blaðið

Ulloq

blaðið - 26.08.2005, Qupperneq 32

blaðið - 26.08.2005, Qupperneq 32
32 I MENNING FðSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöið Sumarið og ástin í Listasafni Sigurjóns Asumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, þriðju- dagskvöldið 30. ágúst syngur Alda Ingibergsdóttir við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jóhann Ó. Haraldsson, Jón Ásgeirsson og Sigfús Halldórsson og aríur ítölsku tónskáldanna Puccini og Verdi. Alda Ingibergsdóttir lauk ein- söngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1994. Sama ár hóf hún framhaldsnám við Trinity Coll- ege of Music í London. Þaðan lauk hún Fellowship Diploma vorið 1996. I uppfærslum Trinity College of Mus- ic hefur Alda sungið hlutverk Pam- inu í Töfraflautunni og hlutverk Lillian Russel í Mother of us all eftir Virgil Thomson. Alda hefur farið með mörg hlutverk í óperum hér- lendis. Þá hefur Alda haldið tónleika víða og komið fram sem einsöngv- ari með Sinfóníuhljómsveit íslands og ýmsum kórum og árið 2002 kom út geisladiskur með söng hennar: Ég elska þig. Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari lauk burtfararprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði framhaldsnám við Royal Academy of Music í London. Auk ótal tónleika á íslandi hefur Ól- afur Vignir leikið í mörgum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og Kan- ada, einnig í útvarpi, sjónvarpi og inn á hljómplötur. Hann starfar nú sem píanóleikari við Söngskólann í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Kaffistofa safnsins er opin eft- ir tónleika. Aðgangseyrir er 1500 kr. 1 0-70% AFSLÁTTUR N MEIRI VERÐLÆKKUN! SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR HHHHHHHHHHHHMéiUMMééllMAMMéééMtélMiéUMéAtééééétééltéUtééééééééééériéUAAUI HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH TEKK COMPANY 1 □ PIÐ LAUGARDAG 1 □-1 B □□ SUNNUDAG 13-18 BÆJARLIND 14-16 | 2D1 KÓPAVDBI | SÍMI 564 44DD | FAX 564 4435 | TEKK@TEKK.IS Rómað verk í Hallgríms- kirkju Trond Kverno. Verk hans Mattheusar- passfa veröur flutt í Hallgrímskirkju á sunnudag. Sunnudagur er lokadagur Kirkjulistahátíðar í Hall- grímskirkju. Klukkan 15:30 þann dag ræðir norska tónskáldið Trond Kverno um verk sitt, Matthe- usarpassíu sem flutt verður klukk- an 17.00. Mattheusarpassía er fyrir kór, 5 einsöngvara og söngflokk án undirleiks. Þetta er rómað verk frá árinu 1986 sem hlotið hefur lof víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Flytjendur: Vox evangelistae: Marianne Hirsti, cantus, Marianne E. Andersen, altus, Ian Partridge, tenor I, Joseph Corn- well, tenor II, Njál Sparbo, bassus Vox Christi: David Martin, altus, Jon English, tenor I, Colin Campbell, tenor II, Thomas Guthrie, bassus I, Graham Titus, bassus II. Dómkór- inn í Osló. Stjórnandi: Terje Kvam. Djassá Jómfrúnni Á tólftu tónleikum sumartónleika- raðar veitingahússins Jómfrúarinn- ar við Lækjargötu, laugardaginn 27. ágúst, kemur fram stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason ásamt Tríói Þóris Baldurssonar. Auk Þóris, sem spilar á Hammond orgel, skipa tríóið þeir Jón Páll Bjarnason á gítar og Erik Qvick á trommur. Þess má geta að Ragnar Bjarnason hefur nýlega sent frá sér geisladiskinn „Með hangandi hendi.“ Þetta verða lokatónleikar vel heppnaðrar sumartónleikaraðar á Jómfrúnni í ár. Tónleikarnir hefj- ast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.