blaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 7
blaöið FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2005
VEIÐI I 23
Pálmi Gestsson leikari
Kemst í samband
við almœttið
og eilífðina
BlaÖiÖ/Frikki
Pálmi Gestsson leikari og
Spaugstofumaður hefur
stundað rjúpnaveiði árum
saman. Hann tekur þó fram að
ekki sé hægt að telja slíkt í neinum
mannsöldrum en að líklega séu
þetta einhverjir áratugir. „Ég er nú
ekkert sérlega mikill rjúpnaveiði-
maður, en jújú, ég hef gaman af
þeim,“ segir Pálmi.
Útiveran og náttúran heillar
Aðspurður segist Pálmi veiða ým-
islegt annað en rjúpur. Hann skjóti
þá helst endur, svartfugl eða hrein-
dýr. „Þá veiði ég gæsir ef ég hef tæki-
færi til þess.“ Til að veiða rjúpuna
fer Pálmi upp í Borgarfjörð, nánar
tiltekið í Húsafell, og þá vanalega í
fylgd vina sinna Hilmars Jónssonar
leikstjóra og leikara, Hávars Sigur-
jónssonar og Hilmars Hanssonar
dúklagningarmeistara.
„Það er útiveran og sambandið við
náttúruna. Maður kemst einhvern
veginn í samband við almættið og
eilífðina þegar maður er að þvæl-
ast þetta upp á fjöllum og út í nátt-
úrunni,“ segir Pálmi þegar hann er
spurður hvað það sé sem heilli mest
við veiðarnar.
Menn eiga ekki að veiða
þetta ítonnum
Pálma fannst friðun rjúpunnar
á sínum tíma og þær aðgerðir sem
gripið var til í kjölfarið ekki endi-
lega réttmætar. „Ég tel það alveg
sjálfsagt að gera einhverjar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir að stofn-
inn þurrkist út, en hef ekki trú á því
að það hafi verið alfarið veiðarnar
sem spiluðu þarna inn í,“ segir leik-
arinn geðþekki og á þar við hnign-
un rjúpnastofnsins. Honum finnst
samt sem áður þeir annmarkar sem
settir voru á rjúpnaveiðar þegar
þær voru leyfðar aftur af hinu góða.
„Mér finnst sölubannið og styttri
veiðitími alveg sjálfsagðir hlutir svo
að menn séu ekki að veiða þetta í
tonnum,“ segir Pálmi að lokum. ■
3" gasskiptar hálfsjálfvirkar haglabyssur m/6 skiptanlegum
þrengingum + hörð taska, 26" hlaup, 3.080 kg.
Vandaðar ítalskar byssur sem henta vel við
íslenskar aðstæður. Verð frá 69.900 kr.
Útsölustaðir:
REYKJAVÍK: Útivist og veiði, J. Viihjhálmsson og intersport
AKUREYRI: Sjóbúðin • REYÐARFJÖRÐUR: Veiðiflugan
UTIVIST'pbVEIÐI
Sjónaukar í úrvali frá
Bushnell,Gallileo,
Tasco, Nikon og 11.
Hágæða vara á
ótrúlegu verðL
Veiðiportið
Grandagarði 3.
Simi: 552-9940
t.juliusson@vbl.is
Síðumúla11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is
Námskeið í notkun GPS verður haldið
17. og 19. okt. nk. kl. 19-22.
Kennt verður á GPS tækið, lestur korta
og hvernig á að nota saman kort og GPS.
Seinni daginn er verkleg kennsla og þá
er farið út og æft.
Innritun fer fram á Grensásvegi 16A, í síma 580 1800 eða á heimasíðunni www.mimir.is
\