blaðið - 19.04.2006, Side 11

blaðið - 19.04.2006, Side 11
blaðið MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 ERLENDAR FRÉTTIR 111 Reulers Segja áhrif Tsjernobyl- slyssins vanmetin í nýrri úttekt umhverfissamtakanna Greenpeace á afleiðingum kjarn- orkuslyssins í Tsjernobyl, í Úkraínu fyrir tuttugu árum, kemur meðal annars fram að afleiðingar slyssins eru mun alvarlegri en talið hefur verið fram að þessu. Telja grænfriðungar að á end- anum muni hátt í 100 þúsund hafa látist vegna krabbameins sem rekja Úkraínsk börn horfa á heimildamynd um björgunaraðgerðir vegna kjarnorkuslyss ins íTjernóbyl má beinlínis til geislamengunar í kjölfar sprenginga og elda í kjarn- orkuverinu. Telja Grænfriðungar að þegar allt kemur til alls muni 270 þúsund manns eiga við .alvar- lega heilsukvilla sem rekja nttgi til slyssins. í sameiginlegri skýrslu Samein- uðu þjóðanna og stjórnvalda í Hvíta- Rússlandi, Ukraínu og Rússlandi, sem birt var í október í fyrra, er því spáð að á endanum verði fórnar- lömb geislavirkrar mengunar um 4 þúsund. Hafna hug- myndum um þvinganir vegna Darfúr Rússar og Kínverjar hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki þvinganir gegn fjórum Súdönum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á grimmdar- verkum í ofbeldisöldunni sem geisað hefur í Darfúr-héraði undanfarin ár. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bret- landi hafa lagt til að Sameinuðu þjóð- irnar grípi til diplómatískra aðgerða gegn mönnunum sem feli meðal ann- ars í sér ferðabann og að eigur þeirra í erlendum fjármálastofnunum verði frystar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, hefur beðið um fund hjá öryggisráðinu þar sem hugsanlega þvingunaraðgerðir gegn mönnunum fjórum verða ræddar. Um tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín í héraðinu en þar hafa geisað átök á milli her- flokka Araba, sem eru sagðir njóta stuðnings súdanskra stjórnvalda, og sveita uppreisnarmanna. Mennirnir sem stjórnvöld í Bret- landi og Bandaríkjunum vilja að gripið verði til þvingana gegn, eru leiðtogar tveggja herflokka uppreisn- armanna í héraðinu. Einnig er um að ræða leiðtoga hersveitar sem er talin hafa náin tengsl við stjórnvöld í Karthoum, höfuðborg Súdans, og háttsettan embættismann innan stjórnarinnar. Friðarviðræður á milli súdanskra stjórnvalda og uppreisnarmanna í héraðinu hafa farið fram á vegum Afríkubandalagsins í höfuðborg Níg- eríu Abuja, síðustu tvö árin. Samn- ingamönnum hefur verið gefinn trestur til aprílloka til þess að kom ast að samkomulagi. Súdönsk stjórn- völd segja að Bandaríkjamenn vilji grípa til þvingana gegn mönnunum til að auka á vandamálin í héraðinu og með því treysta eigin hagsmuni á svæðinu. Rússar og Kínverjar, sem hafa töluverða viðskiptahagsmuna að gæta í Súdan, segja að ekki komi til greina að grípa til þvingana í neinu formi fyrr en að útséð er með hvort að niðurstaða verði 1 friðarvið- ræðunum i Abuja. 'i FRJÁLST ÓHÁÐ blaóió LOÐAHREINSUN I REYKJAVIK 2006 21.-29. APRÍL Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða ó ferðinni ó tímabilinu og fjarlægja garðaúrgang sem fólk hefur sett út fyrir lóðarmörk. Athugið að garðaúrgang mó ekki setjn í sorptunnur. • Garðaúrgang ska! setja i poka • Greinaafklippur skal binda í knippi • Ekki verða fjarlægð stór tré eða trjóstofnar Virkjum okkur! www.reykiovik.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.