Alþýðublaðið - 13.02.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.02.1924, Blaðsíða 4
4 tilraun ab hnekkja slíku guðleysi höfufistaðarins. Ég get ekki var- ist þeirri hugsun, sem kemur upp f huga minn, þegar ég minnist þeirra manna, sem meb orbum — og ég efast ekki um meb eft- irdæmi — eru ab reyna ab leiba þjóbina úr myrkri heibindóms og vansælu inn í ijós kristindóms og sælu, ab furbulegt só, ab þeir skuli þola slíka vanvirbu gegn gubi og hans heilaga málsefni. Meb virbingu og trausti til þessarar stéttar enda ég svo mál mitt í þeirri von, ab þeir skilji orfi skáldsins góða: >1*0, gubs kennimann! fenk um þab< o. s. frv. J. A. Nokkrar lausavísnr Heimskan þræðlr beina braut, blínir stutt á veginn, en vizkan krækir leiti’ og laut og lítur báðum megin, Þeim, sem hafa kjark og kapp að keppa á manndómsbrautir, verður líf og heimur happ, en hinum böl og þrautir. Þó gull mig vanti, er glöð mín sál; sú gleði ekki svíkur: Hugsun, sjón og heyrn og mál ég hefi’ og er því ríkur. Þó vorið hafi verið kalt vorra æfitíða, getur Ijómað eítir alt. Ínndæl sumarblíða. Eitur tais er arður hals, eins þótt galsa flýi- Megin alls er mannahjals meinráð, fals og Iygi. Hundrað augu hafa má, hyggni* og þekking sanna til að geta flúið frá flserð og hrekkjum manna, Skuldirnar með kaldar klær kyrð og gleðri hrinda; hugsjónirnar hengja þær, hönd og fætur binda. Hégóma’ f ei halda skal, hörð þó deilan yrði, því síðsta orð er helmskum h^l himinsælu-virði. Fátækt lamar fjör og þrótt, fegurð tamast eyðir skjótt, heill og frama firrir drótt, fyllir ama dag og nótt. L<fið að oss gerir gys glettni meður lönguro; erfið spor til ónýtis ærlð mörg vér göngnm. Lágur kofi lítt með þing, ljós og yl er sanna, svipaður er sjónarhring sumra leiðtoganna. Fram og upp á fegra stig friður, þrek og æra frjáisa, stælta fiytji þig fóstnrjörðin kæra. Ef þú kýst þér frægðir fá og fremstur vera um byggðir, feldu þann, sem minst sín má, mettu’ ei innri dyggðir. Sekur dæmdu’ ei synduga; sannleiks hygg að Hnum; lyktu fallinn félaga faðml verndar þínum. Valdimar Benediktsson frá Syðri-Ey. Yiðtalstíml Páls tannlæknis 10 — 4. Happdrættl stúdenta. Dregib verbur á laugardaginn. Drengir, sem selja vilja happdrættismiða, komi á Mensa kl. 2 — 7. Gefins happdrættlsmiðar. Frá í gær til föstudags fá þeir, sem fara í Nýja Bíó, einn happdrættis- miða stúdenta með hverjum ab- göngumiða, 4ðgangur sem venju- lega. Yerkamannafélagið, >Hlíf< í Hafn; flrði heldur, svo sem aug* lýst er á öbrum stað í blabinu, annað kvöld almennan kjósenda- fund í Hafnarfirði til umræbu um atvinnumál og héraðsmál. Kemur fundurinn í stað þingmálafundar, er þingmenn kjördæmisins hafa færst undan að halda sakir inflú- enzunnar. Fyrir forgöngu verka- mannafélagsins hafa Hafnflrbingar undan farið verið að reyna að ýta undir rábstafanir til atvinnubóta mest í þeirri mynd að fá flsk- veiðalöggjófmni breytt í það horf, ab útlendir togarar gætu gengið til veiða þaðan, eða þá að fá sjálflr togara á leigu til útgerðar, en dularhönd auðvaldsins heflr tekist að sporna við því. Er lík- legt, ab um þetta verði nokkuð rætt á fundinum, og ættu Hafn- firðingar þvf að sækja hann sem kappsamlegast, því að stuðla mætti slíkt að heppilegum úrslitum. Hæjarstjórnarfandarinn í gær. Fyrir honum lá uppkast að samningi um brunatryggingar í Reykjavík um næstu 5 ár við brunabótafélögin Nye danske og Báltica. Urðu um hann nokkrar umræður, einkum um hin smærri atriði, og með því að ýmsir bæj- arfulltrúar kváðust ekki viðbúnir að greiða atkvæði um hann og óskuðu að gera tilraunir til að fá braytingar á nokkrum atriðum, var samþykt að fresta umræðum, og verður framhald umræðunnar í dag kl. 4. > Stefnir <, kosningaf élag > Kveld- úlfs<-hringsins«, hólt fund í gær- kveldi, og hólt Jón Porláksson þar fyrirlestur um fjármálastjórn lands- ins frá 1916 -—1922. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að á þessu tímabili hefði alls orðið 12 millj. kr. tekjuhalli. Svona hefir stjórn burgeisanna á fjármálum þjóðar- innar verið. Ekki hafði ræðu- maður borið fram nein nýt ráð til viöréttingar, ekkert nema al- ment hjal um að auka þyrfti tekjurnar, og helzt með hækkun tolla, og minka gjöldin. Á fundinum voru ýmsir þingmenn burgeisanna, en engar umræður urðu út af fyrirlestrinum. Rltotjórl «g ábyrgðamjaðraf: Hallbjörn Hftíiðórsaen. S PrtntMsiðja HaMgríœ* Rwfdiktssssar, Btrgitaðasteftstí íf4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.