blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 blaöiö
28 I
Skapandi
stíll og
krassandi
Sólskinshestur er ný skáldsaga
eftir Steinunni Sigurðardóttur
sem kemur út nú á miðvikudag.
Fyrstu spurningunni sem beint
er til Steinunnar er hversu lengi
hún hafi verið að vinna bókina og
hvert sé höfuðviðfangsefnið?
„Ræturnar eru að
minnsta kosti sjö ára
langar," segir Steinunn.
,Fyrstu árin hafði ég
önnur verk við hliðina á
Sólskinshesti, en það er
mín venja að öðru jöfnu.
Þá var ég að safna efni
í bókina og rannsaka
söguhetjuna og hennar
aðstæður í foreldrahús-
inu á Sjafnargötu. Hvaða
áhrif það hefði að eiga
foreldra eins og hún átti,
þessi stórbrotnu lækn-
ishjón sem voru annað
að hugsa en um börnin
sín. Ég þurfti einnig að
finna út hvernig þessi ............
uppvöxtur tengdist
unglingsástinni hennar,
sem hún gleymdi aldrei,
og svo fullorðinslífinu
- hvernig saga manneskjunnar verð-
ur til. Síðan tók við mikil byggingar-
vinna því skáldsagan er flókin í sam-
setningu, fyrir höfundinn, en ekki
fyrir lesandann, að ég held, og mikil
textavinna. Undanfarin tvö ár hef ég
gert sem allra minnst annað en að
vinna í Sólskinshesti og síðustu mán-
uðina hef ég verið innilokuð í helli
mínum, eins og ég kalla, því hérna
fyrir sunnan þar sem ég bý eru sum-
arhitar svo brennandi að það dugar
ekki annað en að hafa hlera fyrir
gluggum, með tilheyrandi myrkri
um miðjan dag.
Það hittir beint í mark að spyrja
um viðfangsefnið mitt, því það er
leyndarmál. Ég segi það ekki til að
gera mig merkilega, því ég áttaði
mig ekki á því sjálf fyrr en ég var
komin langt inn í bók, að það er
hægt að þjappa viðfangsefninu sam-
an í eitt orð. En mér finnst að ég
mundi skemma fyrir bókinni og les-
andanum ef ég varpaði því orði fram,
því höfundurinn má ekki mata les-
andann á sinni skoðun. Lesandinn
á að finna þetta orð sjálfur, fyrir sig.
Hins vegar getur höfundurinn tekið
JJ ..............
„Ástin erlykil-
atriði. Hún og
skorturinn á
henni er lykillinn
að okkur, hver
sem við erum
-það eríást og
ástleysi sem við
afhjúpum okkur,
og þaðávið um
allartegundiraf
ást og ástleysi."
þátt í því að opna bókina sína fyrir
lesandanum og það vil ég gjarnan
gera, eins og í þessu viðtali.
Með það fyrir augum að opna bók-
ina sem varla nokkur hefur lesið enn-
þá nema ég, prófarkalesarinn og guð
almáttugur, því hún kemur ekki út
formlega fyrr en núna
á miðvikudag, 16. nóv-
.......... ember, þá gæti ég sagt
að ég hefði reynt að ná
utan um allt líf einnar
manneskju, þótt ég
velji mjög grimmt
hverju ég segi frá og í
hvaða formi.“
Öðruvísi söguhetja
Hvernigpersóna er
aðalsöguhetjan?
„Söguhetjan er kona
sem mundi lýsa sjálfri
sér sem venjulegri en
ég er ekki viss um að
hún sé það. Meðal ann-
ars að því leyti er hún
.......... gjörólík öðrum sögu-
hetjum hjá mér, eins
og Öldu í Tímaþjóf-
inum. Svo mikið er
víst að aðstæður henn-
ar eru ekki venjulegar þegar hún er
barn. Þýsk vinnukona elur hana upp
og litla bróður hennar í stóra húsinu
á Sjafnargötu, þangað til hún er rétt
sjö ára. Systkinin verða á vissan hátt
munaðarlaus þegar vinnukonan fer,
því foreldrarnir verða ekki mikið
vör við að þau eigi börn.
Ég reyni að nálgast barnæskuna
á sem allra einfaldastan og einlæg-
astan hátt og tengja hana við líf
manneskjunnar sem á eftir fer, þörf-
ina fyrir ást sem ekki fékkst hjá for-
eldrunum. Skáldsagan mín er líka
um það hvað manneskjan er tilbú-
in til þess að halda lengi og langt í
unglingsást - ogþetta er unglingsást
eins og þær gátu hugsast í Reykjavík
ekki langt frá árinu 1968. Ég velti
því mikið fyrir mér meðan ég var að
skrifa bókina hvort svona unglings-
ást gæti enn verið til, árið 2005. Há-
tíðlegt og kurteist samband, mjög
sterkt líka og saklaust, með borgina
sem umgjörð. Ég er að ímynda mér
að ég hafi búið til mína útgáfu af
Reykjavík sem er kannski ekki til
nema í þessari tilteknu sögu.
Eitt af því sem er milli línanna í
Sólskinhesti, er sagan á bak við um
sögu manneskjunnar, hvernig mann-
eskjan er á vissan hátt á valdi þess-
arar sögu - og svo spurningin, hvað
verður um söguna. Hvert fer sagan?
Er einhver viðtakandi? Gefst mann-
eskjunni tóm til að segja sögu sína
þeim sem kemur hún mest við?“
Stefni að nákvæmni
Nú ertþú afargóður stílisti.
Hversu miklu máli skiptirfyrir
þig að skrifa góðan stíl og hefurðu
ákveðnar hugmyndir um það hvað
er góður stíll?
„Um stílinn má næstum því segja
að hann sé allt. Hann er í rauninni
persónuleiki höfundar, röddin, það
sem lesandinn heyrir þegar hann
les. En góður stíll er ekki allur þar
sem hann er séður. Það er skilgrein-
ingaratriði og smekksatriði hvað
góður stíll er. Er það klassískur stíll?
Skapandi stíll? Hljómfagur stíll?
íslenskur stíll, slettulaus, með setn-
ingaskipan upp úr Islendingasög-
um?
Ég mundi lenda í erfiðleikum ef
ég ætti að segja þér hvernig stíl mig
langar að skrifa. í Sólskinshesti eru
fleiri en ein stíltegund. Bernsku-
stíllinn er á yfirborði einfaldur og
ég vona að hann sé undirfurðulega
fyndinn, sem er ekki endilega sú teg-
und af húmor sem ég hef beitt mest
hingað til. Sumir kaflarnir eru nokk-
urs konar ritgerðir, unglingsástin er
heiðskír, og svo harður og knappur
stíll þegar manneskjan mætir örlög-
um sínum.
Almennt gæti ég þó sagt að ég held
upp á skapandi stíl og krassandi,
með góðum hljóm. En nákvæmni
er alltaf lykilatriði, þótt það líti
ekki endilega svo út á yfirborðinu.
Ég reyni eins og ég get að stefna að
þessari nákvæmni, hvað sem það
kostar.“
Afhverju velurðu svo oft að skrifa
um ástina?
„Ástin er lykilatriði. Hún og skort-
urinn á henni er lykillinn að okkur,
hver sem við erum - það er í ást og
ástleysi sem við afhjúpum okkur, og
það á við um allar tegundir af ást og
ástleysi. Þar fyrir utan finnst mér
gaman að skrifa um ást, það yljar
mér, hvort sem ástin er heit eða köld,
eða hvort tveggja. í einhverjum af
skáldsögunum mínum hef ég skrif-
að beint um ástartengt efni, sex,
sem er sérstakt vandaverk, en þetta
er mikilvægur málaflokkur, og því
ekki að fórna sér fyrir gott málefni.“
kolbrun@vbl.is
Innréttingamar eru sérsmíðaðar eftir þínum óskum.
Þú ákveður viðartegund, höldur og innviði.
Við teiknum, smíðum og setjum þær upp.
Aðeins hágæða efni á verði sem hentar öllum.
Innréttingaþjónusta Bjarnarins ehf.-Armúla 20-Sími 562 5000-Fax 562 5045-bjorninn@bjorninn.is-www.bjorninn.is