blaðið - 19.04.2006, Side 10

blaðið - 19.04.2006, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 blaöiö Sérsveitarmenn gæta bílastæðis Ikea Eigendur Ikea-verslunar í Notthing- ham, í Englandi, hafa ráðið til sín hóp nepalskra sérsveitamanna til þess að gæta bílastæðis verslunar- innar. Gripu eigendurnir til þessara ráðninga vegna hárra tíðni glæpa á bílastæðinu. Nepalarnir tilheyrðu hinu víð- frægu Gurkha-sérsveitum sem eru rómaðar fyrir hugrekki og mikla bar- dagagleði. Breski herinn tók Gurkha- sérsveitir í sína þjónustu snemma á nítjándu öldinni og hafa þær tekið þátt í nánast öllum stríðum sem breski herinn hefur barist í síðan þá. Nepalskir sérsveitarmenn þykja henta vel til gæslu bílastæða fyrir utan sænskar húsgagnaverslanir. Mikið var um allskyns smáglæpi og stuld á bílum á bílastæðinu fyrir utan Ikea-verslunina. En frá því að fimm fyrrum Gurkha-sérsveit- armenn tóku að sér öryggisgæslu fyrir þremur vikum hefur ekki bor- ist ein einasta tilkynning um glæp kringum verslunina. Einn sérsveit- armannana, Lahl Bahadur Gurung sem gekk til liðs við breska herinn árið 1982, segir að sérsveitarþjálf- unin og sú reynsla sem hann hafi fengið af friðargaeslu víðsvegar um heim gagnist honum afar vel við það verkefni að gæta bílastæðis Ikea. Aðstandendur ungs drengs sem lést í sjálfsmorðsárásinni á mánudag syrgja hinn látna íTelAvivígær. ísraelsk stjórnvöld halda að sér höndum ísraelar segja að ríkisstjórn Palest- ínu undir forystu Hamas-samtak- anna beri ábyrgð á sjálfsmorðsárás- inni í Tel Aviv í Israel á mánudag. Hinsvegar hyggjast stjórnvöld halda að sér höndum og munu þau ekki grípa til umsvifamikilla vopnaðra aðgerða gegn palestínsku heima- stjórninni vegna sjálfsmorðsárás- arinnar. Viðbrögð ísraelskra stjórn- valda munu felast í því að ríkisstjórn Hamas verður áfram beitt þrýstingi og aðgerðum gegn meintum hryðju- verkahópum. Á þriðja tug manna voru handteknir á Vesturbakk- anum í gær, þar á meðal faðir og bróðir unglingsins sem sprengdi sig í loft upp á mánudag. Einnig aftur- kölluðu ísraelsk stjórnvöld réttindi þriggja þingmanna Hamas til bú- setu í Jerúsalem. Níu manns létu lífið í árásinni og hátt á fimmta tug manna særðust. Hryðjuverkasamtökin Heilagt stríð segjast bera ábyrgð á árásinni. Rík- isstjórn Hamas-samtakanna hefur réttlætt árásina og sagt hana vera eðlileg viðbrögð við stefnu ísraela gagnvart Palestínumönnum. For- KOKOS-SISAL TEPPI Falleg - sterk - náttúruleg Verð frá kr. 2.840,- pr. m2 STRÖND Suóurtandsbraut 10 Siml 533 5800 www.simnet.i8/strond seti palestínsku heimastjórnar- innar, Mahmoud Abbas, fordæmdi hinsvegar tilræðið og sagði það skaða málstað palestínsku þjóðar- innar. Þrátt fyrir að Hamas hafi að mestu leyti staðið við árs gam- alt vopnahlé hafa samtökin Heil- agt stríð lýst því yfir að þau muni halda áfram að þjálfa upp fólk til sjálfsmorðsárása. Stjórnmálaskýrendur telja að Ehud Olmert, starfandi forsætisráð- herra ísraels telji að stórtækar hefnd- araðgerðir gegn palestínsku heima- stjórninni myndu grafa undan tilraunum til þess að einangra ríkis- stjórn Hamas á alþjóðavettvangi. Talið er líklegt að réttlæting ríkis- stjórnar Hamas á árásinni á mánu- dag muni hraða einangrun hennar á alþjóðavettvangi. Fjöldi ríkja hefur undanfarið dregið til baka styrki og þróunaraðstoð við palestlnsku heimastjórnina vegna þess að rík- isstjórn Hamas neitar enn að viður- kenna tilverurétt Israelsríkis og að láta af hryðjuverkum. Heimastjórn Palestínu er ákaflega háð erlendu fjármagni sökum þess að hagkerfi landsins er í rjúkandi rúst. I gær bættust Japanir við þann hóp þjóða sem hafa dregið fjárstuðning sinn til baka. Takmarkað aðgengi ríkisstjórnar Hamas að fjármagni hefur verulega þrengt að getu Hamas til þess að fara með ríkisstjórnarvaldið í Palest- ínu. Vonast er til þess að aðgerðirnar verði til þess að styrkja hófsamari öfl innan palestínsku ríkisstjórnar- innar en þó eru þeir sem trúa að ein- angrun ríkisstjórnar Hamas verði til þess eins eins að festa herskáa stefnu samtakanna frekar í sessi. Rökin eru þau að einangrun styrki tengsl þeirra við ríki sem eru fjandsamleg friðarferli fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í vikunni tilkynntu stjórnvöld í Iran og Kvatar um að þau hygðust styrkja ríkisstjórn Hamas um fimm- tíu milljónir dollara. 580W Hekkklippur . Rafmagns 3.950 kr. VíJ veiðum a symngunm Sumal 2006 f Veúð velkomin Ryðfrír gólf gashitalampi 21.800 kr. Ryðfrír gashitari á borð 10.400 kr. 1Badverfi fieiCcCsafa efif. Tunguhálsi 10 • sími: 5172220 Ryðfrítt gasgrill Stærð: 161 x 68 x 126 cm Brennari: 3 stk pott brennarar 13,75 kw + Bakbrennari 3 kw. Hitamælir á miðju loki. Grillteinn F. 220 V. __ _ . _ . Verð aðeins 75.317 kr.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.