blaðið - 18.01.2006, Page 8

blaðið - 18.01.2006, Page 8
8 I ERLEIffDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 bla6ið Sjónvarp dregur úr kynlífslöngun Italskur kynlífsfræðingur hefur komist að því að pör sem eru með sjónvarpstæki í svefnherberginu stunda helmingi sjaldnar kynlíf en pör sem sofa í sjónvarpslausum svefnherbergjum. „Ef það er ekkert sjónvarp í svefnherberginu tvöfald- ast samfaratíðnin," segir Serenella Salomoni sem gerði könnunina ásamt hópi af sálff æðingum. Alls tóku 523 ítölsk pör þátt í könnun- inni sem ætlað var að komast að hvaða áhrif sjónvarp hefði á kynlíf. ítalir sem ekki eru með sjónvarp í svefnherberginu stunda kynlíf tvisvar í viku eða átta sinnum á mánuði að meðaltali. Hjá sjón- varpspörunum er talan hins vegar aðeins fjögur skipti á mánuði. Hryðjuverka- menn í hópi fallinna Að minnsta kosti fjórir erlendir hryðjuverkamenn fórust í loft- árásum Bandaríkjamanna á þorpið Damadola í Pakistan, ekki langt frá landamærunum við Afganistan, á föstudag. Yfirvöld greindu frá þessu í gær, en það var í fyrsta sinn sem staðfest er að erlendir hermdar- verkamenn hafi verið meðal falhnna. Árásunum var ætlað að granda Ayman al-Zawahri, næstvalda- mesta manni A1 Kaída samtakanna en upplýsingar höfðu borist um að hann hefðist við í þorpinu. Leiðrétting Ranghermt var á forsíðu Blaðsins í gær að 20 manns væru látnir úr fuglaflensu í Tyrklandi. Rétt er að 20 manns hafa greinst með fuglaflensuveiruna í landinu. Heilsuveilt gamalmenni tekið af lífi Clarence Ray Allen, 76 ára, var tekinn af lífi í gœr í Kaliforníu þrátt fyrir beiðni lögmanna hans um náðun sökum heilsubrests og aldurs. Clarence Ray Allen var tekinn af lífi með banvænni sprautu í gær í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu, skömmu eftir 76. afmælisdag sinn. Allen var elsti fanginn sem beið aftöku í Bandaríkjunum en hann var m.a. dæmdur til dauða fyrir að hafa fyrirskipað þrjú morð fyrir aldarfjórðungi. Hann er næstelsti maður sem tekinn hefur verið af lífi síðan dauðarefsingar voru teknar upp á ný í Bandaríkjunum árið 1976. 1 síðasta mánuði var John B. Nixon, 77 ára gamall, tekinn af lífi í Miss- issippi, elstur allra síðan dauðrefs- ing var tekin upp á ný. Allen fór í fangelsi fyrir að hafa látið taka 17 ára kærustu sonar síns af lífi af ótta við að hún myndi segja lögreglunni frá innbroti í matvöru- verslun. Á meðan hann sat á bak við lás og slá réð hann leigumorðingja til að myrða vitni í málinu. Átti við heilsubrest að stríða Allen hafði átt við heilsubrest að stríða og var m.a. blindur, heyrnar- sljór og haldinn sykursýki. Hann fékk hjartastopp í september en læknar lífguðu hann við og komu honum aftur á dauðadeild. Lög- fræðingar hans segja að veikindi hans hafi ekki aðeins stafað af aldri heldur af vanrækslu á meðan á fangelsisdvölinni stóð. Þeir höfðu beðið honum vægðar sökum bágrar heilsu og aldurs en þeim beiðnum var hafnað. Gömul mynd af Clarence Ray Allen, næst- elsta manni sem tekinn hefur verið af Iffi í Bandaríkjunum stðan dauðarefsingar voru leiddar í lög á ný fyrir um 30 árum. Vopnahlé í hættu á Sri Lanka Ráðist var á stjórnarhermenn eina ferðina enn í gcer og liggja aðskilnaðarsinnar Tamíl- tígra undir grun. Sameinuðu þjóðirnar hvetja stríðandi aðila til að virða vopnahlé og halda áfram viðrceðum. Tveir fórust og 12 særðust í árás á bíl stjórnarhersins á Sri Lanka í gær. Aðskilnaðarsinnar Tamíl-tígra eru grunaðir um að hafa staðið að árás- inni. Árásarmennirnir sprengdu bílinn í loft upp í Trincomalee, 230 km norðaustur af höfuðborginni Colombo. Eftir sprenginguna hleyptu árásarmennirnir af skotum á hermennina sem svöruðu í sömu Ert þú einn afþeim sem átt stafræna upptökuvél og langar tíl að læra að vinna efnið oggera það sem sölumaðurinn sagði að hægt væri að gera? Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á undirstöðuatriðum myndbandsgerðar allt frá því að breyta hugmynd í handrit og fínpússa myndbönd með ýmsum effektum. Nemendur verða að hafa góða almenna tölvukunnáttu og æskilegt er að nemendur eigi eða hafi aðgang að stafrænni tökuvél. Kennt er á Premiere klippiforritið frá Adobe sem er eitt visælasta forritið á markaðnum í dag. Kvöldnámskeið Þriðjudaga. & fimmtudaga 18-22 og laugardaga frá 8:30 - 12:30 Byrjar 24. jan og lýkur 4. feb. UPPLÝSINCAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS mynt. Enn fremur er talið að uppreisnar- menn hafi staðið að árás á herbyrgi í norðurhluta eyjarinnar á mánudag. Einn hermaður féll í árásinni og annar særðist. Alls hafa 75 stjórnarhermenn fallið í átökum sem aðskilnaðar- sinnar Tamíl-tígra eru grunaðir um að hafa staðið að. Harmar árás á norræna friðareftirlitsmenn Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt stjórnvöld á Sri Lanka og aðskilnaðarsinna Tamíl-tígra til að virða vopnahlé og halda áfram viðræðum. Hann harmar jafnframt árás á norræna eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Islenskur friðareftirlitsmaður slapp með skrekkinn í þeirri árás. Eftirlits- mennirnir voru sendir til landsins í kjölfar vopnahléssamkomulags í febrúar árið 2002 og er ætlað að binda endi á tveggja áratuga átök í landinu sem kostað hafa 60.000 mannslíf. „Aukið ofbeldi á undan- förnum mánuðum hefur reynt mjög á vopnahléð," sagði Annan og bætti við að ofbeldið kæmi enn á ný niður á óbreyttum borgurum. Mahmoud Ahmadinejad forseti (rans. Starfsemi CNN leyfð á ný íranar leyfðu í gær bandarísku gervihnattasjónvarpsstöðinni CNN á ný að starfa í landinu eftir að for- ráðamenn hennar báðust afsökunar á því að hafa rangtúlkað ummæli Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins. Degi áður hafði frétta- mönnum CNN verið bannað að starfa í landinu. Ahmadinejad sagði á fundi með fféttamönnum á laugar- dag að „Iranar hefðu rétt á kjarn- orkueldsneyti.“ Þessi orð voru rang- lega þýdd á CNN sem að „notkun kjarnorkuvopna í Iran væri rétt.“ Banni á starfsemi stöðvarinnar var aflétt að beiðni Ahmadinejads eftir að hún hafði beðist afsök- unar á mistökunum. CNN hefur ekki fasta starfsstöð í landinu en fréttamenn á staðnum afla frétta fyrir hana og stundum fá fréttarit- arar leyfi til að koma til landsins til að sinna stuttum verkefnum. Ekki hlynntir refsiaðgerðum Rússar og Kínverjar tóku af allan vafa um það í gær að þeir eru ekki hlynntir því að Sameinuðu þjóðirnar grípi til refsiaðgerða til að fá írana til að draga úr kjarn- orkuáætlunum sínum. Rússar hafa boðið Irönum upp á aðstöðu á rússneskri grund til auðgunar úrans og Kínverjar hvetja til þess að reynt verði til þrautar að ná samkomulagi. Stjórnvöld í íran hvöttu jafnframt Breta, Frakka og Þjóðverja til að koma aftur að samnningaborðinu. Þjóðirnar slitu samningaviðræðum um kjarnorkuáform Irans í síðustu viku í kjölfarþess að íranar tóku á ný til við rannsóknir á auðgun úrans. Stjórnvöld í Banda- ríkjunum, og bandamenn þeirra í Evrópusambandinu, hafa lýst því yfir að þeir vilji að Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin (LAEA) vísi málinu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem gæti leitt til þess að lranar verði beittir refsiaðgerðum. Háttsettur íranskur embætt- ismaður segir að ákvörðun um rannsóknir á kjarnorkueldsneyti sé lögleg og verði ekki aftur tekin. Ennfremur segir hann að fyrir- hugaður sé fundur fulltrúa Irana í Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IÁEA) og Mohammed ElBaradei, yfirmanns LAEA, um málið. Tals- maður IAEA hefur ekki staðfest að slíkur fundur sé fyrirhugaður. Hryðjuverkasamtök kunna að beita gereyðingarvopnum: Hætta á sýkla- eða efnavopnaárásum Aðeins er tímaspursmál hvenær hryðjuvekasamtök á borð við A1 Kaída beita gereyðingarvopnum gegn vestrænum skotmörkum að mati Henry Crumpton, sem hefur umsjón með aðgerðum gegn hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Crumpton lýsti þessu yfir í viðtali við breska dagblaðið The Daily Tele- graph. Sagði hann jafnframt að árás, þar sem notast yrði við sýkla- eða efnavopn, kynnu að vera alvarlegri ógn við öryggi en kjarnorkuárás. Crumpton sem áður vann fyrir Bandarísku leyniþjónustuna (CIA), ræddi einnig þær breytingar sem orðið hefðu á hryðjuverkastarfsemi og að búast mætti við að baráttan gegn þeim myndi vara áratugum saman. Crumpton sagði að í kjölfar stríðs- ins gegn Talibanastjórninni í Afgan- istan árið 2001 hafi hersveitir banda- manna komist að því að A1 Kaída hafi unnið að mistilsbrandsáætl- unum sem beint hefði verið að vest- urveldum. Hann sagði að samtökin hafi verið með hæfa sérfræðinga á sínum snærum og tekið áætlunina mjög alvariega. Hættaertalin ó að hryöjuverkasamtök oeiÞ gereyðinqarvopnum gegn skot- mórkum á Vesturlöndum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.