blaðið - 24.01.2006, Qupperneq 14

blaðið - 24.01.2006, Qupperneq 14
14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 blaðið blaðiö= Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. EIN LÖG Þegar Island byggðist leið ekki á löngu þar til nýbúar landnámsaldar boðuðu til þinghalds til þess að halda uppi lögum og reglu. Þeir vissu enda sem var, að með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Tæpum mannsaldri síðar þótti þeim einsýnt að í landinu þyrftu að vera ein lög og dómavenja og stofnuðu því til Alþingis. Öðrum mannsaldri síðar reyndi svo verulega á staðfestuna í þessum efnum, þegar kristindómur og heiðni tókust á, en Þor- geir Ljósvetningagoði bar gæfu til þess að athuga að ef við slítum í sundur lögin munum við slíta og friðinn. Að undanförnu hefur æ meira borið á umræðu um kynferðisbrot og þá einkum þeim er snúa að börnum. Andspænis þessum hryllilegu glæpum standa menn oft ráðþrota; þeir upplýsast oftast seint og illa, áverkarnir eru einatt dýpri en augun greina og tíminn læknar, trúnaðarrofið og fólskan er handan þess, sem flestir skilja, og réttlætinu verður sjálfsagt aldrei fullnægt í málum af því taginu. Mörgum svíður því sáran ef grunur leikur á að einhver hafi komist upp með slíkan níðingshátt, óáreittur og án refsingar. Hafa sumir því orðið til þess að hvetja til breyttrar sönnunarbyrði í slíkum málum og þess að þau fyrnist aldrei. Hefur jafnvel sjálfur hæstiréttur nýlega freistast til þess að gefa eftir í þeim efnum, þó það stangist vafalaust á við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Til þessa hefur sú afstaða hins vegar orðið ofan á að menn séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist, þó með öðrum hætti en önnur brot. Sumir þeirra er vilja breyta þessu hafa gripið til ósæmilegrar gagnrýni á þá, sem ekki eru þeim sammála. Þannig ritar einhver Valdimar Leó Friðriks- son, sem mun vera þingmaður Samfylkingarinnar, grein í Morgunblaðið um helgina, þar sem hann heldur því fram að barnaníðingar hafi skjól af dómsmálaráðherra! Réttarreglur um sönnunarbyrði og fyrningu eru ekki í gildi af tilviljun. Þær eru óaðskiljanlegur hluti réttarríkisins sem vörn borgaranna gegn dómsmorði. Eða eru einhver brot svo skelfileg að einmitt í þeim málum beri að láta réttarreglurnar lönd og leið? Síður en svo. Þvert á móti hefur það aldrei gefist vel að skipta réttarkerfinu upp þannig að það velti á eðli ætlaðra brota hvern farveg þau fá við rannsókn, saksókn og réttarhöld. Það gildir einu hvort um er að ræða fíkniefnabrot, samkeppnis- lagabrot, skattalagabrot eða jafnvel kynferðisbrot gegn börnum, það skiptir höfuðmáli fyrir alla - almenning og yfirvöld, brotaþola og sakborninga - að þeir geti gengið að réttarríkinu, reglum þess og málsmeðferð vísu. Að í land- inu gildi ein lög. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjóm & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. ■ ^HI Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur verður haldinn í WjL H Sunnusal Hótels Sögu laugardaginn 28. janúar 2006 Dagskrá kL13'15' • Venjuleg aöalfundarstörf • Ræðaformanns Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde Stjórnin Auglýsingar Rithöfundur á Þarmastöðum Ég stunda ritstörf í hjáverkum og til að skrúfa dálítið upp afköstin fer ég á hverju ári einn míns liðs til Þýskalands og sit þar við skriftir í eina til tvær vikur. Til að eyða ekki dýrmætum tíma í að skoða eitthvað sem enginn ferðamaður má láta framhjá sér fara sneiði ég algjörlega hjá heimsborgum. Ég vel mér borgir sem ég veit lítið um og hef ekki að markmiði að vita meira um þær eftir dvölina. Þess í stað hef ég í kringum mig þetta nafnlausa „ekki-neitt-sér- stakt“ útlandsins: Ég get horft á spor- vagna aka hjá þar sem ég sit með far- tölvuna við gluggaborð á kaffihúsi, heimsótt nágrannabæ í örstuttri lestarferð, eða notið þess að fá mér göngutúr í dæmigerðu evrópsku borgarumhverfi og að því búnu sest við skriftir á hæfilega góðu og algjör- lega dæmigerðu hótelherbergi. Hessen; hér kem égl En þessi viðleitni er ekki óbrigðul. Þar sem hluti af því að nýta hinn takmarkaða dvalartíma til hins ítrasta í þágu skáldskaparins er sá að eyða ekki of löngum tíma í ferðir, þá vel ég mér til dvalar einatt borgir sem liggja skammt frá flugáfanga- staðnum Frankfurt. Borgarvalið tak- markast því af héraðinu Hessen og e.t.v. nágrannahéruðum. Nú þegar er byrjuð að safnast í mig alveg óvart einhver þekking um þetta svæði og ófyrirsjáanleg forvitni hefur vaknað. Hvað búa t.d. margir í Langen, ná- grannabæ Darmstadt, og hvernig er lífið þar? Hvernig iðnaður er stund- aður í Mannheim? Mig grunar að eftir ío til 20 ár af þessum reglulega ferðum muni ég vita meira um Hes- sen en mig gat órað fyrir og margt af því verði sérkennileg vitneskja, á meðan alvöru heimsborgarar vita miklu meira en ég um London, París og Róm. Að ógleymdum mjög sértækum upplýsingum um íbúa: Flótta rúmensku hjónanna sem reka blaðasölu í Mannheim frá kommún- istaríki á níunda áratugnum, örlög herbergisþernunnar í Darmstadt sem missti alla fjölskyldu sína í bíl- slysi fyrir tveimur árum. Ágúst Borgþór Sverrisson Grannir Þjóðverjar í reykjarkófi í anda þessa fáfræðiviðhorfs mynda ég mér síðan skoðanir á því sem líkt og ólíkt er með heimamönnum og íslendingum. Þegar þessi orð eru skrifuð dvelst ég í Darmstadt, bráð- fallegri háskólaborg í 20 mínútna lestarfjarlægð frá Frankfurt. Sú var tíðin að allt barst síðar til íslands en annarra landa en hvað Darmst- adt snertir virðist mér dæmið um margt hafa snúist við. í líflegum og fallegum miðbæ borgarinnar er t.d. aðeins eitt kaffihús með þráðlausa nettengingu. Reykingakúltúrinn minnir á ísland frá 8. áratugnum, annar hver maður virðist reykja, gríðarlega mikið er reykt á veitinga- stöðum, reyklaus svæði finnast ekki og fólk hikar ekki við að reykja yfir börnum, jafnvel ungabörnum. Enn- fremur hafa Darmstadt-búar ekki uppgötvað jeppann og jepplinginn sem einstaklings- og fjölskyldubíl. Hér eru bókabúðir úti um allt en sárafáir skyndibitastaðir. I sam- ræmi við það hef ég aðeins séð eina feita manneskju hér allan dvalar- tímann: Ólýsanlega feita konu á veit- ingastað á aðallestarstöðinni. Engu líkara en þessi eina manneskja hafi tekið að sér að bera öll aukakíló borgarbúa, því allir aðrir hér eru grannir. Auk þess var konan það sérkennileg í háttum að hún leyfði beru hvapinu að flæða undan alltof stuttum bómullarbol. Viðmót fólks við konuna var hins vegar í sam- ræmi við vingjarnlega en nokkuð þurra framkomu Darmstadt-búa: Enginn veitti henni minnstu athygli. Þessu viðmóti býst ég við að Darmst- adt-búar deili að miklu leyti með Islendingum. En þó held ég að slíkt æskilegt fálæti sé seinni tíma siður okkar lslendinga. Höfundur er rithöfundur. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Fréttablaðið birti í gær athyglisverða kðnnun um fylgi borgarstjórnarflokk- anna í Reykjavík. Það kemur vart á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn virðist í góðri stöðu og segjast tæp 38% þeirra sem taka þátt f könnuninni vilja Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson sem næsta borgarstjóra. Næst vinsælasta borgar- stjóraefnið er Dagur B. Eggertsson sem tætir fylgi af Stefáni J. Haf- stein sem er í „frjálsu fylgisfalli" miðað við könnunina. Um 21% sáu hann fyrir sér sem næsta borgarstjóra í ágúst síðastliðnum en aðeins 10% nú. Harður prófkjörsslagur er nú hafinn hjá Samfylkingunni og það er öruggt að Stefán hefði viljað hefja baráttuna á annan hátt. Staða Björns Inga Hrafnssonar er sterk fyrir prófkjör Framsóknarflokks- ins ( Reykjavík. Helstu forystumenn flokksins hafa opinberlega lýst yfir stuðnlngi við hann og ekkert virðist geta komið í veg fyrir sigur hans. Kristinn H. Gunnarsson, oln- bogabarn Framsóknarflokksins, er hins vegar ekki sáttur. Á heimasíðu sinni segir hann: „Þetto eryfirþyrmandi samansafn helstu valdamanna flokksins, innan sem utan sveitarfélagsins, sem eru aö gefa útsinn vilja um þaö hver eigi aö taka við forystusætinu...“. Kristinn segir að forysta flokks- ins hafi með afskiptum sínum nánast gefið kjósendum skipun um hvern eigi að kjósa og kallar prófkjörið sýndarlýðræði. Mikil breyting hefur orðið á DV eftir að nýir ritstjórar tóku við blaðinu. Spaugstofan gerði grín að breyt- ingunni um helgina og gaf ískyn að DV fjallaði nú á góðu nótunum I , ■ um málefni líðandi I ^ k. stundar, þvert á það sem áður var. Um helgina voru sagðar fréttir af því að þekktur athafnamaður hér á landi hafi verið handtekinn vegna tilraunar til að svikja nokkur hundruð milljónir út úr ls- landsbanka. Margir biðu spenntir eftir því að DV fjallaði um málið í gær - og upplýsti hver hinn þekkti athafnamaður væri. Þeir urðu hins vegar fyrir vonbrigðum því aðeins var fjallað um málið í litlum dálki í DV í gær á blaðslðu 6 -og engin nöfnnefnd.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.