blaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 1

blaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 1
H Rjúpnaveiði FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2005 Rjúpnaveiðar heíjast að nýju 18 Rjúpan kryddar sig sjálf 20.................. Uppskriftir að fornu og nýju 21.................. 10 rjúpur á mann - hámark 22............ Útbúnaður rjúpnaskytta 22.................. Hjálparsveit skáta ávallt viðbúin 23 ............... Kemst í samband við almættið og eilífðina 24 .............. Veiðimönnum hefur fjölgað eftir bannið Rjúpnaveiðar hefjast að nýju þann næstkomandi laugardag eft- ir tveggja ára friðun rjúpnastofns- ins. Þó verður stígið varlegra til jarðar en áður þar sem veiðitím- inn hefur verið styttur um þrjár vikur - verður núna til 30. nóv- ember en ekki til 22. desember. Samkvæmt reglugerð sem Sigríð- ur Anna Þórðardóttir, umhverfis- ráðherra, setti í ágúst síðastliðn- um er stefnt að því að rjúpnaveiði í haust verði ekki meiri en um 70.000 fuglar líkt og ráðgjöf Nátt- úrufræðistofnunar Islands gerir ráð fyrir. Þá felur reglugerðin í sér sölubann á veiðibráð í kjölfar þess að frumvarp sem veitir umhverfisráðherra slíka heimild var samþykkt síðastliðinn vetur. Einnig er áframhaldandi bann við notkun vélsleða, fjórhjóla og ýmissa annarra torfærutækja við veiðarnar. í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu frá því í sumar kemur fram að þessir annmarkar eiga að tryggja hóf- sama veiði og að með heimild til að setja sölubann hafi ráðherra fengið mikilvægt stjórntæki til að draga úr rjúpnaveiði. Rjúpnastofninn á að verða sjálfbær Á síðastliðnum tveimur árum frá því að ákveðið var að friða rjúpuna þá hefur stærð rjúpnastofnsins rúm- lega þrefaldast og veiðiþol hans þar af leiðandi aukist verulega. Það er von umhverfisráðuneytisins að stofninn verði sjálfbær og muni sveiflast með náttúrulegum hætti fylgi veiðimenn þessum tilmælum. Umhverfisráðuneytið ítrekar þó að ef veiðarnar verði mun meiri en stefnt er að og gangi nærri stofn- inum muni það grípa til hertra að- gerða á næsta ári. Rjúpnaveiðar eiga enda að vera tómstundariðja frekar en atvinnumennska og magnveiði á rjúpu á því að heyra sögunni til. Enn friðuð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Gert er ráð fyrir því að stórt svæði á Suðvesturlandi, umhverfis höfuð- borgarsvæðið, verði áfram friðað til ársins 2007. Náttúrufræðistofn- un lagði reyndar til að komið yrði á tímabundnu griðlandi rjúpna á Norðausturlandi i því skyni að afla betri gagna um áhrif veiða á rjúpna- stofninn og þá einkum til að meta náttúruleg afföll til að geta betur metið veiðiþol stofnsins. Þá ræðst sóknargeta veiðimanna að verulegu leyti af birtutímanum hverju sinni og mælti stofnunin einnig með því að veiðitímabilið myndi ekki hefjast fyrr en 1. nóvember þar sem hann styttist óðfluga þegar líður á haustið. Að þessum tillögum var hinsvegar ekki farið. SPORTBÚÐ TÍTAN SKOTVEIÐAR, ÚTIVIST & KAJAKAR liÉlll 25 Skotabelti 495.- 495.- khálsi 5G 1 ■ * m Sími: 517 8810 www.sporlbud.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.