blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 12
blaðið________________________________________ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. SKYRT UMBOÐ EN TIL HVERS? Dagur B. Eggertsson hefur hlotið skýrt umboð til að fara fyrir lista Samfylkingar og óháðra í borgarstjórnarkosningunum i vor. Það er mikið og krefjandi verkefni fyrir ungan stjórnmálamann. Árangur Dags, sem taldist óháður þar til fyrir skömmu að hann gekk til liðs við Samfylkinguna, og Oddnýjar Sturludóttur, sem hafnaði í 5. sæti, má auðveldlega túlka sem kröfu um endurnýjun og breytingar. Ekki fer á milli mála að Dagur B. Eggertsson er hæfileikamaður. Hann sýnist fær um að sameina vinstri menn í höfuðborginni líkt og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir forðum og fram er kominn leiðtogi, sem pólitískir and- stæðingar hljóta að taka mjög alvarlega. Á hinn bóginn er oft erfitt að átta sig á stefnumálum hans og afstöðu. I kosningabaráttunni varð Degi tíðrætt um „breytingar" í Reykjavík en lítið fór fyrir efnislegri útfærslu og áætlun um framkvæmdir. Þessi nálgun, sem er í eðli sínu „pópúlísk“ og lítt upplýsandi fyrir kjósendur, er raunar einkennandi fyrir stjórnmál samtimans. Reykvíkingar hljóta því að bíða þess að Dagur geri grein fyrir tillögum sínum og hvernig hann hyggst framkvæma þær, hljóti hann til þess umboð kjósenda. Dagur B. Eggertsson er maður „greiningarferla“, „samráðs" og „umræðu- stjórnmála“ nema þegar annað þykir eiga við, t.a.m. að fá stofnunum lóðir við dýrmæt útivistarsvæði Reykvíkinga líkt og gerðist þegar Háskól- anum í Reykjavík var úthlutað byggingarsvæði við Öskjuhlíð. Hann getur á hinn bóginn játað mistök og gerði það þegar í ljós kom þvílíkt klúður hina nýja Hringbraut er. Útfærsla þeirrar framkvæmdar er að sönnu með öllu óskiljanleg en það er þroska- og styrkleikamerki að geta játað mistök sín. Stefán Jón Hafstein hafnaði í þriðja sæti. Sú niðurstaða kemur nokkuð á óvart þar sem hann er sá forustumaður Samfylkingarinnar í Reykjavík sem mestan pólitískan skriðþunga hefur. Steinunn V. Óskarsdóttir borg- arstjóri getur trúlega verið sátt við annað sætið. Hún vann vel úr þröngri stöðu, sem mótaðist m.a. af því að hana skorti skýrt umboð í embætti borgarstjóra. Árangur Bjarkar Vilhelmsdóttur er einnig athyglisverður. Hún fór nú fram sem óháður fulltrúi en nýtur greinilega persónufylgis enda fer þar skörulegur sósíalisti. Björk gæti því unnið fylgi af vinstri-grænum. Þátttaka í prófkjörinu hlýtur að teljast mjög góð þótt það hafi að sönnu verið galopið. Listi Samfylkingarinnar í borginni sýnist öflugur og nú er það undir leiðtoganum nýja komið að móta áherslur og framtiðarsýn á máli, sem er venjulegu fólki sæmilega skiljanlegt. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. FRJÁLST blaöiö 12 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 blaöiö .ÓKEV OGi líuwv 'REGLlMl/flR, HiGÍí> BÐ HVo^N ^ ALvEG GraVEiKT oq SÁ SEM ViNHuR \\ Tft-R nv VFLJA MG vjL ( sm ponGmSTjóvA. Oleysanlegt reiknings dæmi hins ófyrirséða Ég skrifaði einu sinni sögu um stúlku sem fær sent póstkort úr mjög náinni framtíð (Sú sem er ekki hér; Tvisvar á ævinni - 2004). Póstkortið virðist vera ástarbréf frá giftum, miðaldra karlmanni. Stúlkan er aðeins 18 ára og erfitt að spá henni því að eignast miðaldra elskhuga innan tíðar. Á hinn bóginn er hún þunglynd, ein- angruð og sinnulaus. Þar að auki er einn viðskiptavinur í sjoppunni þar sem hún vinnur farinn að gefa henni auga. Á einum stað í sögunni segir svo um eðli framtíðarinnar: “... alltaf ófyrirsjáanleg en samt svo rök- rétt þegar hún var orðin að nútið og manni fannst að allir hlytu að hafa séð hana fyrir.” Ófyrirsjáanlelki Sífellt gerast gjörsamlega ófyrirsjá- anlegir atburðir sem þó virðast full- komlega rökréttir þegar þeir eru út- skýrðir eftir á. Sífellt sannast að það er erfitt að spá um framtíðina en auðvelt að vera vitur eftir á. Glöggt dæmi um þetta er skopmyndamálið danska. Hver hefði getað trúað því fyrir stuttu að skopmyndir í Jótal- andspóstinum gætu valdið jafnmik- illi ólgu og leitt af sér annað eins fár? Næstum allir stórviðburðir síðustu ára hafa verið ófyrirsjáan- legir. Mér vitanlega sá enginn fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Ég minnist þess ekki að nokkur hafi spáð fyrir um hrun kommúnismans á þeim timapunkti sem það átti sér það. Hvorttveggja eru samt afar rökréttir atburðir, skoðaðir eftir á. Völvuspádómar þykja mér litilfjör- legir, gjörsneyddir skynbragði á hið ófyrirsjáanlega en spá ýmsu líklegu: KR eða FH verður íslandsmeistari, fylgi Samfylkingarinnar minnkar, Davíð hættir, einhverjar náttúru- hamfarir verða á árinu, og svo fram- n vegis. Ég man ekki til þess að völva hafi séð fyrir einhverja af þeim ófyrirsjáanlegu atburðum sem við höfum upplifað undanfarin ár. En ef stúlkan í sögunni minni hefur rétt fyrir sér, um að framtíðin sé ófyrirsjáanleg en rökrétt eftir á, þá vaknar sú spurning hvers vegna við getum ekki séð hana út. Margir hinna ófyrirsjáanlegu atburða eru svo fullkomlega rökréttir að þeir vekja þann grun að framtíðin sé rökrétt afleiðing nútíðarinnar. En annaðhvort eru möguleikarnir í sér- hverri stöðu of margir til að hægt sé að einu sinni ímynda sér þann rétta eða þá að það vantar alltaf of mikið af forsendum, of mikið er óvitað. Framtíðin virðist semsagt vera óleysanlegt reikningsdæmi. Nýlega skoraði forsætisráðherrann okkar ófyrirsjáanleikann á hólm með því að spá því að ísland gengi inn í Evrópusambandið fyrir árið 2015. I augnablikinu virðumst við ekkert hafa þangað að sækja. En þegar við verðum gengin þangað inn árið 2105 mun sú niðurstaða virðast rakin þó að manni þyki hún út í hött núna, sé hann á annað borð svona spámann- lega vaxinn. Hérerég Þessir pistlar mínir hér eru lítið og einfalt dæmi um ófyrirsjáanleikann. Fyrir tæpu ári skrifaði ég ritstjórnar- fulltrúa Fréttablaðsins og falaðist eftir Bakþankaskrifum fyrir blaðið. Brugðist var vingjarnlega við beiðn- inni en mér tjáð að nýbúið væri að ráða í laus pláss pistlahöfunda en hafa mætti mig í huga síðar. Síðast- liðið haust var ég síðan farinn að skrifa í Blaðið, að beiðni þess, fjöl- miðils sem ég hafði ekki hugmynd um að sæi nokkurn tíma dagsins ljós þegar ég sótti um hjá Fréttablað- inu. Ekkert virðist eðlilegra en ég eigi orðastað við ykkur hér í dag en fyrir ári síðan gat enginn séð það fyrir. Verði ykkur að góðu. Höfundur er rithöfundur. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbUs forsíðu DV í gær er Hannes Smára- son, hinn kappsami forstjóri FL Group, tekinn til bæna fyrir að hafa lagt jeppa sínum í stæði fatlaðra við Nord- ica Hotel síðastliðinn föstudag, þegar hann hafi komið til blaða- mannafundar þar sem kynnt voru áform um að skrá lcelandair á hlutabréfamarkað. Þessi rassskelling DV hefur fengið menn til þess að velta því fyrirsér hvert blaðið sé eiginlega að fara. Hingað til hefur hnífurinn ekki komist á milli þeirra Hannesar og Jóns Asgeirs Jóhannessonar, eiganda DV, enda margvísleg eignavensl þeirra á milli, en ntí spyrja menn hvort slettst hafi upp á vinskapinn. Ntí eða hvort hinir nýju ritstjórar DV séu að sýna fram á sjálfstæði sitt gagnvart eigendunum. n svo vekur fréttin af jeppa Hannesar sjálfstæðar spurningar um vinnu- brögðin. Fundur- innvarnefnilega haldinn áaðalskrifstofulcelandair við Reykjavíkurflugvöll, en ekki Nordica eins og glögglega má sjá á mynd, sem fréttinni fylgdi. Ritstjórarnir nýju, þeir Björgvin Guðmunds- son og Páll Baldvin Baldvinsson, geta þá hugsanlega varið sig gagnvart eigendunum með því að fréttin hafi verið skrifuð af óvönum utanbæjarmanni. tí styttist í hið árlega pressuball Blaðamannafélags íslands, en þar verða jafnmframt veitt blaðamannaverðlaun fyrir sérstaklega vandaða eða athyglisverða umfjöllun á liðnu ári. Á meðal þeirra, sem þar eru komin ( úrslit, er Sig- ríður Dögg Auðunsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, en hún ertilnefnd til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku, nánar tiltekið fyrir „títtekt á einkavæðingu rfkisbankanna og umtöluð fréttaskrif um aðkomu áhrifa- manna f aðdraganda málaferla gegn forsvars- mönnum Baugs." Á sfnum tíma héldu ýmsir þvf fram að f umfjöllun um bankana styddist Sigríður að mestu við endursögn tír gamalli skýrslu Rfkisendurskoðanda en niðurstaða tilnefningarnefndarinnar er greinilega önnur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.