blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 10
10 I SNYRTIVÖRUR MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaAÍÖ Hrukkukrem sem innihalda kóensím Q-iofrá Nivea er sagt minnka hrukkur og koma í vegfyrir að nýjar myndist. ,Q-io er kóensím sem gegnir lykil- hlutverki við að umbreyta orku lík- amans og koma henni á það form að frumur geti nýtt sér það til upp- byggingar," segir Ólafur Gylfason, framkvæmdastjóri Beiersdorf á fslandi. Nivea framleiðir snyrtivöru- linu úr Q-io kóensímum sem gerir það að verkum að orka og kollagenfr- amleiðsla húðarinnar eykst. Nivea hefur einkaleyfi fyrir að nota eina Q-io ensímið sem er líkt því sem lík- aminn framleiðir en það er framleitt á rannsóknarstofu. „Nivea framleiðir Q-io andlits- og augnkrem fyrir konur og karla. Til viðbótar selur Nivea andlistkrem án ilmefna sem er notað fyrir við- kvæma húð.“ Ólafur segir að tiltölulega fáar kvartanir berist vegna kremanna frá Nivea þó alltaf geti komið upp ofnæmiseinkenni. „Það er mjög góð regla þegar ný krem eru notuð að setja kremið i olnbogabót- ina. Ef roði kemur í ljós getur það verið merki þess að viðkomandi þoli ekki kremið. Líkaminn minnkar framleiðslu kóensíms um 25 ára aldur en með Q-10 kremunum getur fólk haldið húðinni ungri. Það hefur einnig verið sýnt fram á að Q-10 minnki hrukkur og komi í veg fyrir að nýjar myndist. f Q-10 línunni eru framleidd sérstök augnkrem en þar er húðin viðkvæmari og þynnri og því þarf formúlan að vera öðruvísi fyrir svæðið í kringum augun. f Nivea visase linunni er einnig hægt að fá krem (anti eye shadow) sem er gott fyrir þrota í kringum augun. Q-10 kvenlínan kom á mark- aðinn árið 1998 en herralínan kom á markað fyrir tveimur árum síðan.“ Ólafur segir að þeir sem hafi áhyggjur af ótímabærri öldrun ættu að nota krem frá Nivea því hér séu á ferðinni krem sem hafa verið í þróun lengi. „Nivea kom fyrst á markað árið 1882 og það hefur stöðugt verið unnið að nýjungum á kremunum síðan.“ h ugrun@bladid. net Fjólublár draumur á íslensku vori Að skella maskara á augnhárin er líklega sú förðunaraðferð sem hefur hvað mest áhrif á útlitið og þó konur noti einungis maskara getur þessi takmarkaða snyrtivöru- notkun skipt sköpum. Maskarar eru mjög mismunandi, allt eftir því hvort konur vilja þykkja eða lengja augnhárin, jafnvel bæði, og litaðir maskarar hafa notið aukinna vinsælda síðustu misserin. Litaðir maskarar geta lifgað mjög upp á förðun þeirra sem nota einungis maskara og gefið augniitnum aukna dýpt. Þessi fjólublái cils á cils maskari frá Chanel tónar fallega við íslenska vorið, eins og draumur, sem blikkar á hvörmum. f þessum maskara eru mismunandi vaxgerðir, hrísgrjónavax, bíflugnavax og carnauba vax sem auðvelda mótun augnháranna og er sérlega fallegur. Hótel Ork - ATVINNA SSL.. Óskum eftir að ráða í eftirfarandi störf: Næturvördur: 100% starf í gestamóttöku auk annara tilfallandi verkefna. Vinnutími ffá klukkan 19.00 til 07.00, viku í senn og frí í eina viku. Tungumálakunnátta nauðsynleg, jákvæð framkoma og þjónustulund. Reynsla af bókunarkerfum æskileg. Tölvukunnátta nauðsynleg. Adstoðarfólk í eldhús og veitingasal: Hlutastörf, en möguleiki á mikilli vinnu næstu mánuðina. Þjónustulund og jákvætt hugarfar. Umsóknir skulu sendast Sigurði hótelstjóra á netfangið sigurdur@hotel-ork.is og veitir hann nánari upplýsingar í síma 483 4700. Hótel Örk Hveragerði www.hotel-ork.is info@hotel-ork.is HÓTEL ÖRK Fundir - Ráðstefnur - Veislur - Árshátíðir meetings@hotel-ork.is Hitabreytmgar draga úr raka húðttrítmttr í veðrabrigðum að vori og hausti, þegar kólnar og hlýnar til skiptis, þarf að huga vel að rakagjöf húðar- innar. Margir kannast við þurrk í húðinni á þessum árstíma en þurr og köld veðráttan dregur úr raka hennar. Það er mikilvægt að endur- nýja þann raka sem tapast og bera vel af rakagefandi kremum á andlit og háls auk þess sem almenn vatns- drykkja er nauðsynleg til að við- halda góðu rakastigi húðarinnar. Snyrtivörufyrirtækin leita sífellt leiða til að bæta rakakremin og Blaðið kannaði virkni eftirfarandi krema: Vatnsveita um húðina Hydraction kremið frá Dior. er hannað til að auka á rakadreifingu milli húðfruma. Það eykur einnig á rakadrægni milli húðlaga og eykur á mýkt húðarinnar um leið og það er borið á. Það verður strax sýnileg breyting á þurri húð og til lengri tíma gefur notkun þess húðinni fallegan blæ. Hydraction kemur í nokkrum gerðum fyrir mismun- andi húðgerðir og hefur mildan og þægilegan ilm. Nærandi næturraki Resilience Lift Extreme frá Estée Lauder eykur á raka húðarinnar yfir nóttina og hjálpar henni að jafna sig á margvíslegu áreiti eins og álagi, sólargeislun og ofþornun. Kremið eykur eðlilega kollagenfr- amleiðslu líkamans og gefur húð- inni æskublæ, lyftingu og ljóma. Resilience Lift Extreme hentar fyrir konur á miðjum aldri en þá hefur dregið úr náttúrulegri getu húðarinnar til endurnýjunnar og rakagjafar. Virkni kremsins nær há- marki eftir fjögurra vikna notkun. V'-§T£E 1 AUDFK %\\\i nct3 Uít - •-”•»»•41 S .?« 11» ....

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.