blaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 32
 32 I MEWNING MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaóið Oprah snýr sér að nútímaskáldskap Sjónvarpskonan Oprah Winfrey hefur haft mikil áhrif á bóksölu í Bandaríkjunum. Á árunum 1996 til 2002 seldust rúmlega milljón ein- taka af bókum sem hún mælti með í sjónvarpsþáttum sínum. Oprah lagði bókaklúbbinn niður árið 2002 en endurlífgaði hann í breyttu formi ári síðar og fjallaði þá einungis um klassískar skáldsögur eftir höfunda sem flestir eru látnir. Einhverjar bækur sem Oprah mælti með þutu upp metsölulista, til dæmis Austan Eden eftir John Steinbeck. Aðrar hreyfðust lítt í bókaverslunum og má þar nefna þrjár skáldsögur eftir William Faulkner sem Oprah mælti með í sumar. Hópur rithöfunda, aðallega kon- ur, sendu Opruh bréf fyrr á þessu ári og báðu hana að snúa sér aftur að því að mæla með nútímaverkum. Oprah hefur ákveðið að verða við þeirri beiðni. „Þetta gerir mér kleift að gera það sem ég vil helst gera sem er að tala við höfunda um verk þeirra. Það er nokkuð erfitt ef þeir eru ekki lengur ofan moldar," segir Oprah. Útgefendur hafa fagnað þessari ákvörðun sem getur fært þeim og viðkomandi höfundum dágóðar tekjur. Einn talsmanna Knopf út- gáfunnar í Bandaríkjunum segir að bókaklúbbur Opruh hefði orðið til þess að almenningur læsi bækur, henni hefði tekist það sem útgefend- um hefði ekki alltaf tekist. Bandarískir rithöfundar fagna því aö hún ætlar aö einbeita sér að því aö fjalla um nú- tfmaverk í bókaklúbbi sínum. Ávanabindandi Sudoku 109^ Japanski talnaleikurinn Sudoku hefur farið eins og stormsveipur um heiminn á undanförnum miss- erum og nú nemur hann loks land á íslandi. Gáturnar hafa birst í dagblöðum hér á landi frá því i sum- ar en nú er komin út fyrsta íslenska Sudoku bókin, 109 SUDOKU. f 109 SUDOKU bók- inni er að finna 100 hefð- bundnar talnagátur í fjórum erfiðleikastigum (auðveldar, þægilegar, erf- iðar og kvikindislegar) og níu 16x16 bókstafagátur í tveimur erfiðleikastigum. Gáturnar í 109 SUDOKU eru eftir talnaspekinginn Gideon Greenspan og konu hans Rachel Lee. Gideon Greenspan er einn af þeim frumkvöðlum Sudoku sem kynntu leikinn fyrir íbúum Vest- urlanda. Hann kynntist leiknum þegar hann var skiptinemi í Japan í gegnum samnemanda sinn, Rachel Lee, sem er kona hans í dag. Sudoku gátur þeirra hjónakorna hafa farið eins og eldur í sinu um Evrópu og gátur frá þeim eru í dagblöðum um alla álfuna. Einnig hafa bækur með gátum þeirra setið á metsölulistum ■ fjölmargra Evrópu- og Ásiulanda undanfar- i in misseri. Gideon er doktor í tölvu- og talna- I vísindum og er hann * því svo sannarlega á heimavelli þegar kem- ur að því að búa til hinar stórskemmti- legu Sudoku talna- gátur. Sudoku krefst ein- beitingar og ákveðinnar rökhugsunar, sem um leið skerpir hugann, bætir einbeitingu og kem- ur gráu sellunum á hressilega hreyf- ingu. Eitt ber þó að hafa í huga, leik- urinn er hættulega ávanabindandi. Bókaútgáfan Bjartur sér um dreif- ingu 109 SUDOKU en bókin fæst um allt land í bókaverslunum, bens- ínstöðvum og matvöruverslunum og kostar kr. 995. Sýning á tillögum Ókeypis aðgangur er að öllum sýn- ingum Þjóðmenningarhússins fram til 5. okt, en þá stendur yfir sýning á tillögum um byggingu Tónlistar- húss og Ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík ásamt skipulagi aðliggjandi svæða. I Bókasal er vinningstillaga Port- us Group, í kjallara er tillaga Við- höfn og á þriðju hæð í stofu Hins íslenska bókmenntafélags og í Tón- listarstofu er tillaga Fasteign/Klasi. Skel Tónlistar- og ráðstefnuhússins er hönnuð af Ólafi Elíassyni og hef- ur líkani af henni verið komið fyrir á lóð Þjóðmenningarhússins. Opið frá 11 - 17 alla daga vikunn- ar. Veitingar við allra hæfi á veitinga- stofunni Matur og Menning. Eftirfarandi fyrirtæki óska Valsmönnum til hamingju með árangurinn ALARK DM.VCOUR 18. 201 KÓPAVOCUft 3 534-8800. 534-8818 JAKOB UNOAI Of, KRlST.JÁfv ASCEIRSSCN ARKITFKTAR FAl arkitektar ehf. 1 HLAÐBÆR W m coLASm Skólabrú ATLANTSSKIP -rLYTUA VÖRUR- Q GRÓCO ehf. HHÖNNUN VERKFRf DISTOFA VERÐBREFASTOFAN BRDS AUGLÝSINGAVÖRUR HENSON

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.