blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 2
2 I IWWLEWDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaöiö
blaðiðu_________
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 * www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSiNGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Stýrir erlendum
fjárfestingum
„Ég er að vonum ánægður með
að fá Árna til bankans, annars
værumvið
varla að
gera þetta,“
sagði Bjarni
Ármannsson,
forstjórifslands-l
banka.ísamtali f
við Blaðið í gær. j
„Þettabar Bjarni Ármannsson
tiltölulega hratt
að en okkur
líst afar vel á að fá Árna til liðs
við okkur í þetta verkefni.“
f tilkynningu frá íslands-
banka í gær segir að Árni hafi
verið ráðinn forstöðumaður
á fjárfestinga- og alþjóðasviði
Islandsbanka. Hann muni leiða
viðskiptateymi bankans á sviði
orkumála, einkum endurnýjan-
legrar orku, enda sé það eitt af
þeim sviðum sem bankinn hafi
einsett sér að vaxa á alþjóðlega.
„Á liðnum árum hefur bank-
inn tekið þátt í og fjármagnað
verkefni á sviði orkumála,
bæði á íslandi og erlendis, og
er stefna bankans að stórefla
þessa starfsemi," segir enn-
ffemur í tilkynningunni.
Bjarni segir að ráðning Áma
muni styrkja útrás bankans
í orkugeiranum, einkum á
sviði endurnýjanlegrar orku.
„Þekking hans og reynsla í
alþjóðasamningum og orku-
málum mun nýtast bankanum
vel í því uppbyggingarferli sem
framundan er. Við ætlum okkur
að vaxa hratt á sviði orkumála
og verða á meðal leiðandi banka
í heiminum í fjármögnun og
ráðgjöf á því sviði, einkum á
sviði endurnýjanlegrar orku og
við jarðvarmaverkefni, sem við
íslendingar höfum dýrmæta
reynslu af,“ segir Bjarni.
Ekki mikil hætta af svifryki
Sérfrœðingur í lungnalœkningum segir að mikið sé gert úr hœttunni vegna svifryks. Nœr
vceri aðfjalla meira um skaðsemi reykinga sem valda núfaraldri lungnakrabbatilfella.
Blaðiö/lngó
Nær væri að fjalla meira um skaðsemi reykinga en möguiega hættu af svifryki. Þetta
segir sérf ræðingur f lungnalækningum hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi.
Magn svifryks f Reykjavík hefur
mælstvelyfirheilsuverndarmörkum
nokkra síðustu daga. Ástæða þess
er að lftill vindur hefur verið á höf-
uðborgarsvæðinu auk þess sem kalt
hefur verið í veðri. Við þessar að-
stæður mælist magn svifryks mikið,
af þeirri einföldu ástæðu að enginn
vindur er til að feykja því burt, eða
væta til að halda því á jörðinni.
í tilkynningu frá Umhverfissviði
Reykjavíkurborgar undanfarna
daga kemur fram að ráðlegt sé fyrir
þá sem eru með viðkvæm öndunar-
færi eða astma, að halda sig fjarri
fjölförnum umferðargötum við
þessar aðstæður, því svifryk sé fín-
asta gerð rykagna sem eigi greiða
leið í öndunarfærin.
Lítil mengun á íslandi
Sigríður Haraldsdóttir, sérfræð-
ingur í lungnalækningum, segir
svifrykið ekki alvarlega ógnun við
heilsu almennings. „Mengun hér
á íslandi er mjög lítif. Þó það komi
einhverjir dagar þar sem svifryk er
mikið hér f borginni hefur það ekki
stórkostlegar afleiðingar. Ég veit til
að mynda ekki til þess að fólk hafi
lagst inn á spítala vegna svifryksins,“
segir Sigríður.
„Astmasjúklingum lfður illa við
þessar aðstæður en þeir þekkja ein-
kennin og halda sig einfaldlega inn-
andyra þegar svona viðrar.“
Blaðið hefur heimildir fyrir því að
á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu
hafi leikskjólastjórum verið ráðlagt
að halda börnum innandyra vegna
svifryksins. Sigríður segir að slíkt
sé óþarfi nema hjá börnum sem hafa
astma.
Fjölgun lungnakrabbatilfella
Hún segir ennfremur að aðrir þættir
í nánasta umhverfi okkar hafi mun
meiri áhrif á heilsuna en svifrykið.
„Tilfellum ungra kvenna með
lungnakrabbamein hefur fjölgað
mikið að undanförnu og tala má
um faraldur í því sambandi. Það er
búið að sýna fram á að konur fá fyrr
lungnakrabbamein og við erum að
taka eftir því núna að konur um
fjörutfu ára aldurinn eru að greinast.
Yfirleitt þegar lungnakrabbi greinist
er hann ólæknandi".
Sigríður segir ennfremur að hún
telji að fólk átti sig ennþá ekki á því
hversu hættulegt það er að reykja.
„Það er mjög erfitt að horfa upp á
t.d. 15 ára gamlar stelpur að reykja
þegar maður þekkir mögulegar
afleiðingar. Það er líka erfitt að
hlusta á rök þeirra sem eru á móti
reykingabanni á skemmtistöðum.
Við vitum að óbeinar reykingar
eru skaðlegar heilsu fólks og erum
að sjá tilfelli vegna þeirra. Þar sem
reykingar hafa verið bannaðar á
skemmtistöðum, til að mynda í Nor-
egi, ríkir almenn ánægja með nýtt
fyrirkomulag. Reykingamenn eru
líka ánægðir og rannsóknir benda
til þess að þeir reyki minna. Það er
mjög gleðilegt þegar maður horfir á
afleiðingar reykinga allan daginn,"
segir Sigríður.
Samiö við slökkviliðsmenn
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa náð samkomulagi við launanefnd sveitarfélag
anna. Formaður félagsins, segistfeginn því að takist hafi að afstýra verkfalli.
Gert er ráð fyrir að atkvæði um nýjan samning verði greidd fyrir vikulokin. Blali/l/s,einarHuii
„Við skrifuðum undir samning aðfara-
nótt sunnudagsins sem er til þriggja
ára," segir Vernharður Guðnason,
formaður Landssambands slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna. „Ég
er sáttur með niðurstöðuna,“ segir
hann.
Vernharður sagðist í gær ekki
geta skýrt nákvæmlega frá inni-
haldi samningsins enda ætti hann
eftir að kynna hann fyrir félags-
mönnum sínum. „f stórum dráttum
er þetta á svipuðum nótum og þeir
samningar sem launanefnd sveitar-
félaganna hefur verið að gera upp
á síðkastið. Að auki koma til vinnu-
tímabreytingar og þá breytingar á
vinnuskipulagi í slökkviliðunum
sem koma munu til framkvæmda á
samningstímanum.“
Stefndi í óefni
Vernharður segist mjög ánægður
með þróun málsins. „Sérstaklega
með þá miklu og góðu samstöðu
sem verið hefur á meðal slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna.
Það stefndi svo sannarlega í óefni
á tímabili en við erum manna fegn-
astir að það hafi ekki reynt á það.
Það er svo sem ekki útséð með það
eins og staðan er í dag þar sem
kynning á samningnum er eftir og
síðan verður atkvæðagreiðslan í kjöl-
farið.“ Vernharður segir menn þegar
byrjaða að kynna samninginn fyrir
félagsmönnum og var fyrsti fund-
urinn haldinn í gærkvöldi. „Við
munum síðan fara í félögin eitt af
öðru næstu daga.“ Vernharður seg-
ist gera ráð fyrir því að hægt verði
að greiða atkvaði um samninginn í
byrjun vikunnár og ætti því að vera
lokið undir vikþlok.
Bjartsýnn á framhaldið
Félagsmenn ko’ma úr fimm slökkvi-
liðum, slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins, slökkviliði Akureyrar, bruna-
vörnum Suðurnesja, slökkviliði
fsafjarðar og brunavörnum Skaga-
íjarðar, þar sem er einn félagsmaður.
Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflug-
velli eru síðan í þeirri sérstöku að-
stöðu að hafa hvorki samningsrétt
né atkvæðisrétt og greiða þar af leið-
andi ekki atkvæði um samninginn.
Vernharður segist vera bjartsýnn á
að samningurinn verði samþykktur.
RAFSUÐUVELAR TIG Inverter hátíðnivél, 200amp-
35%,125amp-100%. Þyngd 9Kg. IS0 9001 og CE vottun.
Verð aðeins 56.500 með þrýstijafnara og einnota argon hylki ,110L.
Pinnavél, ZX7 Inverter hátíönivél, 200amp-35%,125amp-
100%,Þyngd 8,5Kg. IS0 9001 og CE vottun.
Verð aðeins 37.500.-
Auto dark rafsuðuhjálmar, þyngd aðeins 420gr.Stillanlegir DIN 9-13.
Verðaðeins 11.900.-
IS0 9001 og CE vottun.
Varahlutir fyrirliggjandi í bæði vélar og hjálma.
Kvistás ehf. S. 482 2362 og 893 9503. kvistas@simnet.is
(3 Heiöskfrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað Alskýjað
Rigning, litilsháttar /// Rigning 9 9 Súld *’<’■ Snjókoma
5 *
Slydda ^ Snjóél ^ I
Amsterdam 04
Barcelona 13
Berlín 01
Chicago -01
Frankfurt 02
Hamborg 0
Helsinki -05
Kaupmannahöfn -03
London 06
Madrid 08
Mallorka 13
Montreal -08
New York -01
Orlando 10
Osló -04
París 05
Stokkhólmur -04
Þórshöfn 01
Vín 00
Algarve 14
Dublin 04
Glasgow 05
✓ /
✓ S
+Q '
3°
b
z' /•
' '
2°
h
/ /
4
Veðurtiorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
*
///
///
///