blaðið - 14.02.2006, Page 4

blaðið - 14.02.2006, Page 4
16 I BÖRN OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 blaAÍÖ Vöggusett - barnasett Margar gerðir Glæsibæ, S?5S2 0978 www.damask.is Skeifan opið laugardag 10-16 Smáralind opið laugardag 11-18 Smáralind opið sunnudag 13-18 Umhverfið stuðlar að offitu íslensk börn hafa þyngst umfimm kíló á síðustu sextíu árum Aukin hreyfing og hollt matarræði nauðsynlegt til að sporna við offitu. tíðkast á íþróttamótum. Við eigum að innræta börnum að borða holla fæðu og forðast skyndibita." Er- lingur gefur ekki mikið fyrir það að tímaskortur fólks komi í veg fyrir reglulegar máltíðir og hollustu. „Ég á sjálfur þrjú börn og þau fá hollan mat þegar þau koma heim úr skól- anum“, segir Erlingur og bætir við að þetta sé spurning forgangsröðun á heimilinu. í Bandaríkjunum læra börn að lesa á matvæli og telja kaloríur og er þessi fræðsla kominn inn i skóla- kerfið hjá þeim. Hér þarf að búa til fleiri langtíma átaksverkefni sem tengjast matarvenjum og hreyfingu barna.“ Þegar talið berst að skólamál- tíðum segir Erlingur að fræðslu skorti til þeirra sem sjái um skólamál- tíðir í skólunum. „Það er mikilvægt að skólayfirvöld og kennarar setji sér sameiginlega stefnu í þessum málum. Átakið verður að vera til BlaÖiÖ/Steinar Hugi lengri tíma og höfða til krakkanna þ.a. þau vilji taka þátt í því. Erlingur tekur Latabæjarátakið sem dæmi um vel heppnað átak sem höfðar vel til ungu kynslóðarinnar. hugrun@bladid.net Árið 2003 reyndust 20% barna á íslandi of þung miðað við alþjóð- lega stuðla. í Bandaríkjunum er hlutfallið fjórða hvert barn. í kvöld verður málþing á Hótel Loft- leiðum sem Náttúrulækningafé- lagið stendur fyrir en þar verður fjallað um neysluvenjur barna, hreyfingu og annað tengt efni. „I rannsóknum þar sem árgangar níu ára barna eru bornir saman kemur í ljós að þessi aldurshópur hefur þyngst um hálft kíló á sex ára tímabili", segir Erlingur Jóhannsson dósent við íþróttafræðasetur Kenn- araháskóla Islands. Erlingur segir þyngdartölur til yfir þennan ald- urshóp frá árinu 1968 en börn hafa þyngst um þrjú kíló síðastliðin 30 ár og fimm kíló síðustu sextíu árin. Þyngdaraukningu barna tengir Erlingur breyttum lífsháttum og breytingu á neysluvenjum og telur skyndibitamenningu eiga nokkra sök á. „Lífstíll fólk hefur breyst á nei- kvæðan hátt og með aukinni kyrrsetu og breyttum matarvenjum hefur hætta á offitu aukist. Fram- boð á mat er orðið griðarlegt og ákveðið hlutfall sjónvarpsdagskrár snýst um mat og matargerð. Út frá þessu má því segja að umhverfi okkar sé orðið offituvænt. Foreldrar gegna lykilhlutverki í neysluvenjum barna sinna og oft taka börn upp lífstíl foreldra sinna. Þá hefur komið í ljós samræmi á líkamlegu ástandi foreldra og barna. Það er á ábyrgð foreldra að ræða við börn sín um hollustu, koma á reglulegum mat- málstímum og stöðva snakk á milli mála.“ Ekki veita matarverðlaun „Ég er alveg á móti því að börn séu verðlaunuð með mat eins og hefur Verið velkomin austu 1. Búðu til áætlun með barninu sem segir til um hvenær lær- dómur hefst og hvenær ráðgert er að hann klárist. Best er að vinna heimanámið snemma á daginn en þó þarf að gera ráð fyrir því að barnið vilji slaka aðeins á srax eftir að skóla lýkur. Föstudagar henta best fyrir námsefni sem þarf að vinna um helgar. 2. Hvettu barnið til að skipta heima- náminu í tvo hluta, annars vegar efni sem það getur unnið sjálft og hins vegar efni sem það þarf hjálp með. Þú skalt aðeins hjálpa barninu með heimalærdóm sem það getur ekki unnið upp á eigin spýtur. Þannig verður það sjálf- stæðara og lærir að taka ábyrgð. 3. Sjáðu til þess að barnið hafi viðunanadi lærdómsaðstöðu heima, með nægri lýsingu og fáum truflunum. Orðabók, skrif- föng, blöð o.þ.h. ættu að vera til staðar. Ef barninu gengur betur að læra með tónlist ættirðu að sjá til þess að það sé mögulegt. 4. Vertu til staðar þegar barnið er að læra svo það geti leitað til þín ef það lendir í vandræðum. Best er að þú sért í öðru herbergi þar sem auðvelt er að ná í þig en þú veldur samt ekki truflun. 5. Lærdómshópar geta verið góð leið og mögulega gengur barninu þínu betur að læra með einum eða tveimur skólafélögum. Vertu þó viss um að þau séu að nota tímann til að læra. 6. Vertu dugleg/ur að hrósa barn- inu þínu og vertu uppbyggjandi. Segðu barninu hvað það muni standa sig vel í prófinu ef það læri, en ekki hvað það muni standa sig illa ef það læri ekki. 7. Ekki leyfa sjónvarp eða annað fyrr en barnið hefur lokið heima- lærdómnum. Gera þarf þó ráð fyrir að barnið vilji fá sér að borða eða drekka og teygja úr sér inn á milli. Sjö ráð til að hafa i huga fyrir heimanám barnsins

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.