blaðið - 18.01.2006, Side 24
{32 il MENNIðlG
MIÐVIKUDAGUR 18, JANÚAR ,2006 Maöiö
Ritþing um Thor Vilhjálmsson
Ótrúlegur sköpunarkraftur
Ritþing um hinn þjóðþekkta
rithöfund Thor Vilhjálmsson
verður haldið laugardaginn 21.
janúar 2006 kl 13:30. Halldór
Guðmundsson, bókmennta-
fræðingur verður stjórnandi
Ritþingsins.
„Thor er einn af þessum höf-
undum sem býr yfir hreint ótrú-
legum sköp-
' •**] unarkrafti,"
^ segir Halldór
þegar hann er
spurður hvað
einkenni
Thor sem
listamann.
„Nú er meir
en hálf öld,
nánar tiltekið
55 ár síðan
fyrsta bókin
hans kom út
og hann er
enn í fullu
fjöri. Það eru
ekki nema
sendi frá sér
Halldór Guðmundsson
stjórnandi Ritþingsins.
,Thor er stór í sniðum
og engan veginn
auðveldur viðfangs,
og það held ég að geti
gert þetta ritþing veru-
lega skemmtilegt."
sjö ár síðan hann
sína miklu skáldsögu um öld
Sturlunga, Morgunþulu í stráum,
sem færði honum íslensku bók-
menntaverðlaunin. Raunar er það
merkilegt að þessi gamli módern-
isti og mikli endurnýjunarmaður
íslensks prósa skuli hafa snúið sér
að íslenskum fornbókmenntum.
En lýsir vel breiddinni í viðfangs-
efnum hans sem kannski speglast
mörg í frægustu bók hans, Grám-
osanum: Ástin og valdið, orðin,
sannleikurinn og þögnin, heims-
borgarinn andspænis íslenskri
einangrun og íslenskri hefð. Þetta
er allt hlutir sem hann hefur
glímt við í ótal bókum, alltaf al-
gerlega óhræddur að fara sínar
eigin leiðir. Og meðal annars þess
vegna er gaman að ræða við hann
á ritþingi, því hann hefur verið
harður baráttumaður í menningar-
pólitík en farið sínar eigin leiðir,
andstæðingur íhalds og valdhafa
Thor Vilhjálmsson. Myndin var tekin 12. ágúst, á 80 ára afmælisdegi skáldsins.
en jafn andsnúinn sovétsósíalisma
og skoðanakúgun. Hann var einn
afútgefendum menningartímarits-
ins Birtings sem hafði merkilega
sérstöðu í miðju köldu stríði. Og
hann hefur alla tíð varðveitt með
109 SU DOKU talnaþrautir
Lausn síðustu gátu
5 1 2 8 3 7 6 9 4
3 8 6 9 5 4 2 7 1
7 4 9 6 2 1 3 5 8
6 9 8 7 4 2 1 3 5
1 3 4 5 9 6 8 2 7
2 5 7 3 1 8 9 4 6
4 6 5 2 8 9 7 1 3
9 7 3 1 6 5 4 8 2
8 2 1 4 7 3 5 6 9
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóörétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri linu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
5 6 3
8 2 3
2 8 3 6
7 3 2
3 7 5 4
1 4 3
8 2 3 9
6 9 2
7 6 1
sér forvitni og brennandi áhuga
á sínum viðfangsefnum; þannig
hefur hann setið með okkur yngri
mönnum í stjórn Bókmenntahá-
tíðar í meira en 20 ár, alltaf allra
manna frjóastur svo við megum
hafa okkur alla við. Thor er stór
i sniðum og engan veginn auð-
veldur viðfangs, og það held ég
að geti gert þetta ritþing verulega
skemmtilegt."
Eins og áður var sagt er Halldór
GuðmundssonstjórnandiRitþings-
ins og spyrlar verða Sigurður Páls-
son, rithöfundur, og Astráður Ey-
steinsson, bókmenntafræðingur.
Á Ritþinginu verða flutt tónlistar-
atriði og lesið upp úr verkum Thors.
FramkomalngveldurÝrJónsdóttir,
söngkona, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
söngkona, Ástríður Alda Sigurð-
ardóttir, píanóleikari, Helga Björg
Ágústsdóttir sellóleikari og Stein-
unn Ólafsdóttir, leikari.
Auk Ritþingsins verður sett upp
sýning á myndverkum Thors og
eins verkum sem hann hefur gert
í samvinnu við aðra listamenn.
Einnig verða sýnd myndbönd með
sjónvarpsefni og hljóðupptaka
með upplestri skáldsins og sitt-
hvað fleira fróðlegt frá löngum
og glæsilegum ferli, meðal annars
afrakstur samstarfs við aðra lista-
menn. Umsjónarmaður og sýning-
arstjóri er Harpa Björnsdóttir.
Belgtska Kongó: ★ ★★★
Ostöðvandi skemmtun
Borgarleikhúsið hefur hafið sýn-
ingar á leikritinu Belgíska Kongó
á Nýja sviðinu, þriðja leikárið í
röð í leikstjórn Stefáns Jónssonar.
Höfundur verksins er Bragi
Ólafsson en leikendur eru Eggert
Þorleifsson, Ilmur Kristjánsdóttir,
Ellert A. Ingimundarson og Davið
Guðbrandsson. í verkinu segir frá
hinni öldruðu Rósalind sem eyðir
ævikvöldinu á elliheimili. Fátt
virðist raska tilbreytingarsnauðu
lífi hennar þar sem hún situr á
rúmstokknum og bíður þess sem
verða vill. Einn daginn kemur
sonarbarn hennar, Rósar, í óvænta
heimsókn ásamt syni sínum. Rósa-
lind og Rósar hafa ekki talast við í
sjö ár vegna ósættis í tengslum við
íbúð sem Rósalind leigði dóttur
Rósars. Á gamansaman hátt dregur
verkið fram andstæður kynslóða
og viðhorfa þar sem alvarleik-
inn er þó aldrei langt undan.
Fer á kostum
Það er ekki að undra að Eggert hafi
á sínum tíma hlotið Grímuverð-
launin fýrir túlkun sína á Rósalind
enda fer hann á kostum í hlutverki
sínu. Túlkun Eggerts á texta sem
og líkamleg tjáning heppnast
með eindæmum vel og persónan
stendur fýrir vikið ljóslifandi á
sviðinu. Ellert A. Ingimundarson
er góður sem Rósar, hinn stífi og yf-
irborðslegi bankamaður. Þá verður
ekki hjá því komist að minnast á
Ilmi Kristjánsdóttur sem túlkar
hina glaðværu hjúkrunarkonu,
Sigríði, afskaplega vel og augljóst
að Ilmur og Eggert ná vel saman í
þessu verki. Davíð Guðbrandsson
sem leikur Hilmar kemst vel ffá
hlutverki sínu þó vissulega sú per-
sóna sé ekki eins fyrirferðarmikil i
verkinu og hinar þrjár. Þá var það
ánægjulegt að sjá íslenskt leikverk
sem að mestu er laust við þá tilgerð
og þann ofleik sem því miður er
alltof algengur í leildiúsum hér á
landi. Umgjörð sýningarinnar er
einföld og hefðbundin. Áhorfendur
fá innsýn inn í herbergi Rósalindar
þar sem verkið fer að mestu leyti
fram. Þá var gaman að sjá hvernig
kÆ
_
Eggert Þorleifsson og llmur Kristjáns-
dóttir í hlutverkum sínum f leikritinu
Belgíska Kongó.
einn borðfótur virðist leka fram að
sviðinu sem einhvers konar súreal-
ísk tilvísun og undirstrikar þannig
eitt af meginþemum leikritsins
þ.e. afstæðni tíma og veruleika.
Borgarleikhúsið - Nýja svið
Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson
Leikstjóri: Stefán Jónsson
Leikarar: Eggert Þorleifsson, Ellert A.
Ingimundarson, Davíð Guðbrandsson
og llmur Kristjánsdóttir.
hoskuldur@vbl.is