blaðið - 14.02.2006, Page 1
Barnahúsgögn sem stækka
Barnahúsgögnin okkar bjóða upp á ótal samsetningarmöguleika og sveigjanleika sem gerir þér kleift að nota
eitt og sama rúmið allt frá því barnið hættir í grindarrúminu og fram á unglingsár.
-HÖSCflCN-fl 4J-EIÍÍ1ILI0
Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 - www.husgogn.is
14
Börn segja rangt frá
séu þau spurð leið-
andi spurninga
16..................
Umhverfið stuðlar að offitu
17
Flokka sorp og flagga
grænum fána
18 ............
Börn hafaáhrifá
neyslu heimila
20..............
Þvottaklemma verð-
ur geimflaug
Kjöríoreldrar vilja aiður
greiðslu til œttleiðingar
„Við kjörforeldrar viljum fá styrk
frá ríkinu til að koma til móts
við þann mikla kostað sem
felst í því að ættleiða barn frá
fíarlægu landi“, segir Gíslína V.
Olafsdóttir kjörforeldri. „Flestir
sem ættleiða barn hafa byrjað á því
að fara í glasafrjóvgun sem er líka
kostaðarsamt ferli“, segir Gíslína og
bætir við að margir hafi reynt áraum
saman að eignast barn án árangurs.
Gíslína segir það réttlætismál að
ríkið styrki barneignir fólks sem á
við ófrjósemi að stríða til jafns við
þá sem eignast börn með eðlilegum
leiðum.
„Það kostar rúma milljón að
ættleiða barn frá Kína og inn í því
eru ferðir og annað sem tilheyrir.
Við hjónin ættleiddum barn fyrir
tveimur árum og erum á leið út
aftur í sumar að ná í annað barn. í
fyrra skiptið gátum við unnið mikið
fyrir ferðina en nú er það erfiðara
þar sem við eigum dóttur fyrir. “
Gíslína þekkir dæmi þess að fólk
fresti ættleiðingarferlinu vegna
fjárskorts. Það þarf að hafa góðar
tekjur til að leggja út í þetta og
ekki gefið að fólk eigi þann pening
í handraðanum. Gíslína segir ekki
algengt að barnlaust fólk leiti inn í
íslenska kerfið til að fá börn enda eru
börn þar yfirleitt send í tímabundið
fóstur en lítið um ættleiðingar.
Guðrún Ögmundsdóttir alþingis-
maður reynir nú að koma
þingsályktunartillögu á dagskrá til
að fá ættleiðingu niðurgreidda en
ekki hefur verið ákveðið hversu hátt
hlutfall ríkið myndi greiða.
„Meðaaldur þeirra sem ættleiða
barn er á bilinu 35-40 ára. Ferlið
tekur eitt og hálft ár en reikna
má með að um 35 ættleiðingar
séu gerðar á ári. Fólk sem á við
ófrjósemi að stríða fær niðurgreidda
glasafrjóvgunaraðgerðir en þegar
kemur að því að ættleiða börn
erlendis frá er ekkert endurgreitt og
þetta finnst okkur ekki rétt." Gíslína
er að vonum ánægð með dóttur sína
og segir mikla lífshamingu fólgna í
því að ættleiða barn.
hugrun@bladid.net
Þráðlaust Internet
Laugavegi 27