blaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 6
22 I BÍLAR & FARARTÆKI MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 blaöiö Gátlisti vegna bílakaupa Kannaðu ástandið áður en ákvörðun er tekin Meta þarf ástand notaðra bíla vel áður en tekin er ákvörðun um kaup og mikilvægt er að gefa sér nægan tíma í alla skoðun. Þeim sem þekkja lítið til bifreiða er ráðlagt að fá að- stoð frá vini eða ættingja sem er betur að sér í bílamálum, en einnig geta þeir sem minna kunna farið eftir eftirfarandi gátlista. Er lakk skemmt eða sést ryð? Athugið með segli hvort gert hafi verið við með plastfylliefnum. Se- gullinn dregst aðeins að járni. Bendir eitthvað til þess að bíllinn hafi skemmst í árekstri? Bankið í bretti þar sem þau eru fest og í kringum luktir. Athugið hugsanlega ryðmyndun og frágang ryðvarnar í hjólbogum. Móða innan á bílrúðum i þurrviðri getur verið vísbending um ryð. Athugið hvort yfirbygging hafi skekkst. Falla hurðir vel að? Er framrúða rispuð eða skemmd eftir steinkast? Lyftið gólfmottum til að kanna hugsanlega ryðmyndun. Athugið einnig undir mottu í farangurs- geymslu og undir varadekkið. Þefið af teppum. Myglulykt getur bent til leka. Skrúfið rúðurnar upp og niður og athugið slit í lömum með því að lyfta undir hurðir. Athugið kælivatn á vél - engin olía má vera i vatninu. Olía i kælivatni gæti bent til þess að „headpakkn- ing“ sé léleg eða að blokkin sé sprungin. Eru óhreinindi eða olía utan á vélinni? Athugið hvort dropar séu undirbif- reiðinni. Kanna þarf hvort um sé að ræða vélarolíu, bensín, bremsu- vökva, kælivatn eða annað. Sé leki getur viðgerð verið kostnaðarsöm. Lítur bifreiðin almennt út fyrir að vera illa hirt? Athugið rafgeymi - er útfelling við pólana? Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðli- lega þykk olía bendir til að vélin sé mjög slitin. Athugið smurþjónustubók. Athugið hjólbarðana. Raufar í mynstri skulu vera í það minnsta 16 mm á dýpt þar sem þeir eru mest slitnir. Hjólbarðar eiga allir að vera af sömu gerð. Einnig þarf að skoða hvort þeir séu misslitnir og þar að auki má ekki vera hlaup í hjólunum. Eru felgurnar dældaðar? Ef svo er þá getur það verið vísbending um að bílnum hafi verið ekið óvarlega. Ræsið vélina og hlustið eftir óeðli- legum hljóðum. Athugið útblásturskerfið. Er hlaup í stýrinu? Stígið fast á hemlana. Fótstig á ekki að fara alveg í botn heldur á að vera gott bil niður að gólfi. Athugið höggdeyfa með því að ýta á aurbretti yfir hverju hjóli. Haldi bíllinn áfram að fjaðra geta högg- deyfar verið bilaðir eða ónýtir. Athugið kílómetramælinn. Berið álestur saman við almennt útlit og aldur bifreiðarinnar. Reikna má með að meðalakstur sé frá 15.000 - 18.000 km á ári. Mikil sala á bílum um þessar mundir Mikilvægt aö vanda vel til verka viö kaupin Bílar ganga kaupum og sölum sem aldrei fyrr og framboð á bílum er eftir því. Fólk virðist leggja mikið upp úr rétta bílnum, enda eru bíla- kaup yfirleitt stærstu viðskipti heim- ilinna fyrir utan fasteignakaupin. Að sögn Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er mikilvægt að vanda vel til verka þegar farið er í bílakaup og búa svo um hnútana að allir verði sáttir þegar kaup eru framkvæmd. „Það er gríðarlega mikið framboð af bílum, sérstak- lega notuðum, og hægt að gera mjög góð kaup á stundum. Það er hins vegar algjört grundvallaratriði að fara á milli staða, kynna sér úrvalið og kynna sér allt þetta mikla fram- boð sem í boði er. Þá tel ég afar mik- ilvægt að fólk setjist vel yfir málin áður en farið er í bílaleit og skoði hvað fjármunir leyfa, sem og hvers er krafist. Það þýðir ekki að bíða eftir einhverri hugljómun í öllum þessum bílaflota sem í boði er - fólk verður að hafa myndað sér skoðanir varðandi stærð bíls, tegund, verð og fleira. Svo má auðvitað ekki gleyma því að kortleggja aðeins hvernig greiðslum verður háttað enda má ekki gleyma því að þetta snýst um svo mikið meira en einungis verðið á bílnum t.d. tryggingar, bensínverð og fleira sem fylgir þessu,“ segir Runólfur og bendir á að stundum hafi borið við að ungt fólk, nýkomið með bílpróf, helli sér út í bílakaup án þess að gera sér grein fyrir þeim mikla kostnaði sem þeim getur fylgt þegar fram í sækir. lager innfluttur í dag OKKAR VERÐ mismunur C 200 KOMPR. 3 stk. 4.890.000 3.690.000 1.200.000 C 240 3 stk. 5.450.000 4.190.000 1.260.000 C 240 Wagon 1 stk. 5.190.000 4.190.000 1.000.000 C 320 1 stk. 6.150.000 4.490.000 1.660.000 ftl MASTER meta ástand ökutækisins, helst með einhverjum sem vit hefur á. Svo er náttúrlega mikið atriði að fara með hann í ástandsskoðun, en þótt að hún kosti pening margborgar hún sig - hvort sem það verður til þess að styrkja ákvörðunina um kaupin eða til þess að sjá galla sem eru á bílnum og hætta þá blessunarlega við. Ástandsskoðun er í raun mjög ódýr trygging fyrir því að losna við leiðindi eftir á.“ Aðspurður um mestu mistök fólks í bílakaupum segir Runólfur það vera þegar fólk gefur sér ekki nægi- legan tíma í skoðun. „í lögum um viðskipti með notaða bíla er skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu sölu- aðila og eiganda og hins vegar skoð- unarskyldu kaupanda. Stundum virðist fólk gefa sér of knappan tíma til að ganga frá kaupunum og það getur verið mjög erfitt að sækja rétt- inn eftir á ef einhverjir gallar eru. Maður heyrir sögur að viðkomandi hafi skoðað ökutækið í myrkri og ekki áttað sig á ástandi hjólbarða eða annars. Það þýðir lítið að bera slíkt fyrir sig í dómi þegar kaupin hafa gengið vegna þessara ríku skoðunar- skyldu sem lögð er á kaupandann.“ Runólfur Ólafsson „Það hefur komið fyrir að við fáum til okkar fólk sem ræður ekki við að borga af bílnum sínum. Þess vegna er mikilvægt að gefa sér tíma í upphafi enda er bíllinn stór hluti heimilisbókhaldsins og allir þurfa að vera meðvitaðir um kostnaðinn við reksturinn.“ Ástandsskoðun ódýrtrygg- ing fyrir kaupandann Runólfur segir miklu skipta að bíll- inn sé vel skoðaður í upphafi af ein- hverjum sem hefur vit á bílum.„Ef þú finnur ökutæki þarftu að prófa og VÍKURVAGNAKERRURNAR þessar sterku Allar gerðir af kerrum Allir hlutir til kerrusmíða VIKURVAQNJkR EHt. Víkurvagnar ohf • Dvergshöfða 27 Sfmi 577 1090«www.vikutvagnar.is y Umboðin fljót að hækka bíla- verð við lækkun krónunnar Runólfur segist ekki vilja meina að fólk eyði almennt um efni fram þegar kemur að bílakaupum þó svo að alltaf sé eitthvað um að keyptir séu bílar sem kaupandinn ræður svo ekki við að greiða. „Það er auðvitað allur gangur á þessu en ég vil nú meina að flestir séu innan skynsemisrammans. Þó er töluvert um að fólk taki mikið lán og afborgunargetan er svo ekki eins og best verður á kosið. Þegar vel árar spenna sumir bogann of mikið og fara í fjárfestingar án þess að gera sér grein fyrir að ekkert megi út af bregða. Bílar falla ört í verði og al- gjörlega liðin tíð að hægt sé að tala um fjárfestingu. Flin fleygu orð sem Volvo setti fram hér áður, að bíllinn sé fasteign á hjólum, eiga alls ekki við lengur og mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því,“ segir hann og bætir við að bílverð hafi hækkað þó nokkuð síðustu misseri. „Eftir fall krónunnar hefur bílverð hækkað og það gerðist í raun mjög fljótlega. Að okkar mati voru umboðin fullsein að lækka verðið á sínum tíma þegar krónan var að styrkjast en þeir virðast vera mun fljótari að hækka verðið þegar þessu er öfugt farið og krónan veikist." halldora@bladid.net llhús Nissan, Toyota, Isuzu, Mitsubishi, Ford Eigum til á lager gæöa pallhús. Sprautuö, vínilklædd og tilbúinn til ásetningar. Glæsibæ / Álfheimum 74/ 104 Reykjavík / sími 540-2200 / www.masterbill.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.