blaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 18
18 I VÍSINDI FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaöiö Gengið í svefni af völdum svefnlyfs? Rannsóknir benda til þess að svefnlyfsem selt er hér á landi kallifram samtvinnun hvata. BlaÖiö/SteinarHugi BlaÖiÖ/Gúndi Hláturinn lengir í raun og veru lífið Þetta eru ekki nýjar fréttir. Ómar Ragnarsson söng um það á sínum tíma að hláturinn lengi lífið og lengi hefur þessu verið haldið fram víða um heim. Vísindamenn hafa hins vegar rannsakað þessa gömlu kenningu og komist að því að hún á við rök að styðjast. Það kom í ljós í rannsókn sem framkvæmd var í Loma Linda-háskólanum að jafnvel eftirvæntingin ein eftir því að sjá eitthvað fyndið getur aukið ónæmis- styrkjandi hormón líkamans oggeta áhrifin varað í allt að sólarhring. Dr. Lee Berk, sem var í forsvari fyrir rannsóknina í Loma Linda-há- skólanum segist hafa komist að því að fólk sem bjóst við að sjá fyndið myndband var með 27% meira af beta-endorfínum og 87% meira af vaxtarhormónum í líkamanum en þeir sem voru í viðmiðunarhópnum og bjuggust ekki við að fá að sjá eitt- hvað fyndið. Hver segir svo að kell- ingabækurnar hafi aldrei rétt fyrir sér? Nýjar rannsóknir benda til þess að svefnlyfið Ambien leysi úr læð- ingi þörf fyrir að borða - í svefni. Hið virta dagblað New York Times greinir frá rannsóknunum þar sem sagt er frá því hvernig lyfið hafi þau áhrif á sumt fólk að það gangi í svefni að ísskápnum og éti á sig gat. Daginn eftir muna „nætur æturnar“ ekkert eftir þessum leiðöngrum en vísbend- ingarnar eru út um allt: hnetusmjör í munninum, kartöfluflögur í rúminu, matur sem áður var til er horfinn og kveikt er á ofninum eða eldavélinni. Selt hérálandi Utan Bandaríkjanna er Ambien selt undir nöfnunum Stilnox og Stilnoct en það síðarnefnda er á íslenskum markaði og er talsvert mikið notað. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að það sé hlut- verk yfirvalda að fylgjast með og skrá aukaverkanir lyfja. „Ef það koma fram svona aukaverkanir þá er það að sjálfsögðu tekið til skoð- unar. Ef það kemur síðan í ljós að þessar aukaverkanir séu af völdum lyfsins, þá á það að koma fram í upplýsingum um lyfið." Rannveig segir þetta vera skyldu yfirvalda og lyfjafyrirtækisins. Egg og beikon „Þetta fólk er knúið áfram af þörf- inni fyrir að borða,“ segir Dr. Mark Mahowald frá svefnrannsóknarstöð í Minnesota, í samtali við New York Times. Kona ein í Kalíforniu sem not- aði Ambien lýsir því hvernig það var að vakna á morgnana með rúmið fullt af sælgætisbréfum og matar- leifar um allt eldhús. Hún kenndi éiginmanni sínum og sonum um sóðaskapinn í fýrstu áður en hún komst að raun um að sökudólgurinn væri hún sjálf. Konan segir að sonur hennar hafi óttaðst það svo mjög að hún myndi kafna í svefni einhverja nóttina að hann hafi vakað yfir henni. Konan komst ekki að því að þetta vandamál hennar tengdist Am- bien fyrr en hún hafði bætt á sig 50 kílóum. Önnur kona byrjaði að taka lyfið vegna uppskurðs á baki. 1 kjöl- far aðgerðarinnar þurfti hún að vera í gifsumbúðum frá toppi til táar og gat ekki hreyft sig fram úr rúminu. Engu að siður fór matur að hverfa úr ísskápnum á nóttinni. Hún ásakaði hjúkrunarfólkið sem annaðist hana um þjófnað og það var ekki fyrr en sonur hennar vakti yfir henni að hið sanna kom í ljós. Þrátt fyrir gifsið tókst henni að komast að ísskápnum í svefni og gæða sér á kræsingum. „Á daginn komst ég ekki einu sinni á klósettið eins míns liðs,“ segir konan. Þegar sonurinn kom að henni fyrstu nóttina sem hann var hjá henni stóð hún hinsvegar við eldavélina og var að steikja sér egg og beikon. Þegar hún hætti að taka inn Ambien hvarf vandamálið eins og dögg fyrir sólu. Vinsælt svefnlyf Svefnlyfið Ambien hefur notið mik- illa vinsælda í Bandaríkjunum síð- ustu ár og voru 26 milljónir lyfseðla gefnir út á lyfið 2005. Sanofi-Aventis, franska lyfjafyrirtækið sem fram- leiðir Amhien segir lyfið fullkomlega hættulaust. Talsmaður fyrirtækisins, Melissa Feltmann, segir að allar þær tilkynningar sem borist hafa um þessa hvimleiðu aukaverkun hafi verið tilkynntar til bandaríska lyfja- eftirlitsins. Þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem nota lyfið geri það án nok- urra vandkvæða, virðast aukaverk- anir lyfsins þó vera nokkrar og segir í New York Times að frést hafi að fólk gangi í svefni, þjáist af ofskynjunum, hneigist til ofbeldis og, sem liklega vekur mestar áhyggjur, keyri í svefni. Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að í ljósi þessara frétta verði farið ítar- lega yfir sögu lyfsins sem verið hefur á bandarískum markaði í 13 ár. Frumhvatir tvinnast saman Engar skýringar hafa fundist á þess- ari undarlegu aukaverkun lyfsins, en Dr. Carlos H. Schenk, svefnröskun- arsérfræðingur i Minneapolis segist vera á þeirri skoðun að þetta gerist á þann hátt að heilinn slái saman tveimur frumhvötum, að borða og sofa. „Lyfið orsakar samtvinnun þessara hvata á einhvern hátt,“ segir sérfræðingurinn. Auglýsing Um deiliskipulög í Reykjanesbæ Samkvæmt 25.gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997,er hér með auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulögum. 1. Nýtt deiliskipulag íbúðabyggðar í Hlíðahverfi. Svæðið afmarkast í suðri af væntanlegri Borgabraut og norðri af Flugvallarvegi. Deiliskipulagstillaga sýnir íbúðabyggð með blandaðri byggð á l.til 5.hæðum. 2. Nýtt deiliskipulag fyrir öldrunarþorp og hjúkrunar- heimili.Svæðið afmarkast af Hjallavegi í suðri, baklóðum Vallarbrautar í vestri, Krossmóa að norðan og Njarðarbraut að austan. Deiliskipulagstillaga sýnir 2-3.hæða hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð, 3-6. hæða fjölbýlishúsog l.hæðar raðhús. Tillögu uppdrættir með greinagerðum liggja frammi á skrifstofu ReykjanesbæjarTjarnargötu 12,frá fimmtudeginum 7.apríl til 7. maí 2006. Athugasemdum við tillögurnar skal skila til bæjarstjóra Reykjanesbæjar eigi síðar 22.maí 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Reykjanesbæ 3.apríl 2006 Viðar Már Aðalsteinsson Framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Var Jesús í jakahlaupi? Það má vel vera að Jesús hafi gengið á vatni. Spurningin er hins vegar í hvaða formi vatnið var. Vísinda- menn frá Flórída halda því nefnilega fram að verið geti að spámaðurinn hafi í raun gengið á nokkurskonar ísfleka sem myndast hafi á Galíleu- vatni á sínum tíma. Að mati vísinda- mannanna er möguleiki á þvi að óvenjuleg skilyrði í vatninu ásamt snöggu kuldakasti geti útskýrt hina frægu bibliusögu. Þeir segja, að svona tilvik hafi átt sér stað á um það bil 160 ára fresti fyrir 1500 til 2500 árum síðan. „Þetta er aðeins byggt á líkum, þannig að við erum ekki vissir um að þetta hafi gerst,“ segir prófessor Doron Nof við ríkis- háskólann i Flórída. „Við erum að- eins að benda á að líkur séu á þvi að þetta fyrirbæri hafi verið til staðar á tímum Jesús. En hvort þetta útskýri söguna af því þegar hann á að hafa gengið á vatninu, það veit ég ekkert um.“ Rokið reddaði Móses Þetta er ekki í fyrsta sinn sem pró- fessor Nof og félagar hans hafa reynt að finna vísindalegar útskýringar á biblíusögunum, en árið 1992 færðu tveir félaga hans stærðfræðina sér í nyt þegar þeir könnuðu söguna af því þegar Móses skildi Rauða hafið að. Þeir komust að því að þetta væri mögulegt ef stöðugur vindur blési í norð-austur á 64 kílómetra hraða á klukkustund í um það bil 10 stundir. Vindurinn hefði ýtt vatninu frá stöndinni og minnkað vatnshæð- ina þannig að neðansjávarhryggur hafi komið í ljós. Móses hafi síðan leitt þjóð sína eftir þessum hrygg úr ánauð í Egyptalandi og aftur til fyr- irheitna landsins. NLP Námskeið Neuro - Lingustic - Programming - Er sjáll'straustið í óiagi? - Langar þig i bctri líðan? - Finnst þér að fáir skilji þig? - Er eitthvað í fari þínu scm að þú vilt vinna bug á7 - Finnst þér að öðrutn gangi bctur í Iífinu en þér? - Gengur illa að klára vcrkcfni scm þú bytjar á? - Finnst þér crfitt að höndla gagnrýni? Með NLP aðferðum gctur þú auðvcldlega brcytt lífi þínu og skapað þína eigin framtíð. NLP cr notað af fólki um allan heim scm hcfur náö frábærum árangri i llfinu Námskciðið fer fram helgarnar 28,29, 30.apríl og 5, 6, 7.mai. Kennt er föstudaga frá kl.18-22 og laugardag og sunnudag frá kl.10-18. Lciðbcinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar i sima: 894*2992 Netfang: kari@ckari.CQm Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.