blaðið - 19.04.2006, Síða 8

blaðið - 19.04.2006, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 blaöiö Umferðarlög gera ráð fyrir því að vátryggingafélag sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum öku- tækja eignist endurkröfurétt á hendur þeim sem tjóninu olli ef unnt er að rekja tjónið til ásetnings eða stórkostlegs gáleysis. Það er sérstök endurkröfunefnd á vegum dómsmálaráðherra sem metur þessi tilvik og í 72% þeirra mála sem nefndinni bárust árið 2005 var um að ræða ölvunarakstur. Nefndinni bárust 70 ný mál á síðasta ári og sam- þykkti hún endurkröfu í 66 þeirra. Þetta er töluverð fækkun mála frá ár- inu 2004 þegar nefndinni bárust 158 mál og úrskurðaði um endurkröfu í 140 þeirra. f tilkynningu frá nefnd- inni segir þó að ekki sé unnt að álíta sem svo að tjónum sem rekja megi til stórkostlegs gáleysis eða ásetnings hafi fækkað, heldur geti fækkunin skýrst af því að einungis hluti þeirra tjóna sem að inn á borð nefndarinnar koma eiga sér stað á því ári, oft hafi tjónin gerst einu eða tveimur árum fyrr. Einnig getur verið tilviljanakennt hvorum megin áramóta málin sem berast nefnd- inni kunna að falla. Hlutur kvenna eykst Endurkröfur á árinu 2005 námu samtals tæplega 20 milljónum króna og nam hæsta einstaka krafan 1,8 milljónum króna. Alls voru 9 endurkröfur að fjárhæð 9 milljónir króna eða meira á síðasta ári. Hins vegar námu samþykktar endurkröfur á árinu 2004 alls tæp- lega 48 milljónum króna. í þeim 66 málum sem nefndin samþykkti endurkröfu á voru karlar 48, en konur 18, af hinum endurkröfðu tjónvöldum. Athygli vekur að hlutur kvenna í málum af þessu tagi hefur farið vaxandi síðustu árin. Hlutur kvenna var 27% á síðasta ári en á árinu 1992 var hann aðeins um 14%. Aldur tjónvalda hefur hins vegar haldist nokkuð jafn en á síðasta ári voru tjónvaldar 25 ára eða yngri í 42% tilfella, en árið 2004 átti sá ald- urshópur hlut að 45% mála. la málrrta. Þegar ending og gæði skipta máli vSeÁiéiM iiiBffif iTríiwi 9.900.- Tilboð • ió < turowave 30mín 9,300 • 'í 2 x Sogæðanudd 20 9.900 • 4 x Aqua Detox afeitrun 9.900. • 4 x Hartur hljóðbylgjur 9.900 • ,'i x '/2 U.C.W leirvafningur 9.900 - • x UltraCel / UltraDermi 9.900. • t x Fake it! spreibrúnka 9.000 Tilboð 1:19.900.- • '10 x JO minútur í Eurowave • 10 x sogæðanudd m/ilmkjörnum • 5 x G5 cellónudd • 1/2 U.C.W. leirvafningur Smiðjuvegi 1 1 Kópavogi • sími: 564 4858» Opið:mánudaga -fimtudaga 10-20, föstudaga 10-18:30, laugardaga 10-14 Besti léttbjór- inn frá Egils Alþjóðleg samtök bjórframleið- enda héldu á dögunum heims- meistarakeppni þar sem keppt var í fjölmörgum flokkum um það hvaða bjórtegundir eru j i bestarásdnusviði. Keppnin var haldin í Seattie j í Bandaríkjunum og fékk Egils \ í.ite frá ölgeró Egils Skallagrí ms- sonar gullverðlaun í flokknum , „Amerian-Style Low C.arbo hydrate Light Lager,“ en þar er j um að ræða bjór með lítið af kolvetnum. Egils Lite þótti bera af öðrum , bjórum í þessum flokki og skaut Ölgerðin þekktum framleið- endum eins og Fosters, sem lenti í öðru sæti, ref fyrir rass. Stutt við fiskeldi Ríkisstjórnin mun veita árlega styrki upp á 35 milljónir króna til að styðja við bakið á fiskeldi hér á landi. Verður peningunum annars- vegar veitt til að styðja við markaðs- og sölustarf í bleikju og hmsvegar til stuðnings við svokallað „aleldi“ á þorski. Með aleldi er átt við að fram- leiða matfisk úr kynbættum stofni, sem talið er að hafi yfirburði yfir þá aðferð að fanga villtan smáþorsk sem síðan er alinn í kvíum. Fiskeldisfyrirtæki hafa fram að þessu notið sérstakra kjara á raf- orkuverði og munu stjórnvöld á næstunni beita sér fyrir að þau sér- kjör muni gilda áfram. Strax viðbrögð frá Samherja Svo virðist sem fyrirtæki í fiskeldi taki þessum tíðindum vel, því í gær tilkynnti Samherji að fyrirtækið muni draga minna úr umsvifum sínum í fiskeldi hér á landi en áður hafi verið tilkynnt um. Meðal þeirra breytinga sem Samherji tilkynnti um í gær er að starfsemi dótturfé- lagsins Oddeyrar í Mjóafirði verði efld og að það muni ennfremur fjár- festa í 4.000 fermetra nýbyggingu til flatfiskseldis í Öxarfirði. Oddeyri mun einnig í samstarfi við aðra að- ila standa að uppbyggingu umfangs- mikils bleikjueldis á Suðurnesjum. „Enginn seinagangur við undirbúning Sundabrautar' Dagur B. Eggertsson segir fráleitt að framkvæmdum við Sundabraut sé sjálfhœtt í bili vegna seinagangs. Hann segir að tími sé kominn til að vegaframkvœmdir í borginni verði settar íforgangþar sem meirihluti tekna sem nýttar eru til framkvœmda komi þaðan. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóra- efni Samfylkingarinnar segir að ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins um seinagang í málefnum Sunda- brautar séu fráleit. Vilhjálmur sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að framkvæmdum við Sundabraut væri sjálfhætt í bili, „ekki síst vegna seinagangs R-listans með undirbún- ing þessarar mikilvægu samgöngu- æðar.“ í blaðinu var Vilhjálmur spurður hvort til greina kæmi að fresta Sundabraut og Tónlistarhúsi vegna vaxandi efnahagsvanda hér á landi. Dagur segist ekki skilja ummæli Vilhjálms. „Það er auðvitað alveg frá- leitt að tala svona. Við erum í sam- ráði við íbúa, Vegagerðina og hafn- aryfirvöld og samkvæmt úrskurði umhverfis- ráðherra á að vinna í því að finna leiðir við þverun Kleppsvíkur og aðrar út- færslur sem að tryggja sátt um þessar fram- kvæmdir." Dagur segir reynsluna sýna, að samráð af þessu tagi stytti oft tím- ann sem að slíkt skipulag tekur vegna þess að þá dragi úr kærum og öðru slíku sem annars standa framkvæmdum af þessu tagi fyrir þrifum. „Þannig að ég vísa öllu tali um seinagang til föðurhúsanna.“ VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson Powder coatinq Tónlistar- húsiðstóriðja nýrra tíma Hitt finnst mér hins Dagur B. Eggertsson vegar mun merkilegra, að Vilhjálmur skuli vera til- búinn til þess að slá af þessa löngu tíma- bæru framkvæmd, í stað þess að taka undir að hægja megi á uppbygg- ingu stóriðju í því þensluástandi sem nú ríkir og sannarlega er tilefni til að hafa áhyggjur af.“ Vilhjálmur sagði ennfremur aðp- urður hvort ekki kæmi til greina að fresta uppbyggingu Tónlistarhúss í Reykjavík að það kæmi ekki til greina þar sem þegar væri búið að undirrita samninga um bygging- una. I þeim efnum eru þeir Dagur því sammála. „Tónlistarhúsið er stóriðja nýrra tíma,“ segir Dagur. „Ég legg hins vegar áherslu á að Reykjavíkurborg hefur alltaf axlað fulla ábyrgð þegar þensla er og eins þegar harðnar á dalnum.“ Dagur segir að borgin hafi undir stjórn R-listans frestað framkvæmdum í þensluástandi og flýtt þeim þegar á hefur þurft að halda. Vegaframkvæmdir í höf- uðborginni í forgang Að mati Dags er nauðsynlegt að hafa heildarmyndina í huga þegar kemur að því að taka ákvarðanir um hvaða framkvæmdum skuli fresta og hverjum ekki. „Mér finnst því mjög undarlegt af Vilhjálmi að vilja núna stökkva til og fresta Sundabrautinni í stað þess skoða heildarmyndina að hafa allar vegaframkvæmdir á landinu undir í þeirri skoðun. Það er löngu tímabært að vegafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði settar í forgang á landsvísu. Hér verður til meira en fimmtíu prósent af tekjunum sem nýttar eru til vegaframkvæmda í landinu, en miklu minna en þriðjungi er veitt til úrbóta hér í borginni.“ Dagur segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart að fram- kvæmdir við Sundabraut hefjist í fyrsta lagi seint á árinu 2008. Vil- hjálmur benti á þetta í viðtalinu og sagði að því væri framkvæmdunum í raun sjálfhætt. „Ég veit ekki hvar Vilhjálmur hefur verið vegna þess að það hefur alltaf legið fyrir að það muni taka tvö til þrjú ár að hanna brautina þegar sátt næst um legu hennar.“ Ölvunarakstur orsök 70% endurkrafna

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.