blaðið - 14.02.2006, Síða 2

blaðið - 14.02.2006, Síða 2
14 I BÖRW OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 blaöiö Börn segja rangt írá séu þau spurð leiðandi spurninga Samkvœmt bandarískum sálfrœðingi sýna rannsóknir að með leiðandi spurningum muni barn segjast hafa verið misnotað kynferðislega þó sú sé ekki raunin BlaOií/Frlkki Monica McCoy:„Ef við förum mjög varlega í að yfirheyra börnin og gerum allt rétt þá munum við missa af einhverjum málum svo það munu sekir menn ganga lausir." Gullmolar „Viktoría þú verður að geyma alla peningana þína i bauknum, ekki vera með þá út um allt. Þú veist ekki einu sinni hvar þeir eru allir. Uhmm, ég veit nú alveg um þá. En ég held að ég verði bara að fá mér svona kort, þá eru þeir bara þar inni og þá eru þeir ekki út um allt.“ Ég var að klæða mig í buxurnar í morgun, þær sneru vitlaust og Baddi afi sagði mér að þær sneru öfugt, ég hélt bara áfram að klæða mig og svaraði: „Það er allt í lagi, ég er í sumarfríi“ Aron Kristín: „Mamma, af hverju er fíllinn svona stór?“ Mamma:„Guð skapaði hann svona stóran.“ Kristín: „Af hverju eru þá hin dýrin svona smá?“ Mamma: „Þetta er sköpunarverks Guðs elskan.“ Kristin: „En fíllinn er svo stór að hann gæti ekki verið inni í þvottahúsinu hjá okkur.“ Mamma: „Hv...hvað þá?“ Kristín: „Ég ætla þá bara að fá mér eitthvað annað dýr.“ Daníel (með grástafinn í kverkunum): „Mamma, við verðum að flytja til Spánar. Hvert einasta mannsbarn á íslandi skuldar 3 milljónir, ég sá það í fréttunum!" Bandaríski sálfræðingurinn Mon- ica McCoy hélt í gær fyrirlestur við Háskóla íslands þar sem meðal annars kom fram að séu börn spurð leiðandi spurninga muni þau segja að þau hafi verið misnotuð kynferðislega, þótt slík sé ekki raunin. Monica lagði því mikla áherslu á að sérfræðingar töluðu við börn ef grunur eru uppi um kynferðislega misnotkun og ætíð yrði að spyrja opinna spurninga, jafnvel þó slíkt yrði til þess að einhverjir gerendur gengu lausir. „Rannsóknir sýna að ef við spyrjum börn sem ekki hafa verið kynferðis- lega misnotuð rangra spurninga þá munu þau segja að þau voru mis- notuð. Það er því mögulegt að fá börn til að segja ranga hluti, með því einu hvernig þau eru spurð. Það eru þó ekki öll börn sem myndu segja rangt til en töluverður fjöldi. Þetta er erfitt því það þarf að spyrja ungt barn opinnar spurningar, sem sagt spurningar þar sem svarið er ekki já, nei, rangt eða rétt. Auk þess þarf spyrillinn að vera viss um að það sé ekkert í spurningunni sem er leiðandi eða hlutdrægt. Ef þú ert með barn sem talar lítið þá getur verið mjög erfitt að spyrja opinna spurninga og það getur verið að þú fáir ekki þær upplýsingar sem þú þarft á að halda. Það gæti merkt að barnið hafi ekki verið kynferðislega misnotað eða að það viíji hreinlega ekki tala um það, vegna hræðslu eða vegna þess að þau hreinlega vita ekki að misnotkunin sé þeim hættuleg.“ Það er í lagi að segja fullorðnum að þau hafi rangt fyrir sér Monica segir að flestir álíti að börn sem hafa ekki verið beitt kynferðis- legu ofbeldi hafi ekki ímyndunarafl til að lýsa slíku ofbeldi. Það sé þó börn sem grunur er uppi um að hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi þá má sjá að fólkið sem spyr börnin býður í raun fram þessar upplýs- ingar, með leiðandi spurningum. Til að mynda gæti spyrill spurt hvort barnið hafi verið snert á óviðkvæmi- legan hátt og barnið segir nei. Spyrj- andi myndi þá spyrja barnið aftur hvort það hefði verið snert og barnið hugsar með sér að það hafi nú þegar svarað neitandi sem var rangt svar þannig að nú sé best að svara játandi. Barn getur í raun dregið mjög grafískar lýsingar úr spurn- ingunum og því verður spyrill að vita betur heldur en að spyrja svona spurninga," segir Monica og bætir við að börn geri ráð fyrir því að fullorðnir viti allt. „Enda erum við alltaf að spyrja þau spurninga sem við vitum svarið við; Hvaða litur er þetta? Hvernig telur maður upp á tíu og svo framvegis. Þau telja því að fullorðnir viti svörin og horfa í and- lit þeirra og giska á rétta svarið. Það þarf því að kenna börnunum nýjar samtalsreglur, að það megi segja að þau viti ekki svarið og að það sé í lagi að segja spyrlinum, mömmu eða pabba að þau hafi rangt fyrir sér.“ Sekir menn munu ganga lausir Gallann segir Monica þann að slíkar opnar spurningar verði alltaf til þess að einhver kynferðisbrotamál muni ekki upplýsast. „Ef við förum mjög varlega í að yfirheyra börnin og gerum allt rétt þá munum við missa af einhverjum málum svo það munu sekir menn ganga lausir. Núna eru sálfræðingar að reyna að finna betri samtalsaðferðir án þess að skapa falskar upplýsingar. Það hefur gengið mjög vel að finna aðferðir fyrir börn eldri en sjö ára en það er ennþá vandamál hvernig sé best að tala við börn undir þeim aldri. Þar sem það er bara orð barnsins gegn orði gerandans í kynferðislegum brotamálum þá verðum við að gera allt sem við getum til að vera viss um að barnið segi satt og rétt frá.“ Einungis sérfræðingar eiga að spyrja börnin Vigdís Erlendsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Barnahúss, tekur undir að það sé vel hægt að skapa ranga frásögn með því að leiða barnið um of, spyrja það ítrekað og á rangan hátt. „Börn eiga það til að reyna að þekkjast viðmælanda sinn. Ég tek því undir að sú hætta sé svo sannarlega fyrir hendi og það er mik- ilvægt að þeir sem taki þessi viðtöl hafi til þess þekkingu og reynslu. 1 Barnahúsi notum við aðferð við að spyrja börnin sem er alþjóðlega við- urkennd, hefur verið rannsökuð um árabil og gefist vel.“ Monica segir einnig að það sé æskilegt að þeir sem spyrja börn hafi réttu þjálfunina. „En jafnvel þó spyrillinn sinni sínu verkefni fullkomlega þá gerirðu ráð fyrir að mamma og pabbi hafi verið búin að spyrja barnið í margar vikur áður. Það fyrsta sem við getum gert er að sérfræðingarnir sinni sínu hlutverki rétt og það hefur verið erfitt. Þegar einhver er handtekinn þá telur lögreglan að hann sé sekur, þess vegna var hann handtekinn. Ef ég er að fara að yfirheyra barn og tel að eitthvað ákveðið hafi gerst, þá þarf ég bara að láta barnið segja það. Spyrlarnir eru ekki að reyna að skapa falskar minningar, en vilja bara virkilega að þetta gangi upp.“ Kynferðislega misnotuð börn spjara sig best „Það er önnur umdeild skoðun sem vekja má athygli á,“ segir Monica. „Það finnst öllum kynferðislegt ofbeldi hræðilegur glæpur og við viljum vernda börnin okkar. En ef litið er á hvernig börn sem hafa verið beitt andlegu ofbeldi, líkam- legu ofbeldi, vanrækt eða beitt kyn- ferðislegu ofbeldi þá eru það börnin sem voru beitt kynferðislegu ofbeldi sem spjara sig best sem hópur. Þau virðast því ekki verða fyrir eins miklu tjóni og börn sem eru beitt líkamlegu ofbeldi eða börn sem eru vanrækt. Það er vitanlega möguleiki að þau verði fyrir einhvers konar tjóni sem við getum ekki skilgreint. Lögin virðast álíta að kynferðislegt ofbeldi sé það versta sem getur hent barn en í raun og veru virðist það skaða barn meira að segja því að það sé einskis nýtt, heimskt og það hefði aldrei átt að fæðast.“ Vigdís vill þó ekki alveg taka undir þetta og segir að það sé hægara sagt en gera að gera slikan samanburð. „Vitanlega fer þetta eftir því hvernig hóparnir eru bornir saman. Ef kynferðislegt ofbeldi stendur yfir í langan tímaþáerþað mjög eyðileggj- andi fyrir þann sem fyrir því verður en viðbrögð við hvers konar ofbeldi er einstaklingsbundið. Mér finnst þetta gáleysislegur samanburður, líkt og verið sé að bera saman epli og appelsínur vegna þess að afleið- ingar fyrir þolendur kynferðisbrota eru öðruvísi en fyrir þolendur öðru- vísi brota. Það var til dæmis staðfest að 80% þeirra stúlkna sem voru innlagðar á barnageðdeild í Noregi á ákveðnum tímapunkti voru þol- endur kynferðisofbeldis og talið að fleiri væru það. Ég verð því að segja að þetta kemur mér dálítið spánskt fyrir sjónir.“ svanhvit@bladid.net rangt. „Þegar horft er á viðtöl við m 0 SPORTPRENNA er góð leið fyrir þá sem viljð styrkja sig til árangurs og auka getu (Iþróttum og Mcamsrækt. iafnframt fyrir þá sem viljá aukafitubrennslu eiginletka Ukamans. Hver dagskammtur ef 53 Sportþrennu mmheldur 1 fiðMtamlntoflu, 2 L- Karnitlntóflur og eitt hytki af omega-3 frtusýrum

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.