blaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 2
18 I BÍLAR & FARARTÆKI MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 blaöiö LrffiiiniriilB Japan/U.S.A VIÐGERÐIR FYRI www.kistufell.com Subaru Forester faer „hæstu einkunn" samkvæmt hinni virtu TUV AutoReport 2006, en þar kemur fram að einungis hafi fundist bilanir í 3% bfla af þessari gerð, sem voru allt að þriggja ára gamlir. Forester er þriðja Subaru-gerðin sem fær hæstu einkunn fyrir áreiðanleika en áður fékk framleiðandinn viðurkenningu fyrir Legacy árið 1999 og Justy 2001. *WWWtfBVARAfíL*UTIRyS + EIGUM ÁVALLT Á LAGER VARAHLUTI í FLESTAR GERÐIR BÍLA VIÐ ERUM YKKAR BÓNUS! ^ 5) MB-VARÁHtUTm BODDÝHLUTIR - 6RINDUR - UOS - SPL6LAR - SLirHLUIIR - VATNSKASSA:- í !l:A Bildshöföa 18 - Simi: 567 6020 - ab@abvarahlulir.is - www.abvarahlutir.is OPIÐ FRÁ: 8.00 - 18.00 Fyrirtækið Fjallasport hefur sérhæft sig í hönnun og breytingum á 4x4 jeppum síðan starfsemin hófst árið 2001 og hefur nú sótt allverulega í sig veðrið. Fjallasport var nýverið stofnað í Noregi og að auki hefur fyr- irtækið meðal annars hannað breyt- ingar á jeppum fyrir Þýskaland, Am- eríku og Luxemborg. Að sögn Reynis Jónssonar, eig- anda Fjallasports, eru íslendingar vel með á nótunum og gera miklar kröfur til þeirra bíla sem þeir keyra. „Það er auðvitað frábært að fólk geri Auðveldari ferðir um hálendið Breyttir bílar og færir í flestan snjó Litil bilanatíðni Subaru Forester Hér gefur að lita nokkra af þeim jeppum sem Fjallasport hefur hækkað miklar kröfur til bílanna og það má alveg taka fram að þetta eru ekki bara einhverjir torfærufíklar sem láta hækka bílana heldur einnig fólk sem hefur áhuga á ferðamennsku um hálendið og vill komast ferða sinna áhyggjulaust," segir hann og bætir við að oftast láti fólk breyta bílunum til þess að ferðast um landið. „Það er náttúrlega gott að geta komist út um allt á hálendinu, heimsækja fallega staði og gista næt- urlangt í hinum ýmsu fjallakofum sem fyrirfinnast þar.“ Reynir segir kosti breytinganna mikla fyrir ferðafólk, bæði vegna þæginda í bílnum og aukinnar færni bílanna. „Flestir láta hækka bílana til þess að komast á fjöllin, enda komast jepparnir mun lengra á há- lendinu og auk þess fer miklu betur um fólk á slæmum vegum ef dekkin eru stór. Stærri breytingarnar eru sérstaklega gerðar fyrir þessar fjalla- ferðir en svo eru margir sem láta gera minni breytingar til þess eins að komast auðveldar upp í bústað eða annað slíkt. Svo finnst mörgum bíllinn einfaldlega fallegri þegar hann er kominn á stærri dekk.“ Stórog mikil endur- hönnun á bílnum Breytingar sem þessar krefjast mik- illar hönnunar enda að mörgu að huga og mikilvægt að vel takist svo að bíllinn sé vel undirbúinn. Reynir segir fólk þó almennt ekki gera sér grein fyrir mikilvægi hönnunar- innar og allra smáatriða þegar bíll er hækkaður. „Þegar það kemur nýr bíll til okkar þurfum við að setjast niður og fara gaumgæfilega yfir það sem við ætlum að gera og hanna alla breytinguna sem slíka. Það þarf að ákveða hvernig á að hækka bíl- inn upp, athuga hvort og þá hversu mikið þarf að klippa úr, hanna nýja brettakanta og útfæra í rauninni allt sem að þessu kemur. Þetta eru fullt af smáatriðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, enda er þetta í raun- inni algjör endurhönnun á bílnum og hann verður sem nýr. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til.“ Fjallasport tekur við bílum bæði frá bílaumboðum sem og einstak- lingum en mest breyta þeir Toyota og Nissan jeppum, auk þeirra am- erísku síðustu tvö árin. Aðspurður segir Reynir starfsemi sem þessa afar mikilvæga hér á landi, enda greinilegt að æ fleiri vilji láta breyta bílunum sínum. „Það er ekki nóg að framleiða bara ál! Einhverjir verða að sinna þessu, ekki spurning!“ halldora@bladid.net vnnHLE ^Pakkningarsett ^Ventlar t/Vatnsdælur - i/Tímareimar ^Knastásar ✓ Legur Ifl'Stimplar Stál og stansar ehf. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 VARAHLUTAVERSLUN Kistufell® kistufell.com Tangarhöfða 13 Símí 5771313 Vélaviðgerðir, túrbínuviðgerðir og spíssaviðgerðir. Vélaverkstæðið Kistufell býð upp á stimpla og slífar í flestar gerðir véla frá hinum þekkta framleiðanda Mahle. Gámmívinnnstofan SUMARDEKKIN KOMIN GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI GÚMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35, 105 RVK Sími: 553 1055

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.