blaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍÞRÖTTIR
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaAÍA
Willum Þór Þórsson:
Valsmenn glaðir með sumarið
Valsmenn geta ekki annað en verið sáttir með sumarið en þeir urðu
bikarmeistarar á laugardaginn. Willum Þór Þórsson þjálfari liðs-
ins segir liðsheildina vera lykilinn að árangrinum.
Valur varð á laugardaginn bikar-
meistari eftir æsispennandi leik
gegn Fram á Laugardalsvelli. Það
var Baldur Aðalsteinsson sem skor-
aði sigurmarkið með glæsilegu skoti
af löngu færi og kampakátir Vals-
menn fögnuðu sigri eftir dramatísk-
an úrslitaleik. Valur lenti í öðru sæti
í Landsbankadeildinni í sumar og
Willum Þór Þórsson þjálfari liðsins
var í skýjunum með árangurinn þeg-
ar Blaðið hafði samband við hann í
gær. „Já við Valsmenn erum mjög
glaðir með sumarið, það er auðvitað
ekki hægt annað eftir svona árang-
ur.“ Valur kom upp úr í. deildinni á
síðasta ári en liðið átti góðu gengi að
fagna í sumar og sýndi oft á tíðum
frábæra leiki og voru þeir eina liðið
sem hélt í við íslandsmeistara FH
eitthvað fram eftir móti. Bikarmeist-
aratitilinn á laugardaginn toppaði
svo sumarið: „Já þetta var mjög stór
og skemmtilegur dagur, það var
svo margt við þennan leik sem var
skemmtilegt. Mér fannst við vinna
sigur í stúkunni þarna fyrir leik þar
sem við troðfylltum stúkuna Vals-
megin og þar var frábær stemmning.
Svo var leikurinn háður og hann var
mjög spennandi. Dramatik og allt
í honum og það er gaman að sigra
leiki svoleiðis þegar það tekst.
Förum í öll mót til að vinna
Willum kom til Vals fyrir sumarið
eftir dvöl hjá KR en bjóst hann við
svona góðum árangri á sínu fyrsta
ári með liðið? „Ekkert frekar nei. Ég
hugsaði þetta eiginlega aldrei svona
langt. Við förum auðvitað af fullum
metnaði í öll mót til að vinna þau.“
Valsliðið er skipað mörgum góðum
leikmönnum en þrátt fyrir góða
einstaklinga er það liðsheildin sem
skilar árangrinum: „Jú það er gríð-
arlega sterk liðsheild og hugarfarið
sem var mjög gott“ sagði Willum.
„Menn voru mjög tilbúnir í þetta
sumar og ætluðu sér hluti. Það end-
urspeglaðist í stemmningunni á
vellinum þar sem var mikil barátta
og við náðum að nýta okkar helstu
styrkleika mjög vel. Við spiluðum
þétt, vörðumst vel og gátum sótt
hratt sem er eitthvað sem við viljum
gera.“ Deildin í sumar var ójöfn og
FH rúllaði henni auðveldlega upp.
Það var svo hlutskipti Fram og Þrótt-
ar að falla. „Já og nei“ sagði Willum,
aðspurður hvort deildin hafi spilast
eins og hann bjóst við. „Ég bjóst auð-
vitað við FH i toppbaráttunni en það
var miður að geta ekki veitt þeim
harðari keppni og lengur en ella. Þá
á ég ekki bara við okkur Valsmenn
heldur voru líka þarna tvö til þrjú
önnur lið sem gátu vel gert eitthvað
og hafa burði til þess.“
Leikmenn fara of ungir út
Valur fékk Bo Henriksen til sin í
sumar en hann lék fáa leiki með lið-
inu og skipti síðan yfir í Fram eins
og frægt er orðið. Fyrir utan Bo var
Valur ekki með neinn útlending í sín-
um herbúðum, ólíkt öllum öðrum
liðum í deildinni. Mörgum finnst
nóg um en Willum er ekki á sama
máli og segir ekki vera of mikið af
erlendum leikmönnum hér á landi:
„Nei það er aldrei of mikið af góðum
leikmönnum. Ef það koma góðir
leikmenn þá hef ég ekkert út á það
Fótbolti.net/Hafliöi BreiöfjörÖ
að setja hvort sem það eru útlending-
ar eða ekki. Þetta er alltaf svolítið
vandasamt en ég held að sú þróun sé
að taka við að menn verði þolinmóð-
ari gagnvart því að yngri leikmenn
nái að fóta sig fyrr. Mér finnst öllu
alvarlegri sú staðreynd að yngri leik-
menn, sem skara framúr, séu farnir
að fara svona snemma út í atvinnu-
mennsku. Liðin í Evrópu og Norður-
löndunum eru að sækja þá full unga
að mínu mati og ég vil halda þeim
lengur á Islandi. Þetta eru strákar
sem myndu krydda tilveruna hjá
okkur. Maður getur reyndar ekkert
sagt við því að menn fari út að elta
drauminn, það er bara metnaður."
Valur ætlar sér stóra hluti í fram-
tíðinni, innan vallar sem utan en nú
hefur verið hafist handa á mikilli
uppbyggingu á Hliðarendasvæðinu.
Willum segir það svo sannarlega
vera raunhæft fyrir Val að stefna á
íslandsmeistaratitilinn á næsta ári?
„Það á alltaf að vera metnaðarmál
fyrir félag eins og Val sem er félag
sem fer alltaf í mót til að vinna það.
Svo er það hitt, þú mátt ekki láta allt
fara úr skorðum þó svo að þú vinnir
það ekki þetta árið. Þetta er hugsun
sem nær yfir lengri tíma en það.“
F'átba/ti
Hreiðar lagði grunninn að sigri KA
KA gerði góða ferð suður í gær
þegar liðið bar sigurorð af ÍR
í Austurberginu. Hreiðar Guð-
mundsson markmaður KA gerði
sínum gömlu félögum lífið leitt
og lagði grunninn að 32-25 sigri
sinna manna. Magnús Stefánsson
var markahæstur í góðu liði KA en
hann skoraði átta mörk og Jónatan
Magnússon skoraði sex. Olafur Sig-
urjónsson og Tryggvi Haraldsson
skoruðu báðir sex mörk fyrir ÍR en
Gísli Guðmundsson varði 19 skot.
Hreiðar gekk til liðs við Akureyr-
arfélagið fyrir tímabilið en hann
hafði leikið með ÍR við góðan orð-
stír og hann sannaði mátt sinn og
megin með frábærum leik í Breið-
holtinu. „ Já það gekk fínt, ég get
ekki annað en verið sáttur með
minn leik. Ég fann mig vel og datt
í gírinn eftir smá hikst í byrjun en
þetta var mjög gott“ sagði Hreiðar
í samtali við Blaðið eftir leikinn.
KA eru með hörkulið sem er til
alls líklegt í vetur og var Hreiðar
sammála því að nauðsynlegt væri
að hirða stig af liðunum sem eru
líkleg til að vera í kringum KA á
töflunni: „Já það er hrikalega mik-
ilvægt. Þegar maður stefnir á að
vera i toppbaráttunni þá verður
maður að vinna þessa leiki. Það
hefur mikið verið rætt hjá KA
að laga útileikjaformið sem mér
skilst að hafi ekki verið nægilega
gott á síðasta ári og það er eitthvað
sem við stefnum á að gera í vetur.
Því er mjög gott að byrja útileikina
í deildinni í ár með sigri hér gegn
ÍR.“ Eins og áður sagði lék Hreið-
ar áður með IR og honum leidd-
ist ekki endurkoman. „Já það var
virkilega fínt að koma hérna aftur.
ÍR er flottur klúbbur og ég átti
frábæra tíma hérna og ég vona að
þeim gangi allt í haginn."
Ahyggjur af dómurum
Mikið hefur verið rætt um dómara
í handboltanum í byrjun timabils
og skortur á þeim er orðið alvar-
legt vandamál. Dómgæslan í Aust-
urberginu í gær var ekki upp á
marga fiska og veldur það miklum
áhyggjum hversu margir slakir
dómarar dæma meðal þeirra bestu
hér á landi. Hafsteinn Ingason og
Ólafur Sigurjónsson fengu báðir
að líta rautt spjald í leiknum í gær,
heimamönnum til mikilla ama.
Hafsteinn fékk beint rautt spjald
fyrir að slá í andlit mótherja sem
flestir voru sammála um að væri
óviljaverk sem verðskuldaði engan
veginn neitt annað en gult spjald.
Ólafur fékk aftur á móti reisupass-
ann þegar hann fékk sína þriðju
brottvísun. Hreiðar vildi sem
minnst tala um dómarana en við-
urkenndi að hallað hefði á heima-
menn í leiknum: „Ég ætla nú ekki
að tjá mig um dómarana. Sumt
fannst mér þó ansi vafasamt og ég
verð að viðurkenna að það hallaði
eitthvað á ÍR-inga þessi dómgæsla
hér í dag. Eins og rauða spjaldið
hjá Hafsteini, þetta var ekki óvilja-
verk og hann gæti fengið tveggja
leikja bann sem væri bara tómt
bull. Það er alltaf leiðinlegt þegar
svona kemur fyrir.“ ■
> se.vWa
Meistari Alonso
Spánverjinn Fernando Alonso varð í
gær yngsti heimsmeistari í Formúlu
1 kappakstrinum þegar hann lyfti
titlinum í Brasilíu. Alonso er 24 ára
gamall og ekur fýrir Renault en hann
endaði í þriða sæti i keppninni sem
engu að síður var nóg til að tryggja
honum sjálfan heimsmeistaratitilinn.
Það var aftur á móti Juan Pablo
Montoya sem hrósaði sigri í keppninni
en liðsfélagi hans hjá McLaren, Kimi
Raikkonen varð annar. Ferill Alonso
í Formúlunni byrjaði árið 2001 þegar
smáliðið Minardi fékk hann til sín.
Hann náði engum stigum en þótti þó
sýna lipra takta undir stýri. Hann fór
til Renault sem reynsluökumaður árið
2002 og keppti hann því ekki í eitt ár
en öðlaðist í staðinn dýrmæta reynslu
áður en hann varð ökumaður liðsins
árið 2003. Ferill hans þar byrjaði vel,
hann komst oft á verðlaunapall og
vann meðal annars eftirminnilegan
sigur í Ungveijalandi. Árið 2004 olh
þó vonbrigðum. Jarno Trulh Uðsfélagi
hans skákaði honum hvað eftir annað
á fyrri helmingi tímabUsins en tók sig
svo á án þess þó að vinna mót. Hjóhn
fóru svo virkilega sð snúast á þessu ári.
Renault hefúr áreiðanlegasta bUinn og
Alonso halar inn stigunum. McLaren
ökumennirnir sóttu fast að Alonso en
hann nýtti sér ítrekuð mistök þeirra og
vann hverja keppnina á fætur annarri
og er einstaklega vel að tithnum
kominn. ■
AÐ LEIKSLOKUM
í KVÖLD KL. 21.00
4 (,
Knattspyrnusérfræðingarnir Willum og Gummi Torfa fara yfir mestu tilþrifin
ásamt mistökunum sem áttu sér stað í leikjum helgarinnar.
TRYGGÐU PER ASKRIFT
(Sl'MA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS
EÐA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS.
Ensm %
B OL T I N