blaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaðið
Slaka aldrei á kröfunum
er kominn til íslands. Fólk hringir
ekki bara í mig á skrifstofuna heldur
líka heim á laugardagskvöldi og
segir mér að það hafi hitt listamann
á bar í útlöndum og sé búið að ráða
hann á Listahátíð. Svo skilur fólkið
ekkert í því að ég sé ekki tilbúin að
hringja í hann strax.“
Fínn flótti
Bagrunnur þinn er blaðamennska
og leikhús þar sem þú varst leikkona
og leikstjóri. Hefurþessi bakgrunnur
nýst þér?
„Hann hefur nýst mér mjög vel. Sér-
staklega vegna þess að ég þekki svo
marga. Ef ég þarf ráð þá hef ég þétt
net fólks sem ég ráðfæri mig við og
sjaldnast eru það vinir mínir. Um
leið og menn fara að blanda vinum
sínum saman við starf sitt gefa þeir
færi á sér. Að vissu leyti hætti ég í
leikhúsinu vegna þess að mér fannst
of snúið að ég og maðurinn minn
værum bæði starfandi í leikhúsi."
Maðurinn þinn Stefán Baldursson
var Þjóðleikhússtjóri í mörg ár.
Fannstu fyrir því að verið vceri að
tengja störf þín í leikhúsi beinlínis
við starfhans?
„Já, ég fann mjög fyrir því. Enn
er talað um að hann hafi valið eftir
mig leikrit þegar hann var í starfi
Þjóðleikhússtjóra. Ef svona saga fer
af stað er ekki möguleiki að leiðrétta
hana. Þannig er það bara. Kannski
var ágætt að ganga í gegnum þetta
vegna þess að þannig lærði ég að
vinna með ákveðnum hætti. Auð-
vitað lenda leiðir fólks einhvern
tíma saman og það gerir svosem eng-
inn athugasemdir við það.“
En var ekki hart að hœtta í starfi í
leikhúsi vegna starfs eiginmanns
síns?
„Ég missti áhugann á leikhúsinu.
Ég fór. Það var mitt val. Ég hefði
getað verið þar áfram en mér bauðst
að taka við stjórn Menningarborgar-
innar og ég var fljót að stökkva. Það
var fínn flótti."
Þú starfaðir við blaðamennsku
um tíma áður en leikferillinn fór
á fullt skrið. Hvernig líkaði þér
blaðamennskan?
„Um leið og ég útskrifaðist úr leik-
listarskóla réðu Jónas Kristjánsson
og Sveinn R. Eyjólfsson mig á Vísi.
Þeir reyndust mér báðir einstaklega
vel. Ég gat komið þegar ég vildi og
farið þegar ég vildi. Seinna réði
Svavar Gestsson mig á Þjóðviljann,
hann reyndist mér lika mjög vel sem
ritstjóri. Ég lék á sviði jafnframt því
að vera í blaðamennsku. Einn góðan
veðurdag vissi ég að ég átti að hætta
í blaðamennsku. Mér fannst þetta
einnota djobb.“
Hvað áttu við?
„Það er erfitt að útskýra það.
Maður skrifar í eitt blað og fer svo
heim. Byrjar svo að skrifa í annað
blað næsta dag. Mér fannst þetta
ekki vera framtíðarstarf. Ég vissi að
ég ætti að hætta. Kannski af því að
ég átti annarra kosta völ. Ég fór að
leika og leikstýra og svo að skrifa
leikrit og það varð til að ég missti ég
löngunina til að leika. Ég skipti um
ham á tíu ára fresti og fer þá að gera
er eins og hjá leikstjóra. Það er eng-
inn sem diskúterar hvort leikstjóri
sé stjórnsamur eða ekki. Hann bara
stjórnar. Það er mjög einfalt. Sumir
eiga í erfiðleikum með að skilja
að þeir geta ekki sagt manni fyrir
verkum. Stundum er ég löt og vildi
gjarnan að einhver segði mér hvað
ég ætti að gera. En ég get ekki leyft
mér það því ég verð að geta varið
hverja einustu ákvörðun og valið á
hverjum einasta listamanni.
Stundum er mér sagt að ég sé dug-
leg. Ég veit að þetta er vel meint en
mitt starf kemur dugnaði lítið við.
Þetta starf snýst um að taka réttar
ákvarðanir á réttum tíma og alls
ekki of snemma. Dugnaður getur
verið stórhættulegur í svona starfi.
Þá fer maður að yfirskipuleggja á
vitlausum tímapunkti. Þetta er eins
og í leikstjórn: suma hluti verður
maður að vinna hægt og suma hluti
hratt og svo má maður ekki ruglast
í því. Það má ekki vinna hratt hluti
sem byggjast á djúpri ákvörðun sem
mikil ígrundun verður að liggja á
bak við. Það má heldur ekki setja
djúpa ígrundun á bak við mjög ein-
faldar ákvarðanir. Úr sliku verður
bara katastrófa. Maður má aldrei
hika og verður að geta talað fyrir
hverju einasta verkefni, maður þarf
að skilja það og trúa á það og þarf að
geta kynnt það og selt það. Og maður
verður að standa algerlega á bak við
ákvörðun um leið og hún er tekin.“
Er ekki mikill erill sem fylgir þessu
starfi?
Blaöið/StemarHugi
„Það hefur aldrei verið meiri eft-
irspurn eftir þvi að komast á Lista-
hátíð en nú. Eg er yfirleitt að taka
á móti fjörtíu til fimmtíu tilboðum
á dag frá innlendum og erlendum
aðilum. Stundum er þetta eitthvað
sem hentar engan veginn. Sumir
vita ekki hvernig þetta starf er og
halda að ég sé þjónustuskrifstofa
sem taki við hringingum. Fólk
hringir og segir: „Ég er með góðan
listamann handa þér“. Ég segist
þurfa að kynna mér verk hans og fæ
svarið: „Já, en ég er búinn að hlusta
á hann“. Þá verður maður að reyna
að vera diplómatískur og kurteis því
þetta fólk meinar vel. Þvi finnst lista-
maðurinn stórkostlegur og hann er
það kannski í sínu samhengi en
getur virkað kjánlegur þegar hann
Finnurðu fyrir því að þú ert í valda-
miklu starfi?
„Þetta er mikil ábyrgð og valdið
Listahátíð verður haldin í vor.
Þórunn Sigurðardóttir, stjórn-
andi hátíðarinnar, segir að
megináhersla hátíðarinnar verði
að þessu sinni á tónlist. Söng-
konan Miriam Makeba er stærsta
nafn hátíðarinnar en íslenskir
listamenn verða mjög áberandi á
efnisskránni. „Síðasta hátíð var
áberandi alþjóðleg og því er við
hæfi að leita inn á við núna, til
íslenskra listamanna. Svo gerum
við eitthvað annað næst. Þetta er
dálítið eins og í blaðamennsku,
maður vill ekki gefa ekki út tvö
blöð sem eru eins,“ segir Þórunn.
Höfum opnað stórglæsilegan útsölumarkað
VErhlistiiui
á Laugarvegi 103 (við Hlemmtorg)