blaðið - 14.02.2006, Page 8

blaðið - 14.02.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 blaöiö SPORTÞRENNA « góð leið fyrir þá sem vilja styrVjá sig 61 árangurs og auka geVj ($róttum og Kkamsrækt Jafnframt fyrir þá sem vrtja aukafitubrennslu etginleika Kkamans. Hver dagskammtur af 53 Sportþremu rmiheWu 1 f/ðMtamtfntöfiu, 2 L- KarrHtJntöflur og ettt hylki af omega-3 fitusýrum. Fangi lést eftir átök mbl.is | Til átaka kom á milli fanga af afrískum og suður-amerískum uppruna í fangelsi í Los Angeles í fyrradag með þeim afleiðingum að einn maður lést. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma þar sem fangi lætur lífið í kynþátta- óeirðum í fangelsi í borginni. Mikil ólga hefur ríkt í fangelsum Los Angeles undanfarna viku. Fanginn, sem var 38 ára gam- all blökkumaður, lést síðdegis í fyrradag effir að hann og félagi hans höfðu slegist við fjóra fanga af suður-amerískum uppruna í klefa sem hýsir sex fanga. Fangaverðir stöðvuðu slagsmálin og fóru með særða fangann á sjúkrastofu eftir að hann kvartaði undan verkjum. Þegar komið var með hann á sjúkrastofu fangelsisins hné hann niður. Sjúkraliðar reyndu lífgunartilraunir en án árangurs. Réttarhöld hefjast yf- ir Zuma Réttarhöld yfir yfir Jacob Zuma, fyrrum varaforseta Suður Afríku, hófust í gær í Jóhannesarborg en hann er ákærður fyrir nauðgun. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað konu á fertugsaldri á heimili sínu í Jóhannesarborg í nóvember á síðasta ári. Zuma sem er 63 ára neitar sök og um 1000 manns komu saman fyrir utan dómshús borgarinnar til að sýna honum stuðning sinn. Einnig komu þar saman um 50 manns sem létu í ljósi andúð sína á nauðgunum. „Við sendum út sterk skilaboð og sýnum fórnarlömbum nauðgana og ofbeldis samstöðu,“ sagði Carrie Chelver sem er talsmaður samtaka sem berst gegn ofbeldi gegn konum. Zuma var einn af vinsælustu stjórnmálaimönnum þjóðarinnar og barðist méðal annars fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar á sínum tíma. Á tímabili var hann nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Thabo Mbeld, forseta, en í kjölfar ákæra um spillingu hefur sigið á ógæfuhliðina og nú telja menn að stjórnmálaferli hans sé loldð. Yoweri Musaveni forseti Úganda. Ráðist á forsetann Vopnaðir menn réðust á laugar- dag á bílalest Yoweri Museveni, forseta Úganda, í hinum eldfima norðausturhluta landsins.þar sem forsetinn var á kosningaferðalagi. Her Úganda greindi frá þessu í gær Museveni sem er 62 ára slapp ómeiddur úr árásinni sem átti sér stað nærri þorpinu Kangole í Moroto-héraði.„Forsetinn er heill á húfi og heldur kosningabarátt- unni áfram,“ sagði í yfirlýsingu frá talsmanni lífvarðarsveita forsetans. Hann sagði enn fremur að ekld væri vitað hverjir hefðu staðið að bald árásunum en lífvörðum forsetans hefði tekist að hrekja þá á brott. Breytingar á almannavörnum í Banda- ríkjunum í kjölfar gagnrýninnar skýrslu Starfsemi Almannavarna Bandaríkjanna verður tekin til endurskoðunar í kjölfar harðrar gagnrýni á frammistöðu stjórnvalda við fellibylnum Katrínu. Viðbrögð voru misheppnuð á öllum stjórnsýslustigum að mati skýrsluhöfunda Michael Chertoff, heimavarnarráð- herra Bandaríkjanna, hyggst gera víðtækar breytingar á Almanna- vörnum ríkisins í kjölfar harðrar gagnrýni á frammistöðu stjórn- valda við hjálpar- og neyðarstarf eftir fellibylinn Katrínu síðastliðið haust. Meðal annars verður starfs- mönnum fjölgað um 1500 til að gera viðbragðskerfið áreiðanlegra. Fjölmiðlar birtu í gær niðurstöður skýrslu, sem gerð var á vegum Banda- rfkjaþings en kemur út á morgun. Efni hennar var lekið til fjölmiðla og kemur fram að bandaríska ríkis- stjórnin hafi ekki brugðis rétt við afleiðingum fellibylsins. Frammistaða Chertoffs er sérstak- lega gagnrýnd í skýrslunni. Að sögn skýrsluhöfunda hleypti hann af stokkunum neyðarviðbragðsáætlun .seint, illa eða alls ekki“ sem gerði það að verkum að björgunarsveitir og vistir bárust allt að þremur dögum of seint á hamfarasvæðin. Þegar á heildina er litið hafi viðbrögð stjórnvalda einkennst Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru harðlega gagnrýnd fyrir slæleg viöbrögð við fellibyln- um Katrínu síðastliðið haust. Meira en 1300 manns fórust í hamförunum, hundruð þúsunda misstu heimili sín og stór hluti New Orleans fór undir vatn. af úrræðaleysi, mistökum og skipulagsleysi. Viðbrögð við felli- bylnum Katrínu voru misheppnuð á öllum stjórnsýslustigum að mati skýrsluhöfunda. Fréttaritari Breska ríkisútvarps- ins í Washington segir að skýrslan bendi til að um eins konar þjóðar- skömm hafi verið að ræða. Rýming húsa fyrirskipuð of seint I skýrslunni segir að stjórnvöldum hafi ekki tekist að skilgreina og vinna sem skyldi úr þeim upplýs- ingum sem þeim bárust. Ray Nagin, borgarstjóra í New Orleans og Kathl- een Blanco, ríkisstjóri í Louisiana, gáfu of seint út fyrirskipanir um rýmingu húsa sem leiddu til dauðs- falla og juku enn á þjáningar fólks. Ennfremur liðu Almannavarnir fyrir skort á þjálfuðu og reynslu- miklu starfsfólki. Skýrsluhöfundar segjast eiga í erfiðleikum með að skilja hvernig standi á þeim mikla klaufaskap og vangetu sem hafi einkennt viðbrögð stjórnvalda fyrir og eftir bylinn. „Ef þetta er það sem gerist þegar við erum vöruð við fyrirfram, þá hryllir okkur við tilhugsuninni um hverjar afleiðingarnar yrðu þegar svo er ekki,“ segja skýrsluhöfundar. Hamas lofar friði fyrir land Smlðjuvegl 66, 200 Kópavogl - http://Www.landvelar.ls Hamas-samtökin munu binda endi á vopnaða baráttu sína gegn ísrael ef ríkisstjórn landsins lætur af hendi herteknu svæðin. „Ef ísrael viður- kennir rétt okkar og heitir því að hörfa af öllum herteknum svæðum, munu Hamas-samtökin og pal- estínska þjóðin, ákveða að láta af vopnaðri andspyrnu,“ sagði Khaled Meshaal, leiðtogi samtakanna í við- tali við rússneska dagblaðið Nezavis- imaya Gazeta. Áður hafði Meshaal sagt að Hamas-samtökin myndu aðeins samþykkja langtímavopnahlé við ísraelsmenn ef þeir myndu viður- kenna rétt Palesínumanna til sjálf- stjórnar og koma landamærum landanna aftur í það horf sem þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Meshaal sagði einnig í viðtal- inu við Nezavisimaya Gazeta að Hamas-samtökin teldu sig ekki skuldbundin af Vegvísinum svo kallaða, alþjóðlegu friðarsamkomu- lagi, þar sem enginn annar færi eftir honum. Mersaal greindi einnig frá þvi að fulltrúar Hamas myndu sækja leið- togafund Arabaríkja í næsta mán- uði til að fara fram á stuðning við hina nýju forystu Palestínumanna. Forsætisráðherra fundinn Mushir al-Masri, talsmaður Hamas- samtakanna, greindi frá því í gær að samtökin hefðu valið einn úr sínum röðum til að verða næsti for- Khaled Mershaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, ræðir við fjölmiðla á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdans. Mershaal segir að Hamas-samtökin séu tilbúin til að láta af vopnaðri baráttu sinni gegn ísrael ef (sraelsmenn láta af hendi herteknu svæðin. sætisráðherra Palestínu. Hann vildi þó ekki gefa upp hver hefði orðið fyrir valinu. Heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar innan Hamas-samtak- anna, telja að Ismail Haniyeh, efsti maður á framboðslista samtakanna, sé líklegastur til að taka að sér embættið. Hamas-samtökin unnu óvænt sigur í þingkosningum í Palestínu í janúar og er ráðgert að þau hefji formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður í næstu viku. Samtökin von- ast til að mynda stjórn með öðrum flokkum sem geti tryggt einingu þjóðarinnar. ..kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur LANDVELAR ehf.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.