blaðið - 19.12.2005, Page 6
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 blaöiö
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
Jólaös í Kringlunni
Það var mikil ös í Kringlunni þegar Ijósmyndari Blaðsins mætti á svæðið enda fólk f óða önn að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn.
Sumir gefa sér þó tíma til að hugsa um þá sem minna mega sfn. Þetta fólk var að leggja pakka í styrktarsöfnun Mæðrastyrksnefndar en
þeim er síðan komið áfram tii þeirra er á þurfa að halda.
Útgáfa:
Krossgátan heldur velli
Hin sígilda krossgáta virðist ætla að
halda sjó þrátt fyrir hina miklu Su
Duko bylgju sem gengið hefur yfir
landið á þessu ári. Lítill eða enginn
samdráttur er í sölu krossgátublaða
og bæklinga.
Salan eykst
Vinsældir Su Duko talnaþrautar-
innar hafa verið vaxandi á þessu ári
og nú er svo komið að það heyrir
til undantekningar ef dagblað eða
tímarit býður lesendum sínum
ekki uppá slíka þraut. í mörgum
tilvikum hefur gamla krossgátan
fengið að víkja af síðum blaðanna
fyrir Su Duko. Ólafur Pálsson, útgef-
andi Krossgátubókarinnar, segir Su
Duko vera blaðra sem muni springa
fyrr eða seinna. Hann segir eðlilegt
að fólk vilji prófa eitthvað nýtt en
þetta hafi ekki haft áhrif á sölu og
að hann muni ekki setja Su Duko
þraut inn í Krossgátubókina. „Þetta
er bara allt öðruvísi dæmi og byggir
á allt öðru en krossgátan. Su Duko
er svona blaðra sem springur. Þetta
er 23. árið sem ég gef út Krossgátu-
bókina og salan hefur aukist jafnt og
þétt öll þessi ár. Ég er ekkert mikið
að auglýsa þetta en þegar fólk hefur
keypt einu sinni þá kaupir það yfir-
leitt aftur.“ Ólafur segist vita til þess
að einhver samdráttur hafi orðið
hjá öðrum útgáfuaðilum. „Ef það er
eitthvað þá hefur orðið samdráttur
hjá sumum. En ekki það að ég sé eitt-
hvað að blása það út. Ég held bara
mínu striki.“
Blaöil/Frikki
(slendingar hafa tekið Su Duko opnum örmum en vilja þó greinilega ennþá spreyta sig á
gömlu krossgátunni.
Nýr vefur Heilaheilla:
Tveir Islendingar fá heila-
blóöfall dag hvern
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra,
opnar í dag nýjan vef Heilaheilla, sam-
taka, sjúklinga, aðstandenda og fag-
aðila sem blása til sóknar gegn þeim
eru
25UG
5S1
7St>5
i7i\ 1 Ljósin í bænum
• * SUOURVCRI
Stigahlíð 45 • 105 Reykjavík
heilsufarsbresti sem heilablóðföll eru.
Katrín Júlíusdóttir, alþingiskona, er
einn af fjórum tengihðum verkefnis-
ins en samfara opnun upplýsingavefs
samtakanna verða gefin út svokölluð
fyrstadags kort. „Þessum kortum
verður dreift til allra þeirra sem fá
heilabióðfall en fjöldinn er mikill
því hann nemur um 600-700 einstak-
lingum á ári hverju. Fólki býðst svo að
hafa samband við okkur tengiiiðina
og fá upplýsingar um ýmis hagnýt at-
riði og stuðning", segir Katrín. Aðrir
tengiliðir eru Ragnar Axelsson, ljós-
myndari, Edda Þórarinsdóttir, leik-
kona, og Þórir Steingrímsson, rann-
sóknarlögreglumaður og leikari en
tengiliðirnir hafa allir þurft að takast
á við þessa heilsufarsvá. „Við viljum
með þessu freista þess að ná utan
um allan hópinn og stuðla að fræðsiu,
þekkingu og vitund um þennan heilsu-
farsbrest sem tekur til svona margra ís-
lendinga“, bætir Katrín við. Vefurinn
verður opnaður með viðhöfn á Nord-
ica hóteli klukkan tvö í dag. Veffangið
er www.heilaheill.is
Flíspeysur
<&Columbia
“ S[\orts\vearC. x >mpanv
UTILIF
SMÁRALIND S(MI 545 1550 O GLÆSIBÆ SlMI 545 1500 O KRINGLUNNI SlMI 545 1580
Landhelgisgœslan:
Þyrlu snúið við
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð út í gærmorgun til að ná í
slasaðan sjómann um borð í neta-
bátnum Tjaldi SH-270. Skipið var
statt norður af Horni þegar einn
skipverji féll í lestinni með þeim
afleiðingum að hann fékk slæmt
höfuðhögg. Áhöfnin óskaði eftir
aðstoð frá Landhelgisgæslunni en
þegar í ljós kom að meiðsli manns-
ins voru minni en óttast var í byrjun
var sú beiðni afturkölluð. Þyrlan var
þá komin til Isafjarðar en var snúið
við eftir að skipverjar afþökkuðu
hjálpina.
(jjöftíl/j&la/j frá/CjiAttúmÁðjiA/í9la/
a I SMARALIND