blaðið - 26.08.2005, Side 22

blaðið - 26.08.2005, Side 22
AlhliÖa lausn í bílafjármögnun 22 I MATUR FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 biaöifi LÝSING Svakalegar samlokur Allir hafa gætt sér á samlokum ein- hvern tíman á lífsleiðinni og eflaust eru samlokur sá biti sem mest er borðaður í heiminum. Samlokur heilla flesta því það er auðvelt að búa þær til og allir geta fundið eina við sitt hæfi. Það eru til óteljandi af- brigði af samlokum með alls kyns áleggi og það er um að gera að nota ímyndunaraflið. En ef leitað er eftir fínni tegundum af samlokum þá er um að gera að fara á veitingastað og láta útbúa eina ljúffenga fyrir sig. Blaðið ákvað að gæða sér á nokkrum góðum samlokum. svanhvit@vbl.is Kaffibrennslan Kaffibrennslan á sinn stað í hjarta margra Reykvíkinga enda hefur hún staðið á sín- um stað frá árinu 1996. Flestir hafa komið á þennan flotta stað enda þegar komið er á Kaffibrennsluna er það líkt og að koma heim. Þar myndast ætíð þessi skemmtilega klúbba- stemmning. Á Kaffibrennslunni er veglegur matseðill sem samanstendur meðal annars af samlokum, hamborgurum, pasta, súpum og smáréttum. Þar má líka finna Wishbone steikarsamloku sem er með grillaðri nauta- fillet, lauk, papriku, sveppum, salati og berna- isesósu, borin fram með frönskum kartöflum ogkokteilsósu. Steikarsamlokan eryndislega góð og ber svo sannarlega nafn sitt með rentu. Sósan bragðast vel og er í rauninni miklu betri en þessi hefðbundna bernaisesósa. Wishbone steikarsamloka með grillaðri nautafillet, lauk, papriku, sveppum, salati og bernaisesósu kostar 1250 krónur. Kaffi Sólon Kaffi Sólon er vinsæll staður í miðbæ Reykja- víkur sem er alltaf fullur af skemmtilegu fólki. Staðurinn er fallegur og veggina prýða glæsilegar ljósmyndir teknar af Guðmundi Heimsberg. Á Sólon er mikið úrval rétta og má þar nefna samlokur, núðlur, smárétt- ir, pasta og tapas. Þar má til dæmis fá hina stórgóðu kjúklingasamloku með satay sósu, salati og frönskum kartöflum sem er mjög matarmikil. Brauðið er stökkt og gott. Sósan er sterk en bragðgóð. Kjúklingurinn er einn- ig fullkomlega eldaður. Saman myndar þetta góða kjúklingasamloku og ljóst er að það er verið að fá mikið fyrir aurinn. Kjúklingasamloka með satay sósu, salati og frönskum kartöflum kostar 1250 krónur. Prikið Þeir sem hafa gengið niður Laugaveg hafa án efa tekið eftir Prikinu enda hef- ur það verið hluti af bæjarlífinu í mörg ár. Prikið er vinalegur staður þar sem alltaf er góður andi og gott fólk. Það er ein- hvern veginn ekki hægt annað en að láta sér líða vel á Prikinu þar sem horft er út á iðandi mannlífið á Laugaveginum. Á Prikinu er hægt að snæða alls kyns rétti, þar á meðal eru smáréttir, léttir réttir, kjöt og pasta. Einnig er hægt að fá svo- kallaða þynnkuloku með skinku, osti, beikoni, tómötum, eggi, káli, hvítlauks- sósu og frönskum. Brauðið í lokunni er gott og þykkt og samlokan í heild sinni er mjög bragðgóð. Það má segja að allt áleggið passi einstaklega vel saman og hvítlaukssósan setur punktinn yfir i-ið. Þynnkuloku með skinku, osti, bei- koni, tómötum, eggi, káli, hvítlauks- sósu og frönskum kostar 994 krónur. Café Viktor Café Viktor er vinalegur staður í miðbæ Reykjavíkur og hefur verið þar síðan 1998. Á Café Viktor er andrúmsloftið huggulegt enda skemmtilegur staður. Þar er alltaf nóg af fólki auk þess sem miðbærinn blas- ir við með öllu sínu lífi og lit. Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má meðal annars sjá hamborgara, pasta, samlokur og eftirrétti. Einnig má þar sjá Club FM samloku með beikoni, skinku, osti, gráðosti og spældu eggi. Franskar og tómatsósa fylgja með þess- ari samloku. Samlokan er mikil og saðsöm eftir því. Sósan er einstaklega góð og græn- metið er ferskt og ljúffengt. Club FM sam- lokan er því heppilegur kostur fyrir svanga vegfarendur. Club FM samloka með beikoni, skinku, osti, gráðosti og spældu eggi kostar 1150 krónur. Blaðið kynnir rj-t * A . ■ »f . í , í' ‘ r íA t' p;} Njótiö Enska boltans með ekta Bresku öli og bjór frá Greene King Greene King IPA 66 cl fl 3.6% alc/vol Roðagullinn frekar bragðmikill þéttur með keim af brenndum sykri, meðalbeiskja. Hentar með öllum krydduðum mat td Mexico og Indverskum Fæst í Heiðrúnu og Kring- lunni og fljótlega víðar 3 IK.i? Old Speckled Hen ale 50 cl fl 5,2% alc/vol Flaggskip Greene King, mest útflutta öl þeirra og er fáanlegt um allan heimjafnt í austri sem vestri Er í dag mest selda ölið sem menn taka með sér heim til drykkjar í Englandi. Roðagullinn Góð fylling með brenndum karmellukeim og beisku eftirbragði Lp N f Xl O Nfcf L “HENÍS XOOTH' Morland HensTooth ale 50 cl fl 6,5% alc/vol Kopargullinn, þétt fylling hálfsætur með karmellu og ávaxtakeim og löngu léttu eftirbragði. Botnfall Jafn óvenjulegt öl eins og hænu tönn er. Prófið með öllum mat og einan sér. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni Strong Suffolk Vintage ale 50 cl fl 6% alc/vol Brúnn meðalfylling þurr mildur með soja, lakkrís og kandístónum. Lítil beiskja Blandaður með öli sem hefur legið íeikítvöár Sérstaklega góður með enskum ostum Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni ..það er ódýrt og einfalt að framkalla stafrænar myndir hjá okkur mmm Álfabakka 14 s. 557 4070 www.myndval.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.