blaðið - 19.12.2005, Síða 14

blaðið - 19.12.2005, Síða 14
blaðid — Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. LANDBÚNAÐARKERFIÐ Undanfarin ár hefur frjálsræði aukist á nær öllum sviðum ís- lensks mannlífs. Ekki síst á það við á vettvangi atvinnu- og fjár- málalífs og það þarf ekki að koma á óvart að í kjölfarið hefur siglt mesti uppgangstími Islandssögunnar, sem enn sér ekki fyrir end- ann á. En það er ekki nóg að gert. Upplýst hefur verið að stóran hluta hás matvöruverðs megi rekja til inn- flutningshafta og verndar innlends landbúnaðar, þó vitaskuld séu ástæð- urnar fleiri og flóknari, eins og áður hefur verið rakið á þessum stað. En þeim mun einkennilegra er að hlýða á landbúnaðarráðherra vísa því á bug að eitthvað kunni að vera að. Auðvitað er eitthvað að, og það þarf að laga. Undanfarna áratugi hefur íslenskum neytendum verið sagt að landbúnaðarkerfið standi til bóta, en það þurfi langa aðlögun og það þurfi að mýkja lendinguna. Á þetta hafa flestir íslendingar fallist og verið tilbúnir til þess að bera verulegan kostnað af. En það verður ekki framhjá því litið að þrátt fyrir alla að- lögunina og alla styrkina er ekkert sem bendir til þess að leiðarendinn nálgist. Alls ekkert. Við það verður ekki unað öllu lengur. Af hverju eiga íslenskir neytendur að sætta sig við það að mega aðeins kaupa erlendan ost eftir duttlungum skriffinna í landbúnaðarráðu- neytinu og vina þeirra í Osta- og smjörsölunni? Auðvitað á það ekki að vera þannig. Ef íslenskar landbúnaðarafurðir eru jafnfrábærar og af er gumað hafa íslenskir bændur vitaskuld ekkert að óttast þó opnað verði fyrir innflutning búvöru. En neytendur verða að hafa eitthvað meira fyrir sér um það en orð bænda og landbúnaðarráðherra. Til þess þurfa þeir samanburð. Landbúnaðarkerfið þarf ekki meiri og lengri aðlögun. Sú leið hefur verið reynd til þrautar og árangurinn er enginn svo vitað sé. Nú er lag til þess að íslenskir bændur þreyti kapp við erlenda starfsbræður sína og neytendur fái að fella sinn dóm. Lausn landbúnaðarkerfisins felst í því að leysa það upp og bændur standi á eigin fótum, þannig að bestu bændurnir haldi áfram að þjóna neytendum, en búskussarnir snúi sér að einhverju öðru, þar sem hæfileikar þeirra fá sín betur notið. Landbún- aðarráðherra má sjálfur alveg taka það til sin. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Baejarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 5103700. Simbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Sjáið myndirnar á www.biiamarkadurinn.is -> 'BílaMUVtáauíunÍHM 46 S * " c «u;7 mnn 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 blaöið ■XjZNdIir Æði rennur á íhaldið en hvar er Geir? Stjórnmálin eru oft furðulegt fyr- irbæri. Síðustu mánuði höfum við horft á miklar og harðar árásir margra fjölmiðla og íhaldsins í land- inu á Samfylkinguna. Af hverju nú? Jú, ný forysta tók við flokknum í vor og þá var kominn tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Moggann að endurtaka leikinn frá 2000; Samfylk- inguna og hennar forystu skyldi tala niður og gera ótrúverðuga. Össur Skarphéðinsson fékk á sig fordæma- lausar árásir sem formaður flokksins á þeim tíma. Hann reyrði upp í háls og lét brimskaflana frá íhaldinu, til hægri og vinstri, ganga yfir sig. Ot kom hann sterkur og með flokk sem góður þriðjungur þjóðarinnar studdi. Sama er uppi nú. Ný forysta þarf að standa af sér veðrið og láta ekki hafa áhrif á störf og stefnu. Nú gilda stáltaugarnar. Innantóm gagnrýni Forysta Samfylkingarinnar hefur sætt mikilli gagnrýni sem ég tel óverð- skuldaða, innantóma og oft á tíðum í litlum tengslum við raunveruleikann. Þegar skipt var um forystu í Samfylk- ingunni síðastliðið vor rann gamla æðið á Sjálfstæðisflokkinn sem drifið er áfram af valdagræðgi og ótta. Öllu hefur verið tjaldað til að kasta rýrð á flokksforystu Samfylkingarinnar og settur af stað mikill hamagangur til að reyna að tala flokkinn niður og gera ótrúverðuga. Hver man ekki níð- ræðu Davíðs Oddssonar á landsfundi íhaldsins 2001? Upp úr honum rann rógur í hálftíma um Össur. Svo var hægt að fara að tala um pólitík. Sama á sér nú stað. Katrín Júliusdóttir Blaðran springur Á sama tíma og ryki er þyrlað í kringum Samfylkinguna er undarleg sú þögn sem ríkir í kringum Geir H. Haarde nýkjörinn formann Sjálfstæð- isflokksins. Hann hefur bókstaflega horfið af sjónarsviðinu eftir að hafa verið kjörinn formaður sjálfstæðis- manna í október. Ekkert hefur komið fram um það hverjar hans áherslur verði í formannsstóli né hefur hann sýnt neitt í verki sem gefur neinar vís- bendingar þar um. Á sama tíma hefur hans fólk hinsvegar hamast í forystu Samfylkingarinnar. Það er skrýtin byrjun hjá stjórnmálamanni sem vill vinna sér traust þjóðarinnar til fram- tíðar. Sú blaðra mun fljótt springa í andlitið á þeim félögum því enginn heldur lengi því fylgi sem byggist á því að tala andstæðinginn niður. Ósanngjarnt væri nú að segja að öll for- ysta Sjálfstæðisflokksins hefði horfið eft- ir kjör hennar í október. Þorgerður Katr- ín hefur nefnilega verið nokkuð áberandi fyrir að koma sér í afar erflð mál þar sem meira hefur verið um innihaldslitlar y fir- lýsingar en raunveruleg verk. Eftir haust- ið loga fleiri bál en nokkru sinni á svið- um mennta og menningar hér á landi. Samfylkingin sterk Samskonar óveður hefur nú verið búið til af Sjálfstæðisflokknum í kringum Ingibjörgu og gert var í kringum Össur eftir að Samfylk- ingin var stofnuð árið 2000 einsog áður sagði. Voru þær árásir á tíðum afar ósmekklegar og er alveg ljóst að Davíð og íhaldið óx ekki af þeim leið- angri sem rekin var áfram af ótta við Samfylkinguna. Eftir alla orrahríð- ina og djúpan öldudal í skoðanakönn- unum stóð forystan þá uppi sterkari en áður. Ég efast ekki um að ný for- ysta Samfylkingarinnar með Ingi- björgu Sólrúnu fremsta f flokki mun standa sterkari eftir þessa atlögu eins og Össur gerði á sínum tíma. Spjóta- lögin munu hitta þá fyrir sem stinga. Svo ósmekklega er að málum staðið og svo innantómt er hjalið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is „Niðurstöðurnýlegrarkönnunar bandarískamenntamálaráðuneyt- isinsumlestrarhæfniíenskubenda til að einn afhverjum Bandaríkja- mönnum geturekkilesið ensku." Fiítt A mblis 15.12.2005 Þessi athyglisverða frétt Moggans rennir stoðum undir fornar kenningar um að tveir af hverjum einum blaðamanni geti ekki skrifað heiia hugsun. Og fyrst klippari er að striða Mogga- mönnum, er honum Ijúft og skyit að geta þess að Morgunblaðið ergefiöútaf Árvakri, sem einnig á 50% hlut f Ár og degi, útgef- anda Blaðsins. Einsoggreintvar / i, ffá á þessum 1 . ' staðáfóstudag '' er talsverð óánægja meðal starfsmanna Nýju fféttastöðvarinnar (NFS) vegna lélegrar aðstöðu og mikils vinnuálags. Bns bölva margir þeirra samvistunum við DV og aðrir nefna stjómun og eignarhaldlð, sem þeim finnst óþægilegt. Af þeim sökum hafa margir hug á því að flytja sig um set yfir til RÚV, en þar á bæ er hins vegar ekki endalaust hægt að taka við. Á sama hátt hefúr NFS ffeistað til þess að ná til sfn fólki frá RÚV. Þannig mun Margrét Marteinsdóttir, fféttamaður á RÚV, hafa fengið glæsilegt tilboð um að koma yfir, sem fól í sér tvöfóldun á launum. Hún mun hafa hugsað sig vel um, en á endanum afþakkað gott boð. Segja menn að eitthvað hljóti að vera að hjá NFS fyrst fólk er tilbúið að vinna annars staðarfyrir 40-50% lægrilaun. P ■inirvorirá Vef-Þjóðviljanum (www.andriki. Vm is)eruekkiaðeinsvelskrifandi,heldurlíka If piýðilega læsir og koma oft auga á það, :m máli skiptirf íslenskri fféttaflatneskju: Téttablaöinu,systurblaðiDV,l kunnivarsagtfráþvíþegar tstjómrDVfengu á sig dóm fyrirað DVhefði farið ingtmeð ákveðin atriðiíuntfjöllun um Ástþór agnússon fynverandiforsetaframbjóðanda. Svo ieppilega vildi til að fréttin IFréttablaðinu snerist ddumþaða6DVhefðiveriðdæmt,þvíaðþess uekkigetiðífyrirsögnfréttarinnar.lfyrirsögn ■éttablaðsinssag6ihinsvegar„9oprósentskrifa Vstanda“ svonarétteinsogþaðséfféttnæmtað ærsturhlutíþesssemstenduridagblaðiséekki lannindi en fréttin séekkisúaðblaðiðhafi verið emtfyrirmeiðyrði. ÞaðereinsogFréttablaðlnu ykiþað stórsigurútgáfufélags blaðanna efDV æraðseglaréttfrdl9afhveijumiosetningum“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.