blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 22
30IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 blaöiö SMÁ borgarínn HEYRST HEFUR... HVAÐ FINNST ÞÉR? Hann er kominn. Girðið húsið af! Mokkur umræða hefur ver- ið um það að undanförnu að Samfylkingin hafi hneigst of langt til vinstri og hafa sum- ir gamlir Alþýðuflokksmenn kvartað hástöfum undan því að flokkur- inn hafi ekki reynst þeim sú breiða Jafn- aðarmannahreyfing, sem þeir vonuðust eftir. Hafa þessi sjónarmið jafn- vel sést hér í Blaðinu! Staða eð- alkratans Stefáns Jóhanns Stefánssonar bendir þó til þess að ekki sé sú kenning einhlít, en hann sækist eftir 3. sætinu í prófkjörinu um næstu helgi. Sjá margir í honum hinn klassíska krata, sem vantað hafi í forystulið Samfylkingarinnar í borginni... Stjórnmál i Hveragerði hafa löngum þótt því marki brennd, að því meira sem menn vita um þau, því minna skilja þeir. Þessa , dagana er helsta hitamálið áform Orra Hlöðversson- ar, bæjarstjóra, og meirihluta Samfylkingar og framsóknar- manna að semja við verktaka- fyrirtækið Eykt um byggingu 8-900 íbúða á tæplega 80 hekt- ara svæði austan Varmár. Margir telja ri að með þessu afsali ’ *r Hveragerðisbær sér í raun byggingarrétti á svæðinu, sem um ræðir. Fyrir þetta ætlar Eykt að reisa fyrsta áfanga að leikskóla á svæðinu, sem met- inn er á 80 milljónir króna, en landið telja menn margfalt verð- mætara. Boðað er til borgara- fundar í Hveragerði um málið um næstu helgi, bæjarstjórinn gefur sig hvergi. Hins vegar hvísla sumir um að öðrum fram- sóknarmanninum i bæjarstjórn kunni að snúast hugur... Nokkur kurr mun vera með- al ýmissa frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna flokkadrátta, sem þeir telja að séutþegar farnir að eiga sér stað. Segja þeir opinbert leyndarm^li að Dag- ur B. Eggertsson og Oddný Sturlu- dóttir hafi gert með sér bandalag og að þau skori á stuðnings- menn sína að styðja hinn kand- ídatinn Hka. Sumum finnst það óklókt af Degi vilji hann verða oddviti listans, í því sæti þurfi hann að hafa traust og stuðning allra á listanum en ekki bara sumra útvalinna.... s» Mokkur umræða hefur spunnist um tillögur Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra um myndun svonefndrar greiningardeildar hjá Ríkislögreglustjóra og vilja sumir meina að þar verði vísir að leyniþjónustu ís- S lands. Sú umræða '•* verður væntanlega í hámæli þegar frum- varpið verður lagt fram. Af þessu hefur hins vegar spunnist vinsæll sam- kvæmisleikur, sem er að stinga upp á hver væri vænlegasti yf- irmaður slíkrar leyniþjónustu. Útkoman er æði skrautlegur hópur og má nefna foringja á borð við Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, Karl Th. Birg- isson, fyrrverandi kollega hans hjá Samfylkingunni, Hrafn Jökulsson, skákfrömuð, Al- bert Jónsson, sendiherra og Jó- hann Benediktsson, lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli... 4-21 © Jlm Urtger/dist. by United Media, 2001 FULLORÐINS- SKATTURÁ PIZZA HUT Smáborgarinn er, eins og svo margir aðrir, helgarforeldri og hittir því ungan gimstein helst um helgar. Þegar það em fáar stundir sem hægt er að njóta saman er oft reynt að hafa þær sem skemmtilegastar og gera sér glaðandag. Það var einmitt það sem gerðist um síðustu helgi og litla fjölskylda Smáborg- arans ákvað að skella sér á Pizza Hut. Litla fjölskyldan samanstendur sem sagt bara af Smáborgaranum, maka hans og barn- inu. Smáborgarinn hefur reyndar oft áður komiö á Pizza Hut en þó ekki í langan tíma en í þetta skiptið var það helst ísbarinn sem heillaði enda barn með í för. Gott og vel, Smáborgarinn og fylgifiskar pöntuðu sér stóran skammt af hvítlauks- brauði, z litlar pönnupizzur (9 tommur hver), spaghetti af bamamatseðlinum og gos á línuna. Síðan varð ísinn vitanlega að fylgja með þannig að pantaðir voru þrír. Eftir dágóða bið kom STÓR skammtur af hvrtlauksbrauði sem var heldur Irtill, fjórar sneiðar. Ætli lítill skammtur sé þá bara tvær sneiðar? Svo komu pizzurnar tvær en gerð voru mistök þannig að pizza Smáborgarans var ekki tilbúin en fjölskyldan fékk aðra pízzu í skaðabætur, sér að kostnaðarlausu. Smáborgarinn gerði þau mistök að brta í þá pizzu og uppgötvaði, sértil hryllings, að sú mæta pizza var með gráðosti. Þannig að Smáborgarinn horfði bara á hina borða á meðan hann beið eftir sinni réttu pizzu, sem kom um það leyti sem fylgrfiskarnir voruaðfásérís. Þjónninn kom með þrjár litlar dollur und- ir (sinn, allar af sömu stærð og vitanlega var þotið á ísbarinn. Isinn var settur í sirálina og skreyttur með ískexum og sósum, mjög ótæpilega hjá yngsta meðliminum. Þetta var ágætis matur og Smáborgarinn stóð upp sáttur.....þar til makinn borgaði reikn- inginn. Rúmlega 6.000 þúsund krónuri!!! Öll ánægjan hvarfeins og dögg fyrir sólu og Smáborgarinn gat ekki annað en pirrast yfir verðlaginu. Þvílikt og annað eins okur. Þrátt fyrir að Smáborgarinn og maki hans geti leyft sér þetta endrum og eins þá finnst honum þvílík synd að eyða vikumat- arpeningum itveggja klukkustunda máltíð. Hver ertilgangurinn, ef ánægjan yfirágætis máltíð flýgur út um gluggann um leið og ok- urreikningurinn kemur. Auk þess sem Smá- borgarinn er enn að klóra sér í hausnum yfir því að ís bamsins kostaði rúmlega zoo krón- urá meðan fullorðna fólkið borgaði nánast helmingi meira fyrir sinn ís, þrátt fyrir að allir ísarnir þrír væru af nákvæmlega sömu stærðoggerð. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Saknar þú Þjóðarsálarinnar? „Ég vil vera í tengslum við fólkið. Ég veit það frá gamalli tíð hve gott þetta er í undanfara kosninga. Maður var í þessu í gamla daga að fá til sín stjórn- málamenn til þess að sitja fyrir svörum hlustenda. Nú er ekki svo mikið gert af því eftir að ég hætti. Ég tók mig því til og í stað þess að birta eina heilsíðu með sætri mynd af sjálfum mér einhvers staðar ákvað ég að gefa fólki færi á að ná tali af mér.“ Réðist að Jolie Óvenju trúr aðdáandi Jennifer Aniston gerði sér lítið fyrir og réðist að Angelinu Jolie fyrir skömmu, en eins og flestir vita skildi Brad Pitt við Aniston til að byrja með Jolie. Reiði aðdáandinn, sem er kona, var að borða á veitingastað í Berlín í Þýskalandi þegar hún sá skötuhjúin, Jolie og Pitt, sitja við borð rétt hjá. Aðdáandinn gjörsamlega tromp- aðist og hljóp að parinu og öskraði: „Hvar er hjónabandsdjöfullinn Angelina?" Lífverðir stjörnuparsins héldu aðdá- andanum á meðan þau drifu sig út. Longoría ekki trúlofuð Leikkonan kynþokkafulla Eva Longoria neitar öll- um sögusögnum um að hún og kærastinn hennar, körfuboltastjarnan Tony Parker, séu trúlofuð og segir allt of snemmt að hugsa um brúð- kaup strax. Longoria var áður gift leikaran- um Tyler Christopher en eftir skilnaðinn var hún staðráðin í að gifta sig ekki of fljótt aftur. „Trúið mér, ég myndi láta alla vita,“ sagði Longoria aðspurð um málið. „Við höfum það fínt, leyfið okkur að gera þetta á okkar eigin hraða.“ Pamela ráðleggur Love 1 — .. Kynbomban Pamela Anderson ráðleggur vinkonu sinni, Courtney Love, að yfirgefa Ameríku til að losa sig við eitur- lyfjafíknina í eitt skipti fyrir öll. Love var nýlega sleppt úr stofufangelsi en Ander- son er viss um að sviðsljósið í Banda- ríkjunum, nánar tiltekið í Holly wood, sé slæmt fyrir hana og hún verði að drífa sig burt. „Hún verður að dvelja á eyjunna St. Lucia í Karabíska hafinu í hálft ár, ,sagði Pamela við fjölmiðla ytra. „Þannig getur hún sigrast á vandamálum sínum.“ Stefán hefur ákveöið að halda opna simatíma á Útvarpi Sögu f aðdraganda prófkjörs Samfylkingarinnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.