blaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 2
2 I IWWLEWDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 blaAÍÖ
ísland varnarlaust?
Gengið hefur veriðfrá brotthvarfi sjóhersins frá Keflavík eigi síðar en 1. desember 2006.
Ekki hefur verið gengið frá samningi við flugherinn sem vonast hafði verið til að fyllti
skarðið.
Skatan nærri
uppseld
Árviss skötusala Lionsklúbbs
ísafjarðar hefur gengið vonum
framar að sögn Sveins Guðbjarts-
sonar Lionsmanns. „Salan hefur
gengið afskaplega vel og er alltaf að
aukast.“ Sveinn segir skötuna nærri
uppselda og reiknar með að það
sem eftir er fari í dag. „Við höfum
mikið verið að selja skötu norður á
land og til Reykjavíkur en ísfirðing-
arnir ganga þó að sjálfsögðu fyrir“,
segir Sveinn. Um er að ræða ekta
vestfirska skötu sem verkuð er af
kunnáttumönnum. „Þetta er vest-
firsk framleiðsla sem gengið hefur
í erfðir mann frá manni svo það
þarf ekkert að efast um gæðin. Við
pökkum skötunni snyrtilega inn
í öskjur og seljum hana tilbúna í
pottinn", segir Sveinn. Allur ágóði
sölunnar rennur til líknarmála.
Gengið hefur verið frá því innan
hersins að sjóherinn hætti reksti
varnarstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli á tímabilinu 1. júlí til 1. des-
ember á næsta ári samkvæmt heim-
ildum Blaðsins. Ekki hefur verið
gengið frá því að flugherinn taki
við birgðarstöðvum varnarliðsins.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi
varnarliðsins staðfestir að æðstu
stjórnvöld bandaríska hersins hafi
ekki samþykkt, enn sem komið
er, að flugherinn taki yfir rekstri
birgðastöðvanna en neitar því að sjó-
herinn hafi gengið frá brotthvarfi
sínu. Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hefur lengi legið í loftinu
að slík breyting yrði gerð, en engar
upplýsingar hafa fengist um hvenær
fyrirhuguð skipti eiga sér stað.
Tíu yfirmenn reknir
Mikill samdráttur hefur verið hjá
varnarliðinu undanfarin ár. Um
tvöhundruð íslensk stöðugildi hafa
verið lögð niður á síðustu misserum
og fjölmörgum starfsmönnum
hefur verið sagt upp, fimm ís-
lenskum stjórnendum nú í des-
embermánuði til viðbótar við aðra
fimm stjórnendur sem fengu reisu-
passann í nóvember. Fyrir tveimur
árum hætti Varnarliðið að greiða
rútugjöld til starfsmanna sinna,
auk álags eða yfirvinnukaups fyrir
þann tíma sem starfsmenn af höfuð-
borgarsvæðinu eyddu í ferðir til og
frá vinnu. Varnarliðið var hinsvegar
skikkað til að draga þá ákvörðun
sína til baka og greiða starfsfólki
vangoldin laun samkvæmt dómi
Hæstaréttar. Samkvæmt heim-
ildum Blaðsins er ástæða uppsagna
íslensku stjórnendanna sú að með
þeim launakostnaði sem sparast
vill varnarliðið dekka kostnað-
inn sem fellur til vegna dómsins.
Eða eins og einn heimildarmaður
Blaðsins orðaði það; „Tíu íslenskir
starfsmenn eru reknir til að borga
fyrir dóminn gegn varnarliðinu“.
Friðþór segir uppsagnirnar hluta af
hagræðingaraðgerðum.
Aukinn samdráttur
En sparnaðurinn kemur víðar fram.
Þannig hefur stórlega verið dregið úr
öllu viðhaldi á svæðinu undanfarin
misseri. Þetta á við um fasteignir á
svæðinu en viðhald á flugbrautum
fellur einnig undir verksvið hersins.
Einni flugbraut var varanlega lokað
fyrir tveimur árum en Friðþór segir
að þrátt fyrir samdrátt í þjónustu og
sparnað á ýmsum sviðum sé hvergi
farið niður fyrir lágmarkskröfur og
öryggisstaðla. „Verkefnum hefur
fækkað en ekki hefur verið dregið úr
viðhaldi. Umsvif varnarliðsins hafa
minnkað og á undanförnum árum
hefur verið lokið við stór viðhalds-
verkefni," segir Friðþór. ■
Jólatréssalan hefur náð hámarki og hjá Krónunni eru jólatrén nánast uppseld. Bónus og Krónan eru með ódýr-
ustujólatrén í ár og hefurþetta lága verð dregið úr sölu hjá öðrum söluaðilum eins og t.d. jólatréssölu Landakosts
sem styrkir m.a. krabbameinssjúk börn með jólatréssölu.
Helmingsmunur á verði jólatrjáa
„Salan hefur gengið vel þrátt fyrir
að Verslunin Bónus sé farin að
selja tré á mun lægra verði við
hlið okkar við IKEA,“ segir Þórir
Þórisson framkvæmdastjóri jóla-
trésölu Landakots. „Við höfum
verið með með jólatréssölu
undanfarin 15 ár og hluti ágóðans
rennur til góðgerðarmála eins og
krabbameinssjúkra barna.
Jólatréssala Landakots selur norð-
mannsþin á 3.990 krónur miðað við
1.50-1.75 metra hátt tré. „Við seljum
2000 tré fyrir jól og náum alltaf að
klára þann fjölda. Trén okkar þykja
afar falleg og fólk fær að skoða þau
vel á meðan jólatréssala Bónus fer
fram í gámum og því ekki jafn að-
gengileg til skoðunar", segir Þórir.
Hann segir ergilegt að stórverslanir
eins og Bónus planti sér við hlið
sölustaða Landakots sem noti hluta
ágóðans til að styrkja góð málefni.
Sölustaðir jólatréssölu Landakots
eru fyrir framan Landakotskirkju, á
Smáratorgi og fyrir framan verslun
IKEA i Holtagörðum.
„Jólatrésverð hjá okkur er breyti-
legt og við kappkostum að vera alltaf
með lægsta verðið“, segir Matthías
Árnason verslunarstjóri í Bónus.
„Verð á norðmannsþin er 1.699 krónur
ef trén eru 1.00-150 metrar en verð á
150-230 metra trjám er 1.899 krónur.
Matthías segir jólatrjánum stillt upp
fyrir utan gámana svo auðvelt sé að
skoða þau. Hann segir söluna ganga
ágætlega og að nóg sé eftir af trjám.
Sölustaðir Bónus eru við verslunina
í Holtagörðum og í Skútuvogi.
Norðmannsþinurinn vinsælastur
Af öðrum sölustöðum jólatrjáa má
nefna Blómaval, Byko og Krónuna.
Hjá Blómaval fengust þær upplýs-
ingar að salan væri svipuð og í fyrra.
íslensk list er góS gjöf
Gallerí Fold • Kringlunni og RauSarárstíg-
Opið alla daga til jóla til kl. 22.00
Sjáumst í Galleríi Fold
Rau&arárstíg 14, sími 551 0400
Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is
„Við seljum mest af norðmannsþin
en hann er 85% af allri sölu hjá
okkur“, segir Bjarni Ásgeirsson
yfirmaður jólatréssölu í Blómaval.
Áfgangurinn af sölunni skiptist á
milli stafafuru og rauðgrenis sem er
íslensk framleiðsla. Norðmannsþin-
urinn er á 2.984 krónur, rauðgrenið
á 2.890 og stafafuran á 4.190 krónur.“
Bjarni segir söluna hafa verið í há-
marki um síðustu helgi og gerir
ráð fyrir að selja um 10 þúsund tré
fyrir jólin sem er svipað og í fyrra.
Utsölustaðir Blómavals eru í Skútu-
voginum og Grafarholti.
Salan hjá Krónunni hefur einnig
gengið vel og gerir Árni Þór Frey-
steinsson rekstrarstrjóri Krónunnar
ráð fyrir að seld verði 3000 tré fyrir
lessi jól sem er nokkur aukning frá
iví í fyrra. „Við erum með sama
verð á öllum stræðum trjáa og kostar
norðmannsþinurinn 1.990 krónur.
Krónan selur tré i Vesmanneyjum,
Selfossi og í Krónunni í Breiðholti,
Bíldshöfða, Skeifunni og í Hafnar-
firði.“ Árni segir mestu söluna fara
fram fyrir 20 desember.
Jón Örvar Vanderlinden aðstoð-
arverslunarstjóri i Byko Breidd-
inni segir verð á norðmannsþin af
stærðinni 1.50-1.75 metrar vera á
2.980 krónur en Byko selur einnig
íslenska furu sem kostar 3.990
krónur. Jólatrésala Byko er í timbur-
sölunni í Breiddinni.
Blalll/Steinar Hugl
Fjölmargir (slendingar velja lifandi jólatré, en mikill verðmunur er milli útsölustaða
o Heiðskirt 0 Léttskýjað Skýjað Alskýjað
Rlgnlng, litllsháttar // Rlgnlng 7 7 Súld 'j: Snjðkoma
' 7 4=
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
Parls
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
08
09
01
-13
01
01
-06
02
06
09
12
-07
-01
16
-02
06
-04
06
01
14
05
08
Slydda JJ Snjóél Skúr
*
á V
n° V
5
///
'//
/ //
Breytileg _2°
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
-T
*
'/A / // -4 O o /// A o morgun
5V 5° /// 5° 0
00 /// /// /// 3°
6° /// ///4« t