blaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 20
20 I FERÐALÖG
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaöiö
Góö ráð til
að pakka í
balcpokann
Hver kannast ekki við að vera með
allt of mikið af dóti á ferðalögum?
Það er svo sem í lagi svo lengi sem
maður þarf ekki að bera allt draslið
sjálfur eins og í gönguferðum.
Nú er komin út bók sem ber
heitið Backpacker- Everyday Wis-
dom en hún inniheldur yfir þúsund
hagnýt, skemmtileg og fróðleg ráð
fyrir byrjendur og lengra komna í
ljallgöngum. Sem dæmi um hagnýt
ráð í bókinni má nefna góð ráð
til að finna gatið á loftdýnunni,
ráðleggingar við matargerð og
fleira. I bókinni er fjallað um mat
á ferðalögum og á hún að vera veg-
vísir til þægilegrar ferðamennsku
en þar er að finna upplýsingar um
veður, heilsu, vatn, viðgerðir og
viðhald búnaðar á milli ferða.
í bókinni kemur fram að þegar
pakkað er í bakpoka sé mikilvægt
að miða við að þyngd bakpokans
sé ekki meiri en !4 hluti líkams-
þyngdar. Reyndir göngumenn
geta þó borið um 1/3 hluta líkams-
þyngdar og stundum meira. Fari
hjón saman í göngu ættu þau að
miða við að þyngd hvors poka
fyrir sig sé ekíci meiri en 20 kg
og er þá miðað við að fimm daga
birgðir af mat séu í pokanum.
Þegar búið er að tína til það sem
taka á með í ferðina er mikilvægt
að fara aftur yfir það sem tekið
var til og grisja eins og mögulegt
er. Fólk ætti að spyrja sig hvort það
þufi virkilega tvo auka stutterma-
boli eða heilt box af verkjatöflum.
Þegar fleiri en einn ferðast saman
er gott ráð að sameinast um hluti
eins og klósettrúllur, prímus, hnífa,
kveikjara, leiðarbók og jafnvel tjald.
Þrautarganga á föstudaginn langa
Hjördís Hilmarsdóttir hjá Ferða-
félagi Fjótdalshéraðs (FF) tekur
þátt í þrautargöngu sem farin
verður á föstudaginn langa en
hún hefur einnig stundað göngu-
ferðir erlendis og verður hópstjóri
um Balkanfjöllin í Búlgaríu í
sumar.
Hjördís hefur staðið fyrir
dagsferðum á Fljótsdalshéraði á
sunnudögum og segir hugmynd-
ina af þrautargöngunni sótt til
píslargöngu sem gengin hefur
verið á föstudaginn langa á Mý-
vatni undanfarin ár.
í þrautargöngunni verður gengið
á milli fjalla eftir Héraðssandinum
en ferðin er um 30 km löng. „Gert
er ráð fyrir að ferðin taki um 12
tíma en rúta verður með í för og því
möguleiki að láta keyra sig hluta leið-
arinnar. Gönguhópurinn verður ferj-
aður yfir ósinn en lágmarksfjöldi í
ferðina er 15 manns. Föstudagurinn
langi er yfirleitt viðburðarlítill hjá
fólki og því tilvalinn til að stunda
hreyfingu í góðum hópi.“ í lýsingu
á ferðinni kemur fram að þetta sé
hörkuganga fyrir þá sem þora. Hjör-
dís bendir á heimasíðuna egilsstadir.
is/ferdafelag fyrir þá sem hafa áhuga
á að kynna sér nánar ferðafyrir-
komulag FF í vor og sumar. Þá getur
fólk skráð sig í þrautargönguna í
síma 863-5813 eða á ferdafelag@eg-
ilsstadir.is.
Hjördís hefur starfað með FF í
rúm tvö ár en yfir veturinn stendur
félagið fyrir dagsferðum á sunnu-
dögum. „Það hafa mætt á bilinu
4-20 manns í göngurnar yfir vetur-
inn en yfir sumarið er þátttaka í
þessar ferðir mun meiri. Á sumrin-
er einnig boðið upp á bæjargöngur
um Egilsstaðabæ. A miðvikudögum
Myndir af Héraðssandi þar sem þrautarganga verður farin á föstudaginn lang
og á föstudagskvöldum er boðið upp
á fuglaskoðunar- og skemmtiferðir í
júní og júlí. Þessar ferðir eru fólki að
kostnaðarlausu og ekki þarf að skrá
sig í þær.
Leiðangursstjóri í Balkanfjöllunum
Hjördís hefur stundað gönguferðir
í 15 ár og segir þær allra meina bót.
„Ég er öflugri og hef meira úthald
núna en ég hafði þegar ég byrjaði
að ganga og hef meira að segja tekið
að mér fararstjórn erlendis. Ég hef
tvívegis verið fararstjóri í Pýrenea-
fjöllunum sem eru á landamærum
Spánar og Frakklands og í sumar
verð ég hópstjóri í einni ferð um
Balkanfjöllin í Búlgaríu sem farnar
eru á vegum ÍT ferða. Ferðin tekur
viku og gist verður í skálum sem eru
á leiðinni." Hjördís segir gönguleið-
ina frekar gróna og hægt að njóta
fallegs útsýnis á leiðinni. Kostnaður
er á bilinu 96-115 þúsund krónur og
þá er flugfar, akstur frá flugvelli og
fararstjórn innifalin. Einnig er hægt
að velja um að vera í hálfu eða fullu
fæði í ferðinni og er það þá innifalið
í kostnaðinum.“
Hjördís segir ferðirnar um Pýrena-
fjöllin hafa verið mjög skemmtilegar
en þar sem hæst er gengið er farið
upp í 3000 metra hæð og gengið um
Rolando skarðið yfir til Frakklands
þar sem gist er í tvær nætur.
-■á4eF » ™
Myndlr sem teknar eru úr ferð sem Hjördfs fór í um Pýreneafjöllin.
/ hversu góðu formi þarf fólk
að vera til að fara í gönguna um
Balkanfjöllin?
„t göngum hjá ÍT ferðum er miðað
við að fólk geti gengið á Esjuna
nokkra daga í röð og þá ætti gangan
ekki að vera neitt vandamál."
Hver er munurinn á að stunda
fjallgöngur erlendis eða hér
heima?
„Hvorutveggja er mjög skemmti-
legt og ég geng á íslandi á hverju
sumri. Það sem er skemmtilegt við
ferðirnar úti er að maður kynnist
annarskonar menningu og fær tæki-
færi til að skoða nýjar slóðir. Þær
ferðir sem ég hef farið í erlendis hafa
ekki verið farnar á háannatíma sem
gerir það að verkum að maður nýtur
betur náttúrunnar.“ Hjördís segir
að þó svo veðrið geti vissulega verið
betra á suðlægum slóðum sé þar
allra veðra von og hefur hún m.a.
lent í miklu hagléli í gönguferðum
þar.
hugrun@bladid.net
fíeuters
Ódýrt til Osló
Flugfélagið SAS hefur nú hafið skrifstofu Akureyrar. Ódýrustu far-
ferðir frá íslandi til Osló en flogið gjöldin eru á 14.790 en oft þarf að
er þangað mánudaga, miðvikudaga bóka þau með fyrirvara. Fyrir þá
og föstudaga. Frá Osló er síðan hægt sem hafa áhuga á að skreppa til Nor-
að ná tengiflugi á alla áfangastaði í egs um páskana er verð á miðum
Noregi. Hægt er að kaupa farmiða 21.670 en þá er farið út 9. apríl og
hjá Ferðaskrifstofu íslands og Ferða- komið til baka 17. apríl.
Hressandi gönguferöir
um páskana
f nýjasta tímariti Útiveru er yf-
irlit yfir margar af þeim ferðum
sem farnar verða innanlands
um páskana. Ferðafélag íslands
býður mikla og góða dagskrá
bæði í Landmannalaugar og
Þórsmörk og Útivist verður með
fjölbreyttar ferðir.
Ferðafélag Islands mun standa
fyrir dagsgöngum í Þórsmörk yfir
páskana en lagt verður af stað í
gönguferðinar á skírdag, föstudag-
inn langa, laugardag fyrir páska og á
páskadag. Ókeypis er í göguferðirnar
en meðal áfangastaða eru Stakk-
holtsgjá, Rjúpnafell, Útigönguhöfði,
Búðarhamar, Teigstungur, Steinbog-
inn, Litli Endi, Stóri Endi, Tindafjöll,
Sóttarhellir og fleiri staðir.
Ferðafélag íslands verður með
skálaverði í Landmannalaugum
um páskana og farið verður í dags-
göngur frá skála FÍ í Landmanna-
laugum og haldnar kvöldvökur á
kvöldin. Ferðafélagið stendur fyrir
ferðum í Laugar fimmtudaginn 13 eftir því sem færi og snjóalög leyfa.
apríl og tilbaka mánudaginn 17 apríl. Nánari upplýsingar um áætlanir
Á leiðinni inn í Laugar verður boðið ferðafélaganna er að finna á utivera.
upp á skíðagöngu frá Bjallavaði eða is
BlaðiÖ/lnqó