blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaöiö Hugbúnaðargeirinn Störf flutt úr landi Fyrirtæki semflytja út hugbúnað kveinka sér við sterkri stöðu krónunnar. Mörg íhuga að flytja forritun útfyrir landsteinana, meðal annars til Indlands. Sterk staða krónunnar kemur ekki aðeins illa við fyrirtæki í sjávarút- vegi. Forráðamenn fyrirtækja sem flytja út hugbúnað segja að staðan sé ákaflega erfið hjá þeim um þessar mundir. Langstærsti kostnaðarlið- ur hjá þessum fyrirtækjum liggur í launakostnaði, sem er greiddur til íslenskra starfsmanna í íslenskum krónum. Mörg fyrirtæki selja stærst- an hluta vöru sinnar, og í einhverj- um tilfellum alla sína vöru, úr landi. Tekjur eru því að stórum hluta, eða allar, í erlendum gjaldeyri. Raunverulegur vandi „Tekjur okkar eru 20 til 30% lægri en þær væru ella,“ segir Arna Harðar- dóttir, framkvæmdastjóri Calidris ehf.. „Við erum að tapa peningum í dag, en værum að hagnast ágætlega ef gengið væri eðlilegt,“ segir hún ennfremur. Ein leið fyrirtækja til að bregðast við slíkum vanda er að reyna að draga úr launakostnaði. Slíkt er ill- framkvæmanlegt hér á landi og því hafa fyrirtæki í auknum mæli farið að horfa til landa þar sem hægt er að fá vel menntaða einstaklinga í vinnu fyrir lág laun. Dæmi um slíkt land er Indland. „Það hafa ýmsir verið að skoða þann möguleika að skipta við verk- taka á Indlandi. Þar er gott framboð af vel menntuðu fólki sem vinnur fyrir laun sem myndu teljast lúsar- laun hér á landi, en eru verulega góð laun þar í landi,” segir Friðrik Skúla- son um málið. Arna tekur undir þessa skoðun Friðriks. „Erlend fyrirtæki eru farin að senda sölumenn hingað. Ég veit að fulltrúi frá virtu erlendu fyrirtæki kom hingað á dögunum, en hann var að kynna þjónustu hjá hugbún- aðarfyrirtæki sem er með aðsetur á Myndatexti: íslensk fyrirtæki íhuga nú í auknum mæii þann kost að láta erlenda tölvunarfræðinga búa til forrit sín. Sterk staða krónunn- ar hefur þar mikið að segja. Indlandi. Sá aðili náði samningum við tvö íslensk fyrirtæki um þjón- ustu,” segir Arna. með betrallofti Verð aðeins ^*kr. 29.90 var kr. 39.900 út þesscPviku FRI HEIMSENDING um allt landákaupbæti ECC Skúlagötu 63 Sími 5111001 Opið 10-18 www.ecc.is Tugirstarfa Að sögn þeirra sem til þekkja er ekkert stórmál að flytja hugbúnaðar- gerð úr landi. Það sem breytist er að í staðinn fyrir að einstaklingur sitji við skrifboð á Islandi og forritar þar, situr einstaklingur við sömu vinnu t.d. á Indlandi. Stjórnun og utanum- hald fer engu að síður fram hér á landi. Þeir aðilar sem Blaðið ræddi við vegna málsins segja að lítið hafi verið um uppsagnir starfsmanna vegna þessa. Þess í stað skoða fyrir- tæki í auknum mæli áðurnefndan kost þegar ný fyrirtæki bætast við hjá þeim. Vandinn er þó ekki stór ennþá - líklega hafa einhverjir tug- ir starfa tapast vegna þessa. Ef ekki verður breyting á stöðu íslensku krónunnar á næstu misserum gæti staðan hins vegar breyst og vandinn orðið mun alvarlegri. ■ Kárahnjúkar: Fyrsta rörið híft niður í fallgöngin Vinna við að stálfóðra fallgöngin í Valþj ó fsstað afj all i er að kom- ast á skrið á ný. Verkið tafðist nokkuð þegar SUppstöðin, sem tekið hafði verkið að sér, varð gjaldþrota. Þýska fyrirtækið DSB Stahlbau sem SUppstöðin var undirverktaki hjá, tók verkið að sér og töluverður tími hefur farið í að safna saman mann- skap og tækjum til að hefja störf á ný.„Þýski aðalverktak- inn yfirtók pólska starfsmenn og bætti eigin mönnum við og verkið er komið á skrið á ný,“ segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúka- virkjunar í samtaU við Blaðið í gær. „Þó er ekki alveg búið að leysa tækjamálin að öUu leyti. Þetta tafðist auðvitað nokkuð og það tekur tíma að ná fuUum dampi aftur.“ Sigurður segist aUs óhræddur við það að tafir þessar komi til með að seinka virkjuninni. „Við höfum aUt næsta ár til að vinna þetta upp en þetta þarf að komast á góða ferð aftur enda um vandasamt verk að ræða.“ FaUgöngin eru einir 420 metrar að lengd, hvort um sig.„Fyrst eru settar beygjur neðst og þær steyptar fastar. Svo er röraeiningunum slakað niður lóðrétt göngin og steypt með hverri einingu. Fyrsta rörið er á leiðinni niður í dag. Það vegur rúm 40 tonn, er níu metra hátt og sex sentimetrar á þykkt. Menn munu tU að byrja með setja eitt stykki niður á viku. Síðan mun meiri hraði færast í verkið eftir þvi sem ofar dregur.“ Baugsmálið: Efast um hæfi dómsmálaráðherra Verjendur sakborninga i þeim hluta Baugsmálsins, sem ekki var vísað frá dómi, kröfðust þess í fyrirtöku málsins í gærmorgun að héraðsdóm- ur úrskurðaði um hæfi dómsmála- ráðherra til þess að skipa sérstakan ríkissaksóknara, Sigurð T. Magnús- son í málinu. Þá greindu þeir frá því að þeir hefðu óskað skýringa á því hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki sætt ákæru í málinu, en ljóst væri að hann væri viðriðinn hluta þeirra ákæruliða, sem fyrir lægju. Hæstiréttur vísaði í síðasta mán- uði 32 ákæruliðum af 40 í Baugs- málinu frá dómi. í gær hófst hins vegar þinghald til þess að taka fyrir þá 8 ákæruliði, sem eftir stóðu, og ákveða hvenær aðalmeðferð yrði í málinu. Umræddir ákæruliðir snúa fyrst og fremst að meintum brotum á tollalögum við bílainnflutning og bókhaldsbrot. Jón Gerald átti, sam- kvæmt framlögðum gögnum, hlut að máli hvað bílainnflutninginn áhrærði. Eftir að hæstiréttur vísaði megn- inu af ákærunni frá ákvað Bogi Nils- son, ríkissaksóknari, að hann og aðrir starfsmenn embættisins væru vanhæf til að fjalla um málið vegna vensla hans við samstarfsmenn sumra sakborninga og í framhald- inu skipaði Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, Sigurð Tómas Magn- ússon, sérstakan ríkissaksóknara í málinu. Dómari spurði Jón H.B. Snorra- son, saksóknara efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra, að því í gær hver færi með vald ríkissaksóknara í ákæruliðunum átta, en ríkissak- sóknari hefur nokkurs konar eftir- lit með saksókn og heimild til inn- gripa ef ástæða þykir til. Verjendur telja álitamál hvort Bogi Nilsson hafi sagt sig frá ákæruliðunum átta að því leyti, en Jón H. B. Snorrason segir ríkissaksóknara í málinu vera Sigurð Tómas Magnússon. Frestur til að reifa nánar þessa kröfu svo og kröfu ríkislögreglu- stjóra um að ljúka matsgerð í mál- inu er til 16. nóvember og verður þá annað þinghald. Þá verður leyst úr ágreiningi um heimildir Sigurðar T. Jóhannssonar til afskipta af málinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.