blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 blaöiö Loslæti ni(’i) lítilli fijrirhöfn Grisaveisla i eínum grænum Fulleldaðar og tilbúnar á pönnuna eða í ofninn Japansprinsessa ólétt Þungunin hefur að líkindum áhrifá breytingar á gildandi lögum um ríkiserfðir í landinu Kiko Japansprinsessa á von á sínu þriðja barni næsta haust. Fjöl- miðlar í Japan greindu frá þessu í gær en fyrir á prinsessan tvær stúlkur með Akishino prins, yngri syni Akihito keisara. Ólétta hennar mun að öllum líkindum hafa áhrif á umræðu um breytingar á lögum um ríkiserfðir. Engin drengbörn hafa fæðst í keisarafjölskyldunni síðan 1965 og Junichiro Koizumi, forsætisráðherra, segist vilja end- urskoða löggjöfina en samkvæmt henni geta aðeins drengir tekið við keisaratign í landinu. Þeir sem eru mótfallnir því að konum verði leyft að erfa ríkið munu að öllum líkindum vilja fresta öllum breyt- ingum á löggjöfinni þangað til að í ljós hefur komið hvort prinsessan eignist dreng eða stúlku. Krónprinsinn Naruhito á aðeins stúlkubarn og hefur eiginkona hans, Masako prinsessa sem nú er 42 ára, verið undir miklu álagi og sú kvöð að eignast sveinbarn hvílt þungt á henni. Verði lögum Reuterí Fréttir um að Kiko, Japansprinsessa, eigi von á sinu þriðja barni munu að öllum líkindum hafa áhrif á umræðu um breyt- ingar á lögum um ríkiserfðir í Japan. um ríkiserfðir breytt myndi Aiko, dóttir þeirra sem nú er fjögurra ára, taka við ríkinu eftir lát föður síns og yrði hún þar með fyrsta keisaraynja sem stjórnaði Japan síðan á 18. öld. Of mikið gert úr hættunni Sérfrœðingar telja hœttuna á að hryðjuverkamenn komi sér uppgereyð- ingavopnum veraýkta. Utanríkisráðherra Ástralíu vísar því á hug Hættan á því að hryðjuverkamenn gætu þróað og notað gereyðinga- vopn var ýkt að mati tveggja sérfræð- inga. Utanríkisráðherra Ástralíu varar aftur á móti við því að hættan sé raunveruleg og ástæða sé til að hafa áhyggjur af henni. Lawrence Freedman, prófessor í stríðsfræðum við King’s College í London, og Ro- bert Ayson hjá Þjóðarháskólanum í Ástralíu gerðu báðir lítið úr hætt- unni á ráðstefnu í Canberra í Ástr- alíu í gær. Fræðimennirnir sögðu að ekki væri hægt að útiloka að hryðjuverka- menn gripu til efnavopna, sýkla- vopna eða kjarnorkuvopna en mun líklegra væri að þeir notuðu hefð- bundin vopn og sprengjur. Freedman sagði að erfitt væri fyrir herskáa hópa að þróa gereyðing- arvopn þar sem þeir þyrftu á meira fólki að halda með sérþekkingu á ýmsum sviðum sem gerði það að verkum að erfitt yrði að tryggja ör- yggi og líkur myndu aukast á því að upp um hópinn kæmist. Áyson, sem er yfirmaður rann- sóknarseturs í her- og varnarmála- fræðum við Þjóðarháskólann í Ástr- alíu, sagði að ríkisstjórnir ættu að reyna að sefa ótta almennings við gereyðingarvopn og halda umræð- unni um hryðjuverkaógn aðskildri frá umræðu um útbreiðslu á gereyð- ingarvopnum. „Eftir tíu ár munum við líta til baka og sjá að ógnin var ýkt,“ sagði hann. Osama bin Laden, leiötogi Al Kaída samtakanna, ásamt einum nánasta bandamanni sín- um Ayman al-Zawahiri. Fræöimenn halda því fram að hættan á því að hryðjuverkamenn komi sér upp gereyðingavopnum sé ýkt. Taka verður hættuna alvarlega Alexander Downer, utanríkisráð- herra Ástralíu, sagði aftur á móti að taka bæri hættuna alvarlega. „Því miður er hættan á því að hryðju- verkamenn reyni að gera slíkar árásir ekki aðeins byggð á tilgátu. Það er til meira en nóg af sönnun- argögnum um ásetning og tilraunir þeirra til þess að koma höndum yfir og nota gereyðingavopn,“ sagði Downer á ráðstefnunni. Hann sagði meðal annars að A1 Kaída samtök Osama bin Ladens hefðu unnið að þróun sýklavopna í Afganistan árið 2001 og að stjórn- völd í Jórdaníu hefðu komið upp um áætlanir hóps sem hefði tengsl við hryðjuverkaleiðtogann Abu Musab A1 Zarqawi um eiturvopnaárásir í Amman. Ennfremur benti hann á að leiðbeiningabæklingur um gerð efna- og sýklavopna hefði fundist árið 2003 í fylgsni Jemaah Islamiah samtakanna á Filippseyjum. Reuters Aukið ofbeldi á Vesturbakkanum Palestínskir unglingar kasta steinum að ísraelskum hermönnum i borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær. Isra- elskir hermenn skutu Ahmed Raddat, leiðtoga hernaðararms Jihad-samtakanna á Vesturbakkanum, til bana. Sjö aðrir félagar í samtökunum hafa látið lífíð í loftárásum á undanförnum dögum. www.sigrunelsa.is Ég vil vinna . . . ... á grunni þess sem við höfum gert ... Sjálfstæðisflokkinn í vor ... að enn betri Reykjavík Ég þarf stuðning þinn i 'f--* .■ W .. m ^ 2."4. sæti í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar t Jfmts- 11.-12. febrúar r J. SIGRUN ELSA [SIVIAR AD0TTIR SALAT hollt og gott í hádeginu komdu og smakkaðu! opið virka daga 10.00-19.00 CAFÍ ADESSO 2, hæð í Smáralind v/Vetrargarðinn laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30-18.00 Simi 544 2332 www.adesso.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.