blaðið - 30.08.2005, Page 30

blaðið - 30.08.2005, Page 30
46 I ’ÖLK ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 blaöiö SMAboraarinn LISTIN AÐ TALA VIÐ KARLMANN Smáborgarinn (kona) frétti af þvi á dögunum að vísindamenn væru búnir að sanna að karlmenn skilja ekki hvað konur eru að segja þeg- ar þær tala. Smáborgarinn er ekki mjög vísindalega sinnaður og getur ekki útskýrt hvað er þarna nákvæmlega á ferðinni, en það er víst einhvern veginn þannig að móttökutæki í heila karlmanna eiga í ákveðnum erfiðleikum með að meðtaka orð kvenna og skilja þau réttum skilningi. Þessi frétt kom Smáborgaran- um ekki algjörlega á óvart. Þegar hann rakst á hana var hann búinn að eiga í nokkurra mánaða glímu við einn karlkyns samstarfsmann sinn sem honum fannst aldrei hlusta á sig. í hvert sinn sem Smáborgarinn opnaði munninn leit vinnufélaginn á hann eins og hann vildi helst að Smáborgarinn lokaði munninum. „Mér finnst að við ættum.. væri ekki sniðugt að?...“ Þetta eru allt setningar sem Smáborgarinn byrjaði á en lauk aldrei alveg við því hann fékk eng- in viðbrögð önnur en sviplaust augnaráð samstarfsmannsins og einstaka sinnum orðið: “Ha?” Þá tók Smáborgarinn upp aðra aðferð sem byggðist upp á eintóna setningum á borð við: „Þú verður að hlusta á mig! - Af hverju hlust- arðu aldrei á mig? - Nú er komið að því að þú verður að hlusta!...“ Þetta skilaði heldur engum ár- angri öðrum en þeim að Smáborg- aranum var farið að líða eins og nöldrandi eiginkonu. og tók að lifa sig inn í hlutverkið. Einn daginn vildi hann deila hjúskaparreynslunni með vinnu- félaganum og sagði í vingjarnleg- um rabbtón: „Hjónaband milli okkar hefði verið eins og Holly- wood hjónaband. Við hefðum skilið eftir þrjá mánuði og sagt við heimspressuna: Mestu mis- tök sem ég hef gert á ævinni.“ Og af því að Smáborgarinn vildi eldci slíta hjónabandinu í hatri flýtti hann sér að bæta við: „En kannski hefðum við getað skil- ið í sátt eftir þrjá mánuði, kennt um listrænum ágreiningi og sagt heimspressunni að við yrðum allt- af vinir.“ Vinnufélaginn leit á Smáborg- arann með augnaráði sem lýsti fullkominni uppgjöf um leið og hann sagði: „Ég skil þig ekki.“ Þetta voru eins og töfraorð. Smáborgarinn áttaði sig allt í einu á því (sem hann hafði ekki skilið i áratugi) að það er allt í lagi að skilja ekki karlmenn. Lykillinn að góðum samskiptum við þá flesta er að skilja þá hæfilega lítið. Smá- borgarinn áttaði sig líka á því að hann hafði byrjað flestar setning- ar sem eins konar formála. Setn- ing eins og til dæmis: „Mér finnst að við ættum...“ gefur til kynna að Smáborgarinn hafi margt og mik- ið til málanna að leggja. Það segir karlmanni um leið að hann verði að hlusta og skilja - sem er vanda- samt fyrir karlmenn þegar konur eiga í hlut, eins og vísindamenn hafa nýlega sannað. Nú talar Smá- borgarinn einungis í skeytastíl við vinnufélagann. Reyndar talar Smáborgarinn fimm sinnum minna en hann gerði áður en vinnufélaginn hefur ekki séð ástæðu til að kvarta. SU DOKU talnaþraut Lausn á 40. gátu verður að finna i blaðinu á morgun. Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Lausn á 39. gátu lausn á 39. gatu 2 3 9 i 6 8 5 4 7 7 8 4 5 9 2 3 6 1 1 5 6 4 7 3 9 2 8 4 9 1 2 8 S 6 7 3 5 2 7 6 3 1 8 9 4 8 6 3 7 4 9 2 1 5 6 1 2 8 5 7 4 3 9 9 4 T 3 1 6 7 5 2 JLJ 7 5 2 4 JJ 8 6 40. gata 4 7 1 5 3 9 8 4 3 2 8 7 1 6 3 5 2 9 7 6 7 5 5 2 9 5 8 9 1 3 Nicky kemur París í uppnám Nicky Hilton hefur komið systur sinni, Paris Hilton, í uppnám með því að verða brúðarmær í brúð- — kaupi Nicole Richie. Nicky • tók þá ákvörðun að vera hluti af brúðkaupi Nicole en hún á •* gengur að eiga plötusnúðinn Adam Goldstein. Nic- ky mun einnig verða brúðarmær systur sinnar þegar hún giftist unnusta sínum, Paris Latsis. Nic- ky sagði í viðtali að: „Vin- kona mín, N i c o 1 e Richie, er líka trúlof- uð að bri mær fyrir hana líka. Ég þarf að skipuleggja ýmislegt. Ég hef aldrei verið í gæsaveislu þannig að ég veit ekki hvar skal byrja.“ En hver veit nema Nicky þurfi ekki að vera brúðarmær hjá systur sinni því nýjustu fregn- ir herma að ekki sé víst að af brúðkaupi verði. Fað- ir Paris Latsis ku vera mótfallinn ráða- hagnum og segir að: „Mín skoðun, og skoðun móð- ur Paris, er að hann sé of ungur og ætti að bíða.“ Paris Latsis er 22 ára gamall og Paris Hilton er 24 ára gömul en þau hafa þekkst í átta ár. En úr herbúðum Paris Hil- ton virðist allt vera á réttu róli og stjarnan hefur látið eftir sér að hún hafi fundið fallegan stað fyrir athöfnina í Grikklandi. Móðir henn- ar sagði að brúðkaupið verði fljótlega og það verði haldið bæði í Bret- landi og Grikklandi. ■ Leitað á gest■ lun í brúð- kaupi Jordan Það eru ekki margir sem geta dregið athygli frá Jordan á brúðkaupsdegi hennar. En fyrirsætan virðist hafa valið einn af fallegust andstæðing um sínum til að vera brúðarmær er hún gengur að eiga Peter Andre í næsta mánuði. En það kemur kannski ekki á óvart þar sem Sarah Hard- ing úr hljómsveitinni Girls Aloud er einn af nánustu vinum hennar en þær hafa þekkst í tvö ár. Vinur þeirra beggja segir að: „Sarah hitti 1 Jordan fyrir m\ nokkrum ár- um þegar hún var nýkomin á sjónarsviðið. Þeim kom strax vel sam- an. Jordan gaf henni nokkur góð ráð um hvernig skal höndla frægðina og þær hafa haldið sambandi síðan þá.“ Kerry Katona úr Atomic Kitten verður einnig brúð- armær. Brúðkaupið verður haldið ío. september í kast- ala í Berkshire og meðal gesta verða Charlotte Church og kærasti henn- ar Gavin Henson. Jordan og Peter vilja ekki sjá sig á síðum slúðurrit- anna eftir brúðkaup- ið og það v e r ð u r því leitað á gestunum að mynda- vélum og far- símum. I Ashlee i Oprtth Söngkonan Ashlee Simpson, systir Jessicu Simpson, mun birtast í The Oprah Winfrey Show í haust til að kynna nýju plötuna sína, I Am Me. Ashlee sætti mikilli gagnrýni eftir að hafa einungis hreyft varirnar en ekki sungið í Saturday Night Live þætti nýverið. Viðtalið hjá Opruh mun verða fyrsta viðtalið og fyrsti staðurinn sem Ashlee syngur í kjöl- far nýjustu plötu hennar. ■ HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þú upplifir öfga í orkustrevmi þínu í dag, allt ífá toppum í framleiðni yfir í nrein leiðindi. Ekki berjast gegn því. V Núna er tími til að hugsa um næsta skref. Þótt það virðist snemmt þá er tækifærið kjörið. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Ekkert endist að eilífu og þessu tímabili er næstum því lokið. Reyndu að íjarlægja þig ffá efn- inu og skipuleggja þig. V Lífið hefíir verið undarlegt upp á síðkastið en það eru breytingar framundan. Efþú ert viðbúin/ n þeim geturðu endað á toppnum, par sem þú átt heima. ©Fiskar (19.febrúar-20. mars) $ Þú færð jákvæð viðbrögð sem setur tóninn fyr- ir daginn. Njóttu þess og byggðu ofan á alla þessa jákvæðni. V Ef það er rómantík sem þú vilt þá færðu róm- antík. Þú ert við stjórnina á þessu leikriti sem kall- ast lífið. Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Þú mátt búast við að þurfa að eera samstarfs- aðilum þínum greiða eða að aðrar skuldbindingar í vinnunni þarínist forgangs. Taktu á því með ró og allir veroa ánægðir. V Þú veist hvernig þú nærð fram því sem þú vilt enda ertu leiðtogi. o Naut m (20. apríl-20. maí) 3» Gerðu tillömr og komdu hugmyndum þínum á framfæri. Þú færð oestu svörunina ífá fólki sem er venjuleea á sáma máli og þú. Núna er góður tími til aðlesa fólk. V Þú ert sjúk/ur í dvra hluti. Þvi dýrari því betra. Þú ert ekki ein/n um pað. Galdurinn er ao vita hve- nær skal eyða í þá og nvenær ekki. I Tvíburar (21. maí-21.júní) $ Þú kemur miklu í verk en það mun snúast um þig og þínar þarfir írekar en Jþarfir samstarfsaðila, vfirmanna og viðskiptavina. Ekki velta þér upp úr V Það er meira varið í þig en augað sér oe þú hefur leynda kosti sem vekja öfund annarra. Núna þarftu bara að finna leið til að sýna hver þú ert í raun og veru. Krabbl (22. jún -22. júlí) /erip'að fylgjast með þér en kosturinn er að þú ert að i ýna þínar bestu hliðar. Notaðu inn- sæi þitt til að fipna nvenær er best að láta til skara skríoa. V Þú gætir verið heima í kvöld, hvíldin væri lang- þráð. En ef þú myndir fara út o^ vera félagslynd/ur, pá gætirðu nitt einhvern sérst; Dgvera akan. © Ljón (23. júlí- 22. ágúst) $ Stolt þitt heimtar stefnubreytingu en þú skalt berjast á móti því um stund. Það mun reynast þér betur. V Þú ert þrjósk/ur. Þú ert stolt/ur. Þú ert stolt/ ur af því ao vera þrjósk/ur. En þegar það snvr að málefnum hjartans þá gæti verið gáfulegt aö gefa aðeins eftir. Athugaou hvað það færir þér. €!V M«yja J (23. ágúst-22. september) $ 23. ágúst-22. septemfcerÞaí) er kominn tími til að kalla eftir greioum. Þú áttar þig ekki á hví svo margir skulda þér en nú geturðu fengið þá til að aðstoða þig. V Þú veist að þig langar að ferðast. Ekki láta áhyggjur þinar stöðva þig. Þetta er frábært tæki- færi til að skipuleggja framandi ævintýri. Þú hefur engu að tapa._____________________________ ©Vog (23. september-23. október) $ Þú fmnur fyrir nánari tengslum við samstarfs- aðila þína en venjulega og ættir því að geta mynd- að tengsl sem munu endast. Það verður ekki erfitt að saimfæra fólk um að ganga í lið með þér. V Þú hefur meira að segja en þú heldur. Sennilega kemstu ekki að því fyrr en þú ovrjar að tala. Hittu ástvini þína og þú munt tengjast peim á nýjan hátt. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Ef þú ert í stjórnunarstöðu þá skaltu slaka á og leyfa hlutunum að vera stjórnlausir í dag. Það kemur þér á óvart hve vel alít gengur án stjórnar. Einbeittu þér að þeim sviðum sem geta ekki verið ánþín. V Þú getur verið sveigjanleg o^ þú getur gert málamiolun, ef þú virkilega vilt. Þu ert annars nug- ar en ef þú einbeitir þér þá veistu hvað skal gera. ©Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Náttúruleg svartsýni þín er í hámarki þannig að það er tími til að endurskoða áætlanir og hug- myndir þínar um framtíðina. Þú hefur aðrar hug- myndir um framtíðina. ^ Þú leitar djúpt inn á við í dag. Þú ert að skoða og endurskoða allt sem þú hefur hingað til álitið sem sjálfsagðan hlut. Deildu hugsunum þínum með ástvinum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.