blaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 blaðiö 24 I BÍLAR & FARARTÆKI Leiðbeiningar um bílaþrifin Kanntu ekki að þríía bilinn þinn? Bíltúrinn verður mun skemmtilegri ef bíllinn er vel þrifinn og mönn um bjóðandi. Þó svo að mikillar einbeitingar sé krafist við akstur eigum við það flest til að gjóa augum í kringum okkur og skoða bílana sem fram- hjá þjóta. Fallegir bílar fanga alltaf augun og við dáumst að þeim sem bera af. Hins vegar er mun leiðin- legra að sjá fallegan bíl og þurfa að fussa yfir sorglegu ástandinu þegar óhreinindin eru allsráðandi og varla sést inn að lakki. Það er nefnilega þannig að margir eiga það til að leggja mikinn metnað í flotta glæsikerru en umgangast hana svo eins og úrhrak og snið- ganga öll þrif. Þetta gengur auð- vitað ekki og þeir sem tamið hafa sér háttalag sem þetta ættu að gefa hreinsunarleiðbeiningunum hér að neðan gaum og læra grunnatriðin þegar kemur að bílaþrifum. Eftir þrifin er svo um að gera að skella sér í ísbíltúr og njóta þess að vera á fal- legum og hreinum bíl. • Veður skiptir sköpum þegar bíllinn er þrifinn og það stoðar lítið að ganga til þrifa þegar það er leiðindaveður ef enginn er bílskúrinn. Notið tækifærið þegar sól er á lofti og blíðskap- arveður og dekrið við bílinn. • Mikilvægt er að ganga úr skugga um að allir gluggar og hurðar séu vel lokaðar, auk þess sem gott getur verið að taka loft- net og annars konar aukahluti af bílnum áður en byrjað er að pússa. Fyrst er bíllinn skolaður vel, bæði þak og hliðar, auk þess sem gott getur verið að sprauta vel á dekkin og felgur ef ein- hverjar eru. Þeir sem vilja al- vöru þrif geta sett tjöruhreinsi á allan bílinn áður en byrjað er að þrífa. Þá er komið að sápunni sjálfri en best er að notast við sérstaka bílasápu, þó svo að sumir láti uppvöskunarsápuna duga. Sáp- unni er blandað saman við vatn og síðan er svampur notaður til þess að dreifa vel úr sápuvatn- inu á bílinn. Það er auðvelt að missa úr blett svo að mikilvægt er að nudda vel og vandlega. Eftir sápuþvottinn er bíllinn skolaður og að lokum er hann þurrkaður með vaskaskinni allan hringinn. Hægt er að kaupa einnota klúta á næstu bensínstöð sem eru sérstaklega gerðir fyrir rúðurnar, ef sápu- þvotturinn hefur ekki dugað. Fyrir þá sem vilja góðan ilm í þilinn eftir alla hreingerning- una er um að gera að fjárfesta í litlum ilmtám eða öðru sem hengt er á bílstjóraspegilinn og gefur góðan ilm. Saab setur á markað nýjan, vandaðan jeppa Skemmtileg viðbót í flokk lúxusjeppa Framleiðandinn Saab er í örum vexti og nú hefur fjölgað þeim gerðum sem standa til boða. Nýi 9- 7x smájeppinn býr yfir einstökum eiginleikum Saab, þ.á.m. fáguðu ytra byrði og innanrými, vandaðri gæðahönnun, undirvagni sem gefur bílnum sportlega og skemmtilega aksturseiginleika og svoss í mið- stokknum fyrir aftan gírstöngina. Bíllinn er með 5,3 lítra V8-vél sem skilar 300 hestöflum, auk þess sem hann er búinn ríkulegum staðalbún- aði eins og leðursætum, 18 tommu álfelgum, drifi á öllum hjólum og Bose hljómkerfi. Hugmyndin að bílnum er sótt til hinnar margverðlaunuðu hönnunar General Motors, GMT360, sem hlotið hefur miklar og góðar viðtökur. Ing- var Helgason mun bjóða Saab 9-7X til sölu á verðinu 6,3 milljónir, en þessi verður án efa aðlaðandi kostur í flokki lúxusjeppa. Höfum flutt að Fiskislóð 14 og breytt nafni fyrirtækisins STURLAUGUR & CO REGAR ÞU ÞARFT AÐ VELJA NYJA VEl. ÞÁ ER ÖRVALIÐ HJÁ NEW HOLLAND. 12 VÉLA LÍNUR - 71 VÉLA GERÐ. Fiskislóð 14 • 101 Reykjavík • Sími: 551 4680 • sturlaugur@sturlaugur.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.