blaðið


blaðið - 06.02.2006, Qupperneq 10

blaðið - 06.02.2006, Qupperneq 10
24 I BfLJIH MÁNUDAGUR 6. FEBRÖAR 2006 Maöi6 Volvo S80 er hátœknibíll Nýr Volvo hefur að geyma árekstrarvara, nýjar vélar og hjartsláttarskynjara. Næsta alþjóðlega bílasýning verður haldin í Sviss í mars og þá verður Volvo S8o kynntur i nýrri útgáfu. Eins og sjá má að ofan er bíllinn sér- staklega glæsilegur og mun því án efa marka sér sérstöðu í harðri sam- keppni við vönduðustu lúxusbílana. I bílnum eru eftirtektarverðar nýj- ungar og ber þar hæst árekstrarvari. Varinn lætur ökumann vita með að- vörunarhljóði og upplýstri aðvörun á framrúðu nálgist bíll það hratt að hætta skapast á aftanákeyrslu. Volvo S8o bregst við með því að setja sjálfvirkt aukinn þrýsting á hjálparhemlunarkerfi bilsins til að draga úr hraða á eins öruggan hátt og kostur er. Auk þess er gagnvirkt öryggiskerfi (PCC) í Volvo S8o sem vaktar læsingar bílsins og lætur vita sé farið inn í bílinn. Ekki nóg með það heldur er Volvo S8o búinn hjart- sláttarskynjara sem nemur hvort einhver sé inni í bílnum. Mengar minnst Það er margt fleira nýtt í Volvo S8o, svo sem fullkomin hljómflutnings- tæki af bestu gerð, háþróað, tölvu- stýrt fjöðrunarkerfi sem hefur þrjá stillimöguleika til að mæta mismun- andi yfirborði vegar eða mismun- andi akstursstíl auk nýrra véla. í nýjum Volvo S8o verða tvær nýjar vélar kynntar. önnur er 315 hestafla V8 vél með 440 Nm togi og með þeirri vél verður bíllinn einnig fjór- hjóladrifinn (AWD) með átaksdeili (Instant Traction) fýrir hámarksdrif- getu og akstursánægju. Fjórir meng- unarkútar og þróuð rafeindastýring gera V8 vélina að einni háþróuðustu vél sinnar tegundar í heiminum og þá sem mengar minnst á mark- aðnum. Hin vélin er algjörlega ný 235 hestafla 3,2 lítra sex strokka vél sem gefur 30oNm tog. Líkt og aðrar vélar frá Volvo liggur hún þverstætt til að hámarka plássið í bílnum og auka árekstravörnina að framan með meira loftrými. svanhvit@bladid. net Aðal þjónustuaðili Bernhards og Ingvars Helgasonar. Dalvegi 16b • Sími 517 1800 icefilmur@icefilmur.is • www.icefilmur.is MEIRAPRÓF - Nýir tímar NÆ5TA NÁMSKEIÐ BYRJAR 15. FEBRÚAR NÝLEGIR KENNSLUBÍLAR SEM UPPFYLLA Euró 2 mengunarstaðal, lærðu í nútímanum UPPLÝSINGAR OG INNRITUN í SÍMA 567 0300 Volvo S80 er sérstaklega glæsilegur bíll og verður til sölu á fslandi (vor. Fallegur bíll að innan sem utan. Opið til kl. 23 og 9-12 aðfangadag Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid .4 FDRJVERK Formverk ohf. OtBtarflote 112 Reytgavðt Swrtt 567-7660 / 691 -6050 ftu 567-7666 Nottang lormorm v»rk » ómsTumúsio RHMMB J Torfærutrukkur sem sameinar styrk og kraft. HPI Savage 25 Limited Edition, sér-útgáfa hlaðinn aukahlutum, takmarkað upplag. f Golf GT er TSI vél sem hlaut hin virtu Paul Pietsch verðlaun fyrir árið 2006. Afburðar þróunar- vinna innan bílaiðnaðarins TSI-vélin sem er í Golf GT bílunum hlaut hin virtu Paul Pietsch verðlaun fyrir árið 2006 frá sérfræðitímaritinu Auto Motor und Sport. Dómnefndin sagði að hin nýja, hagkvæma og skilvirka Golf GT vél með miklu kraftvægi væri afburðadæmi um framsækna þróunarvinnu innan bílaiðnaðarins. Við hönnun nýju vélarinnar settu hönnuðir Volkswagen sér það mark- mið að draga úr heildareldsneytis- neyslu en jafnffamt að auka vélaraf- köstin. Áhrifaríkasta leiðin til þess að draga úr eyðslunni er að beita því sem kallað er „smættun" (downs- izing). í því felst að annars vegar er dregið úr strokkstærð sem dregur úr orkutapi vegna núningsmótstöðu og hins vegar úr vélarþyngd sem leiðir til minni eyðslu en það eykur afköst vélarinnar. „Hámarks orka og lágmarks eldsneytiseyðsla. Þessi stutta lýsing er í raun samantekt á kostum TSI-vélarinnar,“ segir Rudolf Krebs, yfirmaður vélaþró- unardeild Volkswagen. „Sé miðað við venjulegar vélar án forþjöppu en svipuð afköst hefur verið dregið úr eldsneytiseyðslunni um tíu af hundraði þótt snerpa og kraftur hafi ótvírætt aukist. Við setjum viðmiðin í þessum flokki og ég er mjög ánægður með verðlaunin!" Porsche smíðar bila til almenns aksturs en um leið leiktæki sem fá standast snúning Leiktæki sem fá standast snúning Cayman S, nýjasta afkvæmið frá Por- sche, var frumsýndur nýlega í Bíla- búð Benna. Cayman S er staðsettur á milli Boxster og 911 Carrera. Cay- man S er byggður á sömu hugsun og Boxster þar sem vélin liggur í miðjum bílnum sem tryggir honum fullkomna þyngdardreifingu. Ný og öflugri vél gerir bílinn að skemmti- legri viðbót í Porsche fjölskylduna. Cayman er smíðaður eftir sömu forskrift og allir aðrir Porsche bílar en það hefur verið ófrjávíkjanlega regla síðustu 20 árin hjá Porsche að smíða bíla til almenns aksturs en um leið leiktæki sem fá standast snúning. Nurburg hringurinn á 8 mínútum Vélin í Cayman S er 6 strokka, 3,4 lítrar sem skilar 295 hestöflum við 6250 snúninga. Cayman S er 1340 kg og hröðun frá 0-100 km/klst er 5,4 sekúndur, hámarkshraði er 275 km/ klst. Jöfn þyngdardreifing ásamt framúrskarandi stífleika í yfirbygg- ingu gerir Cayman S að einstöku aksturstæki sem fer Nurburg hring- inn á aðeins 8,11 mínútum. Caman S er til sýnis i sýningarsal Bílabúðar Benna. svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.