blaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 4
20 I BÍLAR & FARARTÆKI MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 blaðiö Tuðad í umferðinni Undanfarna daga hefur ríkt andrúms- loft sem ég þekkti svo vel fyrir nokkrum árum, þegar hárvöxtur var ekki vanda- mál. Þetta andrúmsloft kristallast (því að ég smelli mér á næstu bílasölu og kaupi einhvern sportara fyrir sumarið. Auðvitað er sumarið ekki komið en við getum nú ekki látið smá hálkubletti koma í veg fyrir að fjölskylda og vinir öf- undi kallinn vegna flottasta bílsins f göt- unni, gjörsamlega kominn með nóg af Subarunum. Lánið er til svo langs tíma að nýfædd börnin verða komin lang- leiðina í háskólanám þegar því loksins lýkur og bíllinn orðinn verðmæt antík. En það skiptir engu máli, hagkvæmnin, réttsýnin og skynsemin er kvödd með vetrinum og að þessu sinni verður það ekkert minna en Turbobíll, Porsche 911. Konan ,Hvað er þetta kona, ég er að fá hann á ótrúlegum kjörum, það bara var ekki hægt að sleppa þessum „díl“, segi ég við konuna og hún hendir frá sér uppþvotta- burstanum. Uppþvottavélin er víst búin að vera biluð síðan fyrir jól og hún komin með leið á að vaska upp. Ég sé á andliti hennar að restin af ástinni lekur úr auganu með fyrsta tárinu. Herra úr- ræðagóður vaknar og segir: „Hey og veistu hvað? Heldurðu að gaurinn sem á bílinn ætli ekki að láta mig hafa nýja uppþvottavél í kaupbæti. Hann vinnur nefnilega í Heimilistækjum," segi ég og finn hvernig nefið lengist örlítið. ,Hvað er þetta elskan mín, við munum stórgræða á þessum bíl í haust þegar ég sel hann. Förum til útlanda fyrir gróð- ann og kaupum svo nýjan Polo handa þér fyrir afganginn.“ í fjórða skiptið á síðustu 10 árum hótar hún svo að yfir- gefa mig! EF ég kem heim á gullfallega sifurlitaða Turbo Porsche-inum án þess að nýja uppþvottavélin verði komin í samband fýrst. Þetta var frábær lausn og ekkert eftir nema að redda þessari uppþvottavél. Það er nefnilega þannig, allavega með konuna mina, að best er að taka gott ,sjokk-treatment“ á hana, segja mikið hærri upphæð en raunin er og lækka hana svo í endann og sýna henni í leið- inni hvað maður er ótrúlega lunkinn samningamaður. Hún veit það auðvitað, maður er ekki næst besti starfsmaður- inn í sínu fyrirtæki án þess að eitthvað sé í mann spunnið. Reddingin Visa reddar uppþvottavélinni og frúin þóttist ekkert taka eftir því að hún heitir Diskomat en ekki AEG. Nú ef hún tekur eftir því segi ég henni bara að það séu sömu aðilarnir sem framleiða allt þetta drasl og engin ástæða til að borga meira bara fyrir AEG logoið. Ástin endurfædd Eftir að hafa hringt heim og fengið staðfest hjá elsta syninum að búið væri að tengja vélina renni ég í hlaðið á stíf- bónuðum bílnum. Konan kemur hlaup- andi út og segir mér að hann sé ótrú- lega fallegur, rétt eins og ég. Vellíðan okkar beggja er 100%. Með vetrarhroll á vanga snýr hún sér að mér og spyr hvort ekki eigi að fara með hana í bíltúr. Ég held nú það og opna fyrir hana hurð- ina, loka á eftir henni vitandi að þessari sælu muni ljúka þegar fyrsta lögfræði- bréfið rennur ljúflega inn um bréfalúg- una. En að sinni er ástin endurfædd og í eitt augnablik höfum við gleymt því að á morgun eigum við að mæta hjá sýslu- manni út af ógreiddum reikningi frá pirruðum parketsala. V.H. Tom Tychsen Sími 517 9350 I Gsm 821 9350 Skútahraun 2 Fax 517 9351 220 Hafnarfirði tom@husbilagalleri.is Vilt þú ________endurnýja húsbílinn? www.husbilagalleri.is Gerir þú miklar kröfur? Útvegum fyrsta flokks húsbíla og hjólhýsi af öllum stærðum og árgerðum beint frá Þýskalandi. Allt eftir þínum óskum. Gott verð - pottþétt þjónusta Böðvar er virkilega skotinn í Vol vo C70, ef marka má aðdáun hans, og mun eflaust fjár- festa í einum slikum þegar fram í sækir. Vill láta kalla sig Volvo C70 - Böðvar Bergsson um draumabílinn Aðspurður um draumabílinn segir sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Böðvar Bergsson nokkra koma til greina. Þó vill hann nefna Volvo C70 sérstaklega, en sá bíll fangaði ný- verið auga hans og hefur ekki horfið úr minni hans síðan. „Æ, það eru voðalega margir bílar sem ég myndi vilja kalla draumabíl- inn. Ég get þó nefnt þennan enda í alla staði frábær bíll. Það er eitthvað mjög „sexy“ við Volvo C70 og að auki er Volvo bara alveg nauðsyn- leg bílategund þegar maður er kom- inn á þennan aldur, enda mjög gott ökutæki og öruggur í alla staði. Það sem er svo einna skemmtilegast við þetta stykki er það að við fyrstu sýn virkar hann voða settlegur og látlaus en svo bara breytist hann í þetta líka villidýr! - svona rétt eins og ég. Að mínu mati er margt keim- líkt með mér og þessum bíl og þess vegna vil ég stundum láta kalla mig Volvo C70.“ Böðvar segist þó ætla að bíða með allar fjárfestingar í bili, enda er hann sáttur við þann bíl sem hann á í dag. „Ég vil nú síður fara að lofa enn einum bílakaupunum. Maður hefur ósjaldan skipt um bfl og kannski kominn tími á að halda einum í einhvern tíma. Hins vegar er aldrei að vita nema maður skoði Volvo-inn í framtíðinni og næli sér í einn svona þrusukagga. Það væri allavega ekki leiðinlegt að aka um götur bæjarins á þessu tryllitæki og þenja svo raddböndin samhliða tón- listinni í græjunum." halldora@bladid.net Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 Ritstjórn 510-3799 Skiptiborð 510-3700 dráttarbeisli Ásetning á staðnum. Tómstundahúsiö Nethyl 2 sími 5870600 www.tomstundahusid.is Víkurvagnar ehf • Dvergshöfða 27 Sfmi 577 1090 • www.vikurvagnar.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.