blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 16
16 i HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ hugrm.sigurjonsdottir@vbl.is Einkenni og úrrœði við veíjagigt Vefjagigt er sjúkdómsástand sem leggst á bandvef líkamans. Sjúk- dómurinn lýsir sér í langvarandi verkjum sem gjarnan eru verstir í vöðvafestum, stirðleika í vöðvum og almennri þreytu. Hverjirfá vefjagigt Vefjagigt er algengari hjá konum en körlum og er hlutfallið um það bil ío konur á móti hverjum einum karlmanni sem fær einkenni vefja- gigtar. Flestir þeir sem greinast með sjúkdóminn eru á aldrinum 20-60 ára, með hæsta tíðni milli 30 og 40 ára. En þó sjúklingar séu flestir um miðjan aldur þá er sjúkdómurinn einnig þekktur hjá öldruðum og börnum og virðist tíðnin vera að aukast í þessum aldurshópum. Einkenni Vefjagigt má einna helst líkja við slæma flensu. Óumræðanleg vöðva- þreyta, vöðvaverkir, vöðvastirð- leiki, verkir í liðum, mikil almenn þreyta, dofi, stingir, órólegur ristill, pirringur í fótum, bjúgur, augn- og munnþurrkur, höfuðverkur og lítill svefn er það sem vefjagigtarsjúk- lingar búa við. Sjúkdómseinkenn- um svipar oft til einkenna iktsýki (rheumatoid arthritis) og er þessum sjúkdómum stundum ruglað saman í upphafi, en vefjagigt leggst hins vegar ekki á liði eins og iktsýki og fylgja því ekki aflaganir á liðum. Einnig hefur gætt ruglings við sjúkdóminn síþreytu (chronic fat- igue syndrome), en einkenni þessa sjúkdóma eru um margt svipuð þó síþreytueinkenni séu oft mun sterkari og þreyta meira áberandi en verkir og hefur því oftast enn meiri áhrif á daglegt líf sjúklingsins. Auk þessa má nefna að margir vefja- gigtarsjúklingar eiga erfitt með tal. Það lýsir sér þannig að þeir muna ekki orðið sem þeir ætla að segja. Þó það sé til staðar í höfðinu og viðkomandi sér það fyrir sér, getur hann bara ekki sagt það. Eins er al- gengt að segja röng orð t.d. rauður í staðinn fyrir blár, hvítur í staðinn fyrir svartur eða ruglast á nöfnum t.d. barna sinna og vina og segja Jón í stað Pálína og öfugt. Fjarlægðar- skyn margra vefjagigtarsjúklinga brenglast og því eiga margir erfitt með að aka bíl. Eymsla- og verkjapunktar: • aftan á hnakka rétt neðan við hár- línu beggja megin • framan á hálsi fyrir ofan viðbein beggja vegna • á bringunni milli brjóstanna beggja vegna • aftan á baki á mótum axlar og háls beggja vegna miðlínu • á milli herðablaða sitthvoru meg- in við hryggsúlu • miðlægt á olnboga á báðum hand- leggjum • sitthvoru megin við hryggsúlu neðan mittis • hliðlægt á mjöðmum beggja vegna • miðlægt hnéskeljum á báðum hnjám Hvað er til ráða? Það er ekki hægt að lækna vefja- gigtarsjúkling með einni pillu eða sprautu - því miður. Reynslan hef- ur sýnt að sá sem er með vefjagigt og vill lifa sómasamlegu lífi þarf að breyta lífi sínu algerlega og huga að öllum smáatriðum. Hann þarf að byrja á því að horfast í augu við þennan sjúkdóm, taka ákvörðun um að nýta sér hann til góðs og taka síðan til við að breyta. Margrét Leopoldsdóttir er læknir að mennt og greindist með liðagigt (iktsýki) fyrir átta árum. Margrét fann fyrir fyrstu einkennunum þeg- ar hún var um þrítugt. „Einkennin komu hægt og bítandi. Ég áttaði mig fyrst á því að eitthvað var að þegar ég gat ekki klappað saman höndum í leikhúsi þannig að kæmi hljóð vegna sársauka," segir Margrét og bætir við að þetta hafi orðið til þess að hún fór til læknis. Á þessum tíma stundaði Margrét nám í Listaháskól- anum ásamt því að starfa sem læknir á St. Jósefsspítala. „Ég var hætt í jóga áður en ég greindist en gerði mér enga grein fyrir að ég væri að veik,“ segir Margrét. Hún segir sjúkdómin arfgengan en systir hennar er líka með iktsýki. „Þótt ég hafði fundið fyrir einkennum tengdi ég þau ekki við liðagigt," segir Margrét og bætir við að einkennin sem hún fann fyrir var nætursviti, morgunstirðleiki og doði í höndum og fótum. Margrét segir handardoðann verða til þess að hún virkar klaufsk, missir hluti og á erfitt með að taka upp smápen- inga, skrúfa tappa af flöskum og annað sem krefst fínhreyfinga. Margrét notar nú tveimur númer- um stærri skó vegna þess að fætur hennar eru bólgnir og hafa gliðnað. „Ég kemst ekki í flatbotna spariskó, hvað þá hælaskó," segir Margrét og bætir við að hún reyni að finna skó sem ekki þarf að reima því það reynir of mikið á hendurnar. Þar sem hendurnar eru bólgnar getur Margrét ekki notað hringa sem hún notaði áður. Eitt af einkennum liðagigtar er stöðug hitavella og segir Margrét að hún sé daglega með frá átta komm- um og upp í 38 stiga hita. Margrét er alltaf á lyfjum sem halda einkennum gigtarinnar í skefjum og hefur próf- að ýmis lyf tengd sjúkdómnum. „Þau lyf sem eru í boði halda sjúkdóms- einkennum niðri en lækna ekki gigt- ina,“ segir Margrét, en bætir við að lyfin komi í veg fyrir skemmdir og að liðirnir verði kræklóttir. Það lyf sem er það nýjasta í dag gerir það að verkum að Margrét er nokkuð góð í fjórar vikur. Þetta lyf tekur hún á spítala og þarf að vera þar heilan dag þegar hún tekur það. „Þetta er sérhæft lyf sem grípur inn í ónæmis- kerfið,“ segir Margrét. Um það leyti sem Margrét greind- ist með gigtina hafði hún mörg járn í eldinum. Hún var að klára Lista- háskólann og starfaði sem læknir. Hún viðurkennir að hafa lagt of mikið á sig og að einn daginn hafi hún vaknað við það að hún gat ekki klætt sig. „Það er ekki ólíklegt að ég hefði getað unnið lengur ef ég hefði farið betur með mig,“ segir Margrét og bætir við að hún hafi fengið leyfi til að minnka verklegt nám í Lista- háskólanum en það var orðið henni mjög erfitt þegar þetta var. Þrátt fyrir þetta útskrifaðist Margrét úr textíldeild skólans. Margrét segir að allt hennar líf hafi breyst eftir að hún greindist með gigtina. Hún hefur ekki unnið úti í mörg ár en vinnur að verkefnum tengdum listinni heima ásamt því að taka eitt og eitt barn í einkakennslu í stærðfræði og efnafræði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á andlega líðan Þar sem Margrét er með bakgrunn sem læknir hefur hún kynnt sér gigtarsjúkdóma bæði í gegnum námið og eins eftir að hún greindist. „Það eru til 200 gigtarsjúkdómar en algengastir þeirra eru liðagigt og vefjagigt," segir Margrét. Hún segir að öll lyf við iktsýki gangi út á að bæla ónæmissvara vegna þess að lík- aminn ráðist á liðhimnu eins og hún sé aðskotahlutur. Margrét er formaður áhugahóps um iktsýki og þar er opið hús einu sinni í mánuði. Hún segir mikið áfall að greinast með liðagigt og að það breyti öllu lífinu. „Það tók mig langan tíma að vinna mig út úr því sorgarferli sem það er að greinast með gigt,“ segir Margrét og bætir við að hún fari reglulega í viðtöl til geðlæknis sem hjálpi henni í ferlinu. „Að fá viðtöl hefur hjálpað mér mjög mikið en kerfið gerir ekki ráð fyrir að sjúkdómar hafi áhrif á and- lega líðan,“ segir Margrét. Hún segir það áfall að komast að því að maður sé ekki lengur gjaldgengur á vinnu- markaðnum og líka hversu miklar hömlur sjúkdómurinn setur á llfið í heild sinni. „Ég er nokkuð heppin með mína félagslegu stöðu en ég veit að sjúkdómurinn getur orðið til þess að fólk einangrist félagslega,“ segir Margrét. Hún segir sjúkdóm- inn hafa kennt sér að sjá lífið í öðru ljósi og að hún hafi lært að meta lífið upp á nýtt. „Ég er nokkuð sátt við að hafa verið þvinguð til þessarar sjálf- skoðunar en það er líka nauðsynlegt að fá faglega aðstoð við að vinna sig úr hlutunum,“ segir Margrét. Margrét segist fylgjast með nýj- ungum í gigtarmálum og segir mikil- vægt að stunda gott líferni og borða hollan mat. „Minnkuð hreyfigeta og lyf sem ég tek vegna gigtarinnar hafa gert það að verkum að ég hef þyngst um 40 kíló frá því ég greindist með gigtina,“ segir Margrét. Margrét segir að það vanti teymis- vinnu um málefni gigtarsjúklinga hér á landi og segir það t.d. taka 1-2 mánuði að fá tíma hjá gigtarlækni, jafnvel fyrir þá sem greinst hafa með gigt. Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunar- 1. Svefn Vefjagigtarsjúklingar þurfa að ná svefni. Það eru margar aðferðir til sem vefjagigtarsjúklingar og aðrir geta gert til að ná svefninum og þarf hver og einn að finna sína leið í því. Hægt er að leita til lækna, grasa- lækna, blómadropaþerapista, nudd- ara, nálastungulækna, stunda hreyf- ingu á kvöldin og stunda slökun eða fara í heit böð. 2. Hreyfing Sá sem er með vefjagigt þarf að hugsa vel um sjálfan sig og hlusta á líkamann - alltaf. Þegar verkir verða slæmir - verri en vanalega - þá þarf að slaka á eins og kostur er. Það er nauðsynlegt að stunda einhvers konar hreyfingu. Vanda- málið er að það er erfitt að hreyfa sig þegar maður er undirlagður af verkjum. Allt er þó betra en ekkert og bara það að fara út og ganga í tíu mínútur getur hjálpað. Aðilar sem stunda heildrænar lækningar geta hjálpað mikið. Grasalækningar, nála- stungur, svæðanudd, blómadropar, slökunarnudd og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð eru meðferð- arform sem henta og fólk ætti að nýta sér. 3. Breyttur hugsunar- háttur og jákvæðni Vefjagigtarsjúklingar þurfa að breytahugsunarhættinum og reyna að líta á lífið og tilveruna jákvæðum augum - það skiptir miklu máli. Það er fullkomlega eðlilegt að finna fyrir depurð eða reiði vegna þessa ástands. Það er óþolandi að geta ekki verið þátttakandi í lífinu og finna til vanmáttar. Þeir sem eru með vefjagigt geta þó þakkað fyrir að vera með sjúkdóm sem þeir geta sjálfir gert eitthvað í þó það sé erfitt og kosti mikla vinnu. Það eru sjúk- dómar til sem enginn getur gert neitt í - það er erfitt. 4. Mataræði Breytt mataræði hefur sýnt sig að get- ur haft mikil áhrif. Það að elda allan mat frá grunni, taka út MSG og önn- ur óþörf aukaefni getur hjálpwað í baráttunni við vefjagigtina. Að lokum Að greinast með vefjagigt þýðir að framundan er mikil vinna. Að vinna með sjálfan sig bæði líkam- lega og andlega getur verið skemmti- legt. Það er nauðsynlegt fyrir þann sem greinist með vefjagigt að brey ta lífi sínu. Hollur matur, hreyfing, aukin útivera og slökun er allt af hinu góða. Hér hef ég fjallað lltillega um vefja- gigt en það má finna meira lesefni inni á www.doktor.is. Aukþess hafa verið gefnar út bækur um þetta efni, þar sem einstaklingar sem þekkja sjúkdóminn hafa skrifað út frá reynslu sinni. * 1 . .4 Opnunartími 'verslun RV: 9o3 r" fös^daga "a kl. 8:00 til 18:00 Laugardaga frá J<l- 10:00 til 14:00 ‘V' Fyrir fagmanninn - úrval af hnífum og hnífasettum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Að greinast með gigt breytir öllu lífinu

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.