blaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 1
Farðu þér hœgt!
3...þú hefuralla helgina
daga helgi, ótakmarkaður akstur.
1 z'—1 —sl
BÍLALEIGA
oí :.
rbcars.is
GLERAUGNAVERSLUN ^4 Gleraugaö S: 5681800
Frjálst,
óháð &
ökeypis!
LOKSINS Á
ÍSLENSKU
betsson.com
80. tölublað 2. árgangur
fimmtudagur
6. apríl 2006
Maður má
aldrei hika
Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi
^ Listahátíðar, ræðir um listamenn,
snobb og stjörnustæla í viðtali við
Kolbrúnu Bergþórsdóttur.
BlaÖið/Steinar Hugi
Eignarhald á fjölmiðlum
tengt markaðshlutdeild
/ drögum að nýjufrumvarpi umfjölmiðla ergert ráðfyrir að Samkeppniseftirlitið geti ógilt
samruna sem þegar hefur átt sér stað sé tjáningarfrelsi og skoðanamyndun talið í hœttu.
Undarlegar
aukaverkanir
svefnlyfs
Mikil umræða er nú í Bandaríkj-
unum varðandi svefnlyfið Ambien,
en vísbendingar eru um að lyfið
hafi þá undarlegu aukaverkun í
för með sér að fólk borðar í svefni.
Ótrulegar sögur ganga af fólki sem
hámar í sig mat að nóttu til án þess
að muna nokkuð eftir því morgun-
inn eftir. Aðeins matarleifarnar í
rúminu og opni ísskápurinn gefa
vísbendingu um að eitthvað furðu-
legt hafi átt sér stað.
Engin tilvik þekkt hér á landi
Hér á landi er svefnlyfið markaðs-
sett undir heitinu Stilnoct. Engum
sögum fer þó af því að orðið hafi
vart við þessa furðulegu auka-
verkun hér á landi.
1 Blaðinu í dag er fjallað nánar
um þetta mál og sagt frá fólki sem
upplifað hefur þessar skrítnu auka-
verkanir. Ein kona sem lá rúmföst
vegna skurðaðgerðar hafði ein-
hvern veginn afrekað að komast
inn í eldhús og steikja sér egg og
beikon í svefni en á daginn komst
hún ekki einu sinni hjálparlaust á
salernið. Önnur kona hafði bætt
á sig 50 kílóum sökum þess hve
mikið hún borðaði í svefni áður en
í ljós kom að lyfið gæti verið söku-
dólgurinn. Þegar hún hætti að nota
Ambien hvarf vandamálið eins og
dögg fyrir sólu.
Vísindamenn standa ráðþrota
gagnvart því hvernig á þessu kunni
að standa, en svefnröskunarsér-
fræðingur einn sem vitnað er í segir
líklegast að ástæðuna megi rekja
til þess að frumþarfirnar að sofa
og borða, tvinnist á einhvern hátt
saman.
| SÍÐA18
Reuters
1 fangi mömmu
Apaynja heldur á mánaðar-
gömlum unga sínum og gæðir
sér á kirsuberi í dýragarðinum
í Jinan í austurhluta Kína. Apar
þessarar tegundar lifa eingöngu
í Kína. Þeir nefnast „gullapar“
og njóta algjörrar friðunar í land-
inu. Unginn var í fyrsta skipti
leiddur fyrir sjónir almennings
nú í vikunni.
Einstaklingur eða fyrirtæki og
skyldir aðilar mega ekki eiga meira
en 25% eignarhaldshlut í útvarps-
stöð eða dagblaði, sé markaðshlut-
deild fjölmiðilsins þriðjungur eða
meiri. Þetta er á meðal þess sem
kemur fram í drögum að nýju frum-
varpi um brey tingar á útvarpslögum
og lögum um prentrétt, sem Blaðið
hefur undir höndum. Frumvarpið er
samið af hópi lögfræðinga undir for-
ystu Páls Hreinssonar, prófessors. í
frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir
að samkeppnislögum verði breytt
á þann veg að Samkeppniseftirlitið
geti ógilt samruna fjölmiðlafyrir-
tækja sem þegar hefur átt sér stað.
1 nýju drögunum eru settar
ákveðnar takmarkanir á eignarhald
fjölmiðla, annars vegar með breyt-
ingum á útvarpslögum og hins
vegar með breytingum á lögum
um prentrétt. Svo virðist sem farið
hafi verið að mestu að tilmælum
fjölmiðlanefndarinnar sem skilaði
af sér skýrslu fyrir ári og í áttu sæti
fulltrúar allra stjórnmálaflokka á
þingi. Að auki var lagt að höfundum
frumvarpsins að hafa skyldi samráð
við fulltrúa allra flokka á Alþingi.
1 drögunum nýju segir: „Einstak-
lingur eða fyrirtæki og skyldir að-
ilar mega ekki eiga meira en 25%
eignarhlut í útvarpsstöð,11 ef mark-
aðshlutdeild mælist þriðjungur í
þrjá mánuði samfleytt. Eigi þessir
sömu aðilar fleiri en eina útvarps-
stöð á sama markaði, þ.e. hljóð-
varps- eða sjónvarpsmarkaði, skal
leggja saman markaðshlutdeild við-
komandi stöðva. Svipað ákvæði er í
þeim kafla frumvarpsins sem lýtur
að lögum um prentrétt. Þar segir
að óheimilt verði að eiga meira en
25% í útgefanda dagblaðs sé mark-
aðshlutdeildin þriðjungur. Ef ein-
staklingur eða fyrirtæki og skyldir
aðilar eiga fleiri en eitt dagblað skal
leggja saman markaðshlutdeild blað-
anna, enda eigi þeir 10% eða meira í
hverju blaði. Ef til þess kemur að fyr-
irtæki brjóti í bága við lögin þegar
þau taka gildi, fær það tveggja ára
aðlögunartíma.
Þriðji kafli frumvarpsins fjallar
um samruna fjölmiðlafyrirtækja.
„Ef ætla má að samruni, þar sem
tvö eða fleiri fjölmiðlafyrirtæki
eiga í hlut, stofni tjáningarfrelsi og
frjálsri skoðanamyndun almenn-
ings í hættu getur Samkeppniseft-
irlitið ógilt samruna sem þegar
hefur átt sér stað.“ Ennfremur segir
að áður en Samkeppniseftirlitið
tekur ákvörðun samkvæmt þessari
grein skuli leitað álits útvarpsrétt-
arnefndar. í skýringum á þessu
ákvæði segir í frumvarpsdrögunum
að við mat á því hvort frjálsri skoð-
anamyndun sé stofnað í hættu beri
að líta til þess meðal annars, „hver
áhrif samruni hefur á möguleika
almennings til þess að nálgast upp-
lýsingar um þjóðfélagsmál, einkum
innanlandsmál, og ólíkar hliðar
þeirra, kynnast mismunandi við-
horfum til umdeildra mála, og
taka þannig upplýsta og sjálfstæða
afstöðu til þess sem er efst á baugi
hverju sinni."