blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERÍENDJiR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaöið Korniö senn á þrotum í Zimbabwe Aðeins eru til um tveggja vikna birgðir af korni í Afrikuríkinu Zimb- abwe og hefur það ástand mála leitt Hvetur Hamas til að hundsa eldri samninga Ayman al-Zawahiri, næstráð- andi hryðjuverkaleiðtogans Os- ama Bin Laden, hvatti Hamas- hreyfinguna á laugardagskvöld til að hundsa eldri friðarsamn- inga Palestínumanna og Israela. I ávarpi sem al-Jazeera sjónvarpsstöðin sýndi lýsti al-Zawahiri því yfir að Hamas, sem nú er komin til valda í Palestínu, bæri að halda áfram vopnaðri baráttu gegn ísraelum. „Enginn Palestínumaður hefur rétt á að gefa eftir eitt sandkorn palestínskrar jarðar," sagði al-Zawahiri m.a.. Hvatti hann múslima í Palestínu, írak og víðar til varfærni í samskiptum við Bandaríkjamenn og leiðast ekki til þátttöku í þeim „pólit- ísku ferlum“ sem Bandaríkja- stjórn reyndi nú að hefja víða um heim. Vísaði hann með þessu til kosninga og breyt- inga í átt til lýðræðis sem víða hafa átt sér stað í arabaríkjum á undanliðnum misserum. Al-Zawahiri vék sérstaklega að samningum þeim sem fyrri ráðamenn í Palestínu hafa gert við ísraela. Sagði hann þá gjörninga fela I sér uppgjöf Palestínumanna, Hamas-hreyfingunni bæri því að hafna þeim og halda áfram vopnaðri baráttu sinni. Mahmoud al-Zahar, þing- maður Hamas-samtakanna, lýsti því yfir að hann væri ósam- mála yfirlýsingum al-Zawahiris og neitaði því að hreyfingin hefði „gengið í gildru Banda- ríkjamanna" er ákveðið var að Hamas tæki þátt f þingkosning- unum í Palestínu. Þeim lauk með stórsigri hreyfingarinnar en Israelar hafa neitað öllum samskiptum við hina nýju ráðamenn í Palestínu með vísun til þess að Hamas stefni að því að uppræta ríki gyðinga. til þess að fátækir íbúar landsins hafa ekki lengur ráð á að kaupa brauð. Verð á brauði hefur á einni viku hækkað um 30% í Zimbabwe og efna- hagsástandið verður sífellt verra, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Er nú svo komið að verðbólgan mæl- ist rúmlega 600%. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, sem er í raun einráður í landinu, hefur afrekað að leggja efnahaginn í rúst á aðeins nokkrum árum. Árið 2000 hóf hann herferð gegn hvítum bændum i landinu og hafa jarðir fjöl- margra þeirra verið teknar eignar- námi og þeir flæmdir á brott. Þetta hefur haft í för með sér hrun land- búnaðarframleiðslunnar. Mugabe forseti neitar því að stjórnarstefn- unni sé um að kenna og fullyrðir að miklir þurrkar hafi kallað þessar hörmungar yfir þjóðina. BBC hefur heimildir fyrir því að ör- yggissveitum stjórnvalda hafi verið skipað í viðbragðsstöðu til að bregð- ast við leiði örbirgðin og óánægjan til mótmæla og uppþota. Stjórnar- andstaðan í landinu segir ástandið mjög alvarlegt og ljóst sé að þjóðin fái ekki þolað öllu meira. „Ástandið er skelfilegt sökum skortsins,“ segir Arthur Mutambara, leiðtogi MDC- hreyfingar stjórnarandstöðunnar, í samtali við BBC. „Eldsneyti er ekki fáanlegt og neysluvarningur er svo dýr að almenningur hefur ekki ráð á að kaupa hann. Atvinnuleysið er 80% og verðbólgan 600%,“ bætir hann við. Alþjóðlegar hjálparstofnanir segja að um 4,3 milljónir manna þurfi á matvælaaðstoð að halda í Zimbabwe á næstu mánuðum en uppskera verður næst í maí. Um 13 milljónir manna búa í landinu. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe m Reuters Háu bensínverði mótmælt í Irak Fjöldi fólk kom saman I bænum Kut, sem er um 170 kílómetra suður af Bagdad, höfu- borg (raks, í gær tii að mótmæla háu bensínverði í landinu. Krafðist fólkið þess að stjórnvöld lækkuðu verðið án tafar. Þá hefur verð á gasi einnig hækkað mikið i (rak að undanförnu og kröfðust mótmælendur þess einnig að brugðist yrði við þeim vanda. Við gröf Khomeinis (ranskar konur söfnuðust í gær saman við grafhýsi Ayatollah Ruhollah Khomeini, fyrrum trúarleiðtoga landsins, í höfuðborginni Tehre- an. Konurnar lýstu yfir stuðningi við kjarnorkuáform stjórnvalda. Á Vesturlöndum telja margir að klerkastjórnin I (ran hyggist koma sér upp gereyðingarvopnum en ráðamenn landsins segja tilganginn með kjarnorkuáformunum eingöngu friðsamlegan; ætlunin sé að framleiða orku í borgaralegum tilgangi. Ayatollah Khomeini lést árið 1989 eftir að hafa rfkt í (ran í tíu ár. Hann var leiðtogi byltingarinn- ar í landinu árið 1979 sem lauk með stofnun íslamsks lýðveldis. Segir að Guð muni kyeða upp dóm um innrásina í írak Tony Blair, forsœtisráðherra Bretlands, er harðlega gagnrýndur vegna ummcela um almcettið og innrás handamanna í írak. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands sætir ámæli fyrir yfirlýsingar um innrásina í (rak. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sætir nú harðri gagnrýni vegna ummæla sem hann lét falla þess efnis að Guð muni á hinsta degi kveða upp dóm yfir þeirri ákvörðun hans að ráðast inn í írak. Andstæðingar innrásarinnar lýsa yfir furðu sinni sökum ummæla forsætisráðherrans og foreldrar sem misst hafa syni sína í írak segja þau ósmekkleg. Blair sagði í viðtali við sjónvarps- manninn Michael Parkinsson á laug- ardag að ákvörðun um að taka þátt i innrásinni í írak hefði verið sér afar erfið. „Þegar maður stendur frammi fyrir slíkri ákvörðun hafa sumar þessara ákvarðana verið mjög erf- iðar, sérstaklega vegna þess að eins og þú veist... er um Iíf fólks að tefla og í einhverjum tilfellum dauða þess,“ sagði Blair orðrétt. „Eina leiðin til að taka slíka ákvörðun er að reyna að gera hið rétta sem sam- viskan býður. Ég tel að ef menn hafa trú á slíkum hlutum þá geri þeir sér grein fyrir að annað fólk leggur mat á slíkt... og ef menn trúa á Guð þá leggur Guð einnig mat á slíkt,“ sagði Blair í viðtalinu. Er hann var spurður hvort hann hefði beðið til Guðs eftir handleiðslu í Iraksmál- inu kvaðst forsætisráðherrann, sem er maður kristinn og trúrækinn, ekki vilja ræða það. Við allar erfiðar ákvarðanir yrðu menn að treysta á samvisku sína. Reg Keys, sem bauð sig fram í kjördæmi Blair í þingkosningunum í fyrra og missti son sinn í átökum í írak, fordæmdi ummæli forsæt- isráðherrans. Ömurlegt væri að ráðamenn skyldu blanda saman trú og innrásinni í írak. „Það fólk sem kveða mun upp dóm yfir Blair verður ekki Guð. Það verða fjöl- skyldur fallinna breskra hermanna og það verða fjölskyldur saklausra íraka sem hefur verið slátrað í þessu gjörsamlega óþarfa stríði,“ sagði Keys. Hann er stofnandi samtaka er nefnast Herfjölskyldur gegn stríð- inu (Military Families Against The War) en trylltur lýður myrti son hans í bænum Majar Al-Kabin i júní- mánuði árið 2003. Keys sakaði Blair um að fara að dæmi George W. Bush Bandaríkjafor- seta en haft hefur verið eftir honum að hann hafi ákveðið að ráðast inn í írak og Afganistan vegna þess að það hafi verið vilji Guðs. „Erum við að horfa á 100 líkkistur sem fluttar eru til Bretlands vegna þess að Guð sagði honum [Blair] að hefja stríð?“ spurði Keys. Rose Gentle, sem missti son sinn í borginni Basra í Suður-írak árið 2004, sagði að sann- kristinn maður hefði aldrei hafið Iraksstríðið. „Sannast sagna hef ég viðbjóð á þessum ummælum. Þau eru brandari,“ sagði hún. Dr. Evan Harris, þingmaður Frjáls- lynda demókrataflokksins, lýsti yfir því að ummæli forsætisráðherrans væru „galin“ og hvatti stjórnmála- menn til að vísa ekki til almættisins í störfum sínum. „Stjórnmálakerfi okkar byggist á ákvörðunum sem kjörnir og ábyrgir stjórnmálamenn taka en ekki guðir þeirra eða ein- hverra annarra “ Fréttaskýrandi breska ríkisút- varpsins, BBC, Terry Stiazny, sagði að ummæli Blair væru þau fyrstu sem frá honum bærust í þá veru að trú hefði haft einhver áhrif á þá ákvörðun hans að taka þátt i innrás Bandaríkjamanna í írak.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.