blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 12
12 I WEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 blaöiö Mikilvœgast að leggja til hliðar Ingólfur H. Ing- ólfsson félags- fræðingur er einn þeirra sem heldur nám- skeiðið Fjármál heimilanna og segir hann að námskeiðin gangi ekki út á að banna fólki heldur að leið- beina því um hvernig eigi að haga málum sínum. .Fyrstu námskeiðin voru í desember 2002,“ segir Ingólfur og bætir við að alltaf sé góð þátttaka á námskeið- unum. Námskeiðin eru haldin einu sinni í fjóra tíma í senn. „Þar að auki eru námskeiðin seld til fyrirtækja og stéttarfélaga," segir Ingólfur. Hann segir helstu skissuna sem fólk gerir sé að spara ekki neitt. „Þetta er dá- lítið merkilegt vegna þess að sparn- aður er eina leiðin til að koma í veg fyrir að fólk hlaði upp neysluskuld- um,“ segir Ingólfur og bætir við að þetta sé einnig eini útgjaldaliðurinn sem getur búið til meiri peninga. Hann segir marga misskilja hug- takið sparnað og haldi að þeir sjái ekki aftur peninga sem fara inn á bók. „Það má skipta tekjum fólks í þrjá flokka: Fjárfestingar, neyslu og sparnað,“ segir Ingólfur. Hann segir sparnaðarliðinn mjög mikilvægan til að eiga fyrir óvæntum útgjöldum. ,Ef þvottavélin bilar þurfum við ekki að hækka yfirdátt ef peningar eru til á sparnaðarreikningi," segir Ingólf- ur og bætir við að ennfremur megi nota sparnað til að fjármagna sum- arfríið, jólin eða annað sem til fellur. Ingólfur segir það algengt að þeir sem byrji á því að slá lán lendi í því að enda með háa greiðslubyrði og þurfi jafnvel að fresta sumarfríinu vegna erfiðra fjármála. fslendingar sýna ekki óvenju- legt neyslumynstur Ingólfur segir íslendinga almennt ekki eyða of miklu en þeir séu dálítið fljótir að gleyma því sem þeir kaupa. „Þegar visa reikningurinn kemur er fólk búið að gleyma í hvað pening- arnir fóru,“ segir Ingólfur. Hann segir vandann mjög svipaðann hjá fólki óháð tekjum. „Fólk virðist eiga svipað eftir til ráðstöfunar óháð tekj- um því þeir sem þéna meira eru með hærri greiðslubyrði og því er frjáls ráðstöfun svipuð hjá öllum launa- hópum,“ segir Ingólfur. Hann segir mikilvægt að kenna fólki að stýra út- gjöldum og að greiða niður lán eins fljótt og hægt er. „Þá kenni ég fólki að spara óháð því hvaða tekjur það er með,“ segir Ingólfur. Hann segir mjög gott ráð að fólk taki ákveðinn hluta ráðstöfunartekna, t.d. io%, og leggi til hliðar. „Þá þarf að ráðleggja fólki hvernig þessum io% skuli var- ið,“ segir Ingólfur. Hann segir suma geyma peningana í fjárfestingarsjóð- um en þá sé hætta á að sparnaður- inn rýrni því sjóðirnir gangi upp og niður. „Ég mæli með lífeyrissparn- aði þar sem fólk fær mótframlag frá launagreiðanda,“ segir Ingólfur. Hann segir einnig að fólk geti notað Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur þessi 10% sem það leggur fyrir mán- aðarlega til að koma til móts við út- gjöld eins og sumarfrí. Ingólfur segir misjafnt í hvernig málum fólk sé þegar það komi í ráð- gjöf til sín en hefur ekki lent í svo erfiðum málum að ekki sé hægt að vinna sig út úr því. „Það skemmti- lega er að þeir sem komu á námskeið- ið árið 2002 eru nú að koma aftur til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að verja sparnaðinum sem það er búið að koma sér upp,“ segir Ingólf- ur. Hann segir þá sem koma á nám- skeiðin vera í meirihluta fólk sem er á miðjum aldri og vill fara að sjá fyrir endann á skuldsetningu eftir íbúða- og bílakaup. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is 76 verðbreytinffar á árinu Eftir að hafa setið eilítið eftir í síðustu úttekt okkar þá fylgdi Atl- ants-olía verðbreytingum síðustu daga samviskusamlega og eru aftur komnir nálægt lægsta verði. Lægst er verðið, líkt og vanalega, hjá Ork- unni sem lækkar sig um tæpa krónu milli vikna og er verðið á litranum komið niður í 105,60 krónur hjá þeim. Þeir sem eru með bensínfrelsi Orkunnar fá síðan þriggja króna afslátt aukalega og því er lægsta fáanlega bensínverðið á höfuðborg- arsvæðinu 102,6 krónur fyrir frelsi- skorthafa. Hæsta verð er á völdum stöðvum stóru olíufyrirtækjanna þriggja: ESSO, Skeljungs og Olís, þar sem líterinn af bensíni kostar í sjálfsafgreiðslu 107,20 krónur. Sam- kvæmt upplýsingum frá ESSO þá eru verðlækkanir þann 11. nóvemb- er 76. verðbrey tingarnar á viðmiðun- arverði sem orðið hafa á árinu. era ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns Bústaðarvegur 106,90 kr. VOLVOS40 VOLVOV50 VOLVO S60 VOLVO V70 VOLVO S80 VOLVO XC70 AWD VOLVO XC90 AWD VELDU VOLVO V50 FYRIR NOTAGILDID Volvo V50 er stærðfræðileg snilld, sportlegur og fullur af lífsorku. Hann er sparneytinn og slær keppinautum sínum við fyrir glæsileika, aksturseiginleika og tæknibúnað. Áratuga umhyggja Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar og þörfum hennar kristallast í Volvo V50. Áhersla á markvissa hönnun skutblla setur Volvo V50 á stall hjá fjölskyldufólki sem leitar að réttu samræmi rýmis og hleðslu, þar sem rétt þyngdardreifing skerðir ekki aksturseiginleika skutbílsins. Veldu sér- hannaðan herragarðsbíl frá Volvo: Volvo V50. Þú finnur notagildið sem hann færir þér og þínum í leik og starfi. Mikill staðalbúnaður einkennir Voivo Þú færð mikinn staðalbúnað I Volvo V50: WHIPS bak- hnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvarnarkerfi, stöðugleikasfyr- ingu og spólvörn, ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloftpúða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upphituð sæti, 16“ álfelgur og margt fleira. Þú velur um skemmtilegar vélar í Volvo V50. Hinar geysi- öflugu 170 og 220 hestafla vélar mörkuðu tímamót I bíl- greininni fyrir nýstárlega hönnun og tæknibúnað. Nú færðu Volvo V50 með óvenjusprækri 125 hestafla 1,8 lítra vél og enn meiri búnaði en áður. Komdu I Brimborg. Heimsbíll ársins í fyrsta sinn í sögunni Volvo V50 var tilnefndur sem „Heimsbíl ársins 2005“ og bætist tilnefningin við flóru viðurkenninga Volvo V50 og Volvo S40 en Volvo S40 er m.a. bíll ársins á íslandi. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo! Komdu í Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á íslandi um verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð fyrir gamla bílinn. Finndu fegurðina sem býrígæðum einfaldleikans. Skoðaðu nýtt stjórnborðið sem ekki átti að vera hægt að framleiða. WORLD CAK CJI THE YEAR AWARDS Volvo V50 bensin. Veró frá 2.545.000 kr.* Volvo V50 dísil. Veró frá 2.845.000 kr.* * Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.