hlýtur að teljast mjög gott. ■ Auglýsingadeild 510-3744 i «1 FT«Tr»ig Laxá á Ásum: 600 laxar komnir á land Veiðiskapurinn gengur ágætlega þessa dagana, þrátt fyrir skítakulda víða og laxinn togast á land. „Laxá á Ásum er komin með 600 laxa, Langadalsá er komin með 330 laxa og Laugardalsá með 340 laxa,“ sagði Stefán Sigurðsson hjá Laxá, er við spurðum um stöðuna hjá þeim í gærdag. „Eystri-Rangá er komin með 3180 laxa, Blanda 1578 laxa og Mið- fjarðará með 1200“, sagði Stefán ennfremur. Þverá og Kjarará hafa ennþá vinn- inginn á veiðitoppnum og eru komn- ar með 3600 laxa á land og Norðurá er að skríða upp í 3000 laxa. En Eystri-Rangá er eins og fyrr segir með 3180 laxa. Hrútafjarðará hefur gefið 400 laxa og veiðimenn sem voru í henni fyrir skömmu, sögðu mikið vera af fiski. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.