blaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 2
18 I VEIÐI FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2005 Ma6i6 Rjúpnaveiðar hefjast á laugardag Rjúpnaveiðar ekki lengur atvinnugrein Eftir tveggja ára veiðibann fara rjúpnaveiðimenn á stjá um helgina, án efa með gleði í hjarta. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, bíður spenntur eftir helginni. Sigmar talar um að viðhorf til rjúpnaveiða sé öðruvísi í dag en fyr- ir nokkrum áratugum. „Fram á rúm- lega miðja síðustu öld þá stunduðu flestir rjúpnaveiðar í atvinnuskyni og fram yfir seinni heimsstyrjöld þá var þetta atvinna. Þetta var eini möguleiki ungra bænda og bænda- sona til að afla sér aura og rjúpna- veiðar voru því lengi vel atvinnu- grein enda voru rjúpurnar seldar til Danmerkur. Síðan fjölgaði hér í Reykjavík og þá var rjúpan seld í verslunum. Rjúpan var snemma vin- sæll jólamatur og allar búðir fylltust af rjúpu fyrir jólin. Nú er viðhorfið breytt. Nú veiðum við rjúpu fyrst og fremst til skemmtunar. Þetta fór að breytast hægt og bítandi upp úr 1960 en það má segja að það hafi orðið veruleg breyting á þessu upp úr 1990.“ Rjúpnastofninn ekki óþrjótandi auðlind Sigmar segir að upp úr 1990 hafi menn tekið eftir því að rjúpnastofn- inn er ekki óþrjótandi auðlind. „Rjúpan hefur þá náttúru að hún sveiflast á tíu ára fresti, fer úr þvi að vera yfir milljón fuglar niður í að vera þrjú hundruð þúsund fugl- ar. Þá getum við ekki sótt í stofninn endalaust. Sú hætta er fyrir hendi, auk ýmissa breytinga í náttúrunni, að við göngum of nærri rjúpunni.“ Aðspurður um hvort veiðimenn eigi eftir að virða sölubannið segist Sig- mar halda það. „Það er þannig að við hvetjum veiðimenn að gæta hófs við veiðarnar á meðan við erum að byggja stofninn upp, að menn veiði i hófi og aðeins fyrir sig og fjölskyld- una. Ég býst við því að allflestir veiði- menn muni virða þetta.“ Verður hluti af náttúrunni Þegar Sigmar er inntur eftir því af hverju rjúpnaveiðin sé svona skemmtileg verður honum ekki orðavant. „I mínum huga er það í f Benelli 5 ára ábvrgð * óllum nýium byssum Dreifing: Hólmaslóð 1 -101 Reykjavik ■ Simi 562-0095/898-4047 - www.veidihusid.is fyrsta lagi að vera úti í náttúrunni. Þú þarft að hafa öll skilningarvit spennt til hins ýtrasta, þú þarft að fylgjast með einkennum í náttúr- unni því þú ert auðvitað einn út í óbyggðum. Þú þarft að lesa í snjóa- lög og náttúruna. Þú þarft að fylgj- ast með veðrinu, hvernig fuglinn hagar sér, hvort hann sé styggur eða spakur, hvort hann sé að fela sig eða éta og hvort hann er í skóglendi eða klettum. Þannig að það má segja að þegar þú ert að veiða rjúpu þá verð- urðu hluti af náttúrunni. Þetta er líka líkamlega erfitt, þetta er gríðar- leg áreynsla. Menn eru oft á göngu í fjalllendi í átta til tíu klukkutíma. Svo er það félagsskapurinn, maður er yfirleitt að veiða með góðum vin- um og það er snar þáttur í þessu. Oft myndast hefðir að félagar fari á sama tíma á hverju ári á sama stað og veiði saman. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að rjúpan er einhver besta villibráð sem til er á Islandi. Þetta er eini hænsnfuglinn sem hér er og hún hefur þá náttúru að hún lifir á háfjallagróðri. Rjúþan krydd- ar sig því eiginlega sjálf og kjötið er afar ljúffeng villibráð, fíngert og bragðmikið." svanhvit@vbl.is Allt fyrir RJÚPNAVEIÐINA jannsi^ www Hlað ehf. BiidshöfSa 12 - S

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.