blaðið - 26.08.2005, Page 25

blaðið - 26.08.2005, Page 25
blaöiö FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 VIÐTAL I 25 og mikilvœgi vinnunnar að veði Það gerist ekki nema með sam- stilltu átaki og ég heyri og finn að fólkið er með mér - flestir að minnsta kosti. Nýtt skipurit var samþykkt í vor, einhverjar stöður hafa verið lagðar niður og aðrar verið stofnað- ar. Valddreifing er að verða meiri og aukin ábyrgð hefur verið sett yfir á faglega millistjórnendur. Allt miðar þetta að aukinni skilvirkni í starfi. Flest af því sem tekur til breyt- inga í innra starfi er þó eitthvað sem í raun varðar almenning litlu, það eina sem skiptir máli út á við er að við erum að vinna að því auka og bæta þjónustustigið. Hægt og bít- andi munu áhorfendur verða varir við þá viðleitni, þó að allt taki þetta sinn tíma.“ Ef menn eru lengi í starfi eins og Þjóðleikhússtjórastarfi heyrist tal- að um klíkustarfsemi og annað slíkt. Er auðvelt að staðna í svona starfi? „Stór hluti af starfinu f listastofnun á borð við Þjóðleikhúsið mótast af smekk og listrænni sýn viðkomandi stjórnanda. Þannig á það líka að vera - það er styrkur slíkra stofnanna og gefur þeim þá sérstöðu sem þeim er nauðsynleg til að standa undir merkjum. Hitt er lika jafn nauðsyn- legt - en það er að tryggja heilbrigða endurnýjun. Það liggur í hlutarins eðli að ef einn smekkur ræður of lengi, útilokar hann óhjákvæmilega annan. Ef þjóðleikhússtjóri situr „of lengi“ er hætt við að stöðnun eigi sér stað. Hann má heldur ekki sitja „of stutt“, þá verður rótið of mikið og þróunarvinna í uppnámi. Skipun- artími er fimm ár í senn og að öllu jöfnu teldi ég eðlilegt að þjóðleikhús- stjóri sem er farsæll í stafi sitji tvö tímabil, en ekki lengur. Að veðja á höfunda Það er stundum kvartað undan því að við eigum svo fá leikrita- skáld. Hvaðfinnst þér? „Það er margt og mikið að gerast í þeim málum og óhætt að fullyrða að Þjóðleikhúsið hefur átt sinn þátt í þeirri jákvæðu þróun á undanförn- um árum. Ritun leikrita er þó þeim annmörkum háð að texti í handriti er aldrei nema grunnur að annarri vinnu í leikhúsinu. Menn verða að hafa annað tveggja til að bera, yfir- gripsmikla þekkingu á leikhúsmiðl- inum, eða sveigjanleika og vilja til skapandi samvinnu. Auðvitað er það best þegar þetta tvennt fer sam- an. Það sannar sagan líka, Shakespe- are, Moliere, Tsjekof, Brecht...allt voru þetta leikhúsmenn sem jafn- framt bjuggu yfir skáldlegum neista. Þeir unnu innan leikhússins og þró- uðu verk sín áfram í samvinnu við leikhópinn og aðra aðstandendur. Hér heima hefur þessari aðferð einn- ig verið beitt með góðum árangri. Þannig mótuðust verk Jökuls Jakobs- sonar í leikhúsinu allt æfingarferlið. Kjartan Ragnarsson er sömuleiðis leikhúsmaður og Ólafur Haukur Simonarson er orðinn ákaflega handgenginn leikhúsinu svo fáir séu nefndir. Eitt afkastamesta leik- skáld yngri kynslóðarinnar, Jón Atli Jónasson er líka leikhúsmaður af lifi og sál og það er að mínu mati hans stærsti styrkur. Leikhúsið getur einnig í auknum mæli átt frumkvæð- ið að því að virkja leik- og tónskáld. Veðjað á höfunda og falið þeim verk- efni. Nýr samningur frá því í vor við Rithöfundasambandið opnar vel fyrir þennan möguleika og við erum að nýta okkur það í starfinu í vetur. Við réðum Völu Þórsdóttur, leikara og leikritaskáld til að vinna fyrir okkur verk upp úr sex sögum Svövu Jakobsdóttur, ekki eiginlega leikgerð, heldur sjálfstætt höfunda- verk byggt á hugmyndaheimi og með tilvísanir í Svövu. Sama á við um Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson, við fengum þá til að vinna fyrir okkur aðventuævintýri fyrir börn, byggt á ákveðnum grunni og forsendum. Með þessu er ekki verið að útiloka sjálfssprottnar hugmynd- ir, síður en svo, aðeins að víkka svið- ið. Að auki eru höfundar að vinna fyrir okkur leikgerðir eins og oft hefur verið gert. Ég held að leikhús- ið geti í meira mæli komið til móts við fólk og veðjað á unga höfunda og tekið undir sinn verndarvæng. Ég hef vissulega hug á að gera það.“ Dreymir þigþá um að snúa aftur á svið? „Ég held þeim möguleika algjörlega opnum. Ég held að ég muni alltaf velja mér skapandi starf. Það mót- unarstarf sem ég sinni nú er mjög skemmtilegt og sannarlega afar skapandi.“ kolbrun@vbl.is Opið hús Mikið úrval af tækjum til sýnis íslandsmót í kranastjórnun Gáma- og stálgrindarhús Skæra- og spjótlyftur Rafstöðvar Vinnuvélar Steypumót Kranar Það er von okkar að þið sjáið ykkur fært um að mæta og sjá bestu krana- menn landsins keppa ásamt því að skoða úrvalið sem Merkúr er með af vélum og tækjum. Á föstudag og laugardag verður starfsfólk Merkúr með fullt af spennandi tilboðum í gangi. Ný byggingaleiga verður með kynningu. Kynningin verður haldin að Bæjarflöt 4 Grafarvogi, föstudaginn 26. ágúst frá kl. 08.00 - 17.00 og laugardaginn 27. ágúst frá kl. 10.00 - 14.00. Nánari upplýsingar má finna á www.merkur.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.