blaðið - 19.04.2006, Page 12

blaðið - 19.04.2006, Page 12
12 I ERLENDAR FRÉTTXR MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 blaöiö Segja Moussaoui þjást af geðklofa Lögmenn Zacarias Moussaoui freista þess að halda uppi vörnumfyrir hann en hann segist ekki iðrast þess að hafa komið nœrri árásinni á Bandaríkin 11. september 2001. Lögmenn Zacarias Moussaoui sem á yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hafa tengst árás hryðjuverka- manna á Bandaríkin 11. september 2001 leggja áherslu á að hann hafi alist upp við afar erfiðar heimilisað- stæður. Þá halda sérfróðir því fram að Moussaoui sýni merki geðklofa. Hann sýnir á hinn bóginn engin merki iðrunar og hefur lýst því yfir að hann myndi aftur taka þátt í til- ræðum gegn Bandaríkjamönnum fengi hann tækifæri til þess. Lögmenn Moussaoui eru því í þeirri sérkennilegu aðstöðu að halda uppi vörnum fyrir mann sem kærir sig ekki um það. Réttar- höld fara nú fram yfir Moussaoui í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er franskur ríkisborgari af marrók- óskum uppruna og er eini maðurinn sem dæmdur hefur verið í Bandaríkj- unum í tengslum við árásina haustið 2001. Moussaoui var í fangelsi í Minnes- ota í Bandaríkjunum þegar árásin var framin en því hefur verið haldið fram að hann hafi átt að vera 20. flug- ræninginn þegar þotunum fjórum var rænt. Hann var handtekinn í ágústmánuði árið 2001, tæpum mán- uði fyrir árásina, en þá hafði hann stundað flugnám í Eagan í Minnes- ota. Þótti hegðun hans og afstaða grunsamleg og fór svo að flugkenn- ari hans sneri sér til yfirvalda. Moussaoui hefur ekki reynt að leyna því að hann hafi tekið þátt í að undirbúa árásina og var dæmdur fyrir að hafa ekki skýrt stjórn- völdum frá því að árás væri fyrir- huguð. 1 réttarhöldunum í Virginíu er tekist á um hvort Moussaoui skuli hljóta dauðadóm. Fordómar og ofbeldi Jan Vogelsang, atferlissálfræðingur, sagði fyrir réttinum að Moussaoui hefði að mestu dvalist á upptöku- heimilum fyrstu sex ár ævi sinnar. Á unglingsárum sínum í Frakklandi hefði hann sætt margvíslegum for- dómum og hefði fjölskylda kærustu hans m.a. hafnað honum á þeirri for- sendu að hann væri „skítugur arabi“. Móðir Moussaoui, Aicha el-Wafi, Zacarias Moussaoui Reuters hefði sætt ofbeldi á heimilinu enda hefði heimilisfaðirinn verið stjórn- laus drykkjumaður. Hefði móðirin sex sinnum misst fóstur á þessum árum sem rekja bæri til ofbeldis af hálfu eiginmannsins. Moussaoui hefði því aldrei kynnst eðlilegu fjölskyldulífi. Vogelsang sagði einnig að fyrir- liggjandi gögn bentu til þess að Mo- ussaoui ætti við geðrænan vanda að stríða. Hann sýndi merki geðklofa og vænisýki. Xavier Amador, einn þeirra sérfræðinga sem verjendur Moussaoui hafa kallað til, sagði á mánudag að Moussaoui væri haldinn margvíslegum ranghug- myndum og ofskynjunum. Hann talaði t.a.m. yfirleitt við sjálfan sig í fangaklefa sínum og hann væri sannfærður um að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi láta sleppa honum úr fangelsi. Neitar öllu samstarfi við verjendur sína Lögmenn ákæruvaldsins halda hinu gagnstæða fram. Moussaoui hefur átt samstarf við þá og m.a. fallist á að gangast undir geðpróf og skoð- anir. Hann hefur á hinn bóginn neitað öllu samstarfi við verjendur sína og þá sérfræðinga sem þeir hafa kallað til. Niðurstöður þær sem sér- fræðingar verjenda hafa birt eru því byggðar á mati annarra sérfræðinga, athöfnum Moussaouis, ummælum og skrifum á síðustu mánuðum. Lögmenn Moussaoui halda því einnig fram að þáttur hans í hryðju- verkaárásinni 2001 hafi verið tak- markaður. Verði hann tekinn af lífi rætist draumur hans um að deyja sem píslarvottur. Banvænt sígarettuslys Sextugur maður lést af völdum brunasára eftir að hann kveikti sér í sígarettu í brunastiga, við heilsu- gæslustöð í Doncaster á Englandi á mánudag, með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum. Maðurinn var i meðferð vegna húðsjúkdóms. Hluti af meðferðinni fólst í að á hann var borið krem sem er eldfimt. Maðurinn áttaði sig ekki á þeim eiginleika kremsins og þegar hann reyndi að kveikja sér í sígarett- unni fuðraði hann upp. Hann lést skömmu síðar vegna mikilla og al- varlegra brunasára. Lögregluyfirvöld telja ekki að starfsmenn heilsugæslustöðvar- innar beri ábyrgð á andláti manns- ins. Allt bendir til þess að aðeins sé um hörmulegt slys að ræða sem ekki verði rakið til gáleysis starfsmanna. Þriðja hvert barn fæðist utan hjónabands í Evrópu Sex sinnum fleiri börn fæðast nú utan hjónabands í Evrópu en fyrir 35 árum. Telja ýmsir ástæðu til að hafa þungar áhyggjur af þessari þróun. Nú er svo komið að þriðja hvert barn í Evrópu fæðist utan hjóna- bands. Evrópska meðalfjölskyldan er því ekki sú sama og áður. Margir sérfræðingar telja að þessari þróun verði vart snúið við en ýmsir eru þeirrar hyggju að það beri stjórn- völdum einmitt að reyna að gera. „Fjölgun fæðinga utan hjónabands er raunverulegt áhyggjuefni," segir John Ermisch, hagfræðiprófessor við Essex-háskóla i Englandi og vísar til þess að sambúð sé ekki það sama og hjónaband. Slík sambönd haldi ekki jafn vel og hjónabandið og fjölgun einstæðra foreldra hafi margvísleg og djúpstæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif í för með sér. „Nú um stundir reiknar fólk al- mennt ekki með því að hjónbandið endist og því velta margir því fyrir sér hvort ekki sé með öllu ástæðu- laust að giftast þar sem brúðkaups- veislur séu dýrar og skilnaðir flóknir,“ segir Peter Brierley sem fer fyrir kristnum rannsóknarhópi í Bretlandi og er kirkjunni þar til ráð- gjafar. „Hjónabandið er ekki lengur talið nauðsynlegt til að unnt sé að fagna fæðingu barns,“ segir í nýlegri franskri þingskýrslu þar sem fram kom að óvigð sambúð er ekki lengur bundin við yngra fólk, það færist mjög í vöxt í Frakklandi að hinir eldri kjósi að búa saman en ekki í hjónabandi. Tölur frá Frakklandi benda til þess að sambönd þeirra sem kjósa Reuters óvígða sambúð endist nú lengur en áður var raunin. Félagslegar og efnahagslegar hefðir hafa mjög mótandi áhrif á fjölda fæðinga utan hjónabands í Evrópu. Og þá er trúin ónefnd. Þannig fæðast 56% barna í Svíþjóð nú utan hjónabands en í Grikklandi á það einungis við um 4% þeirra. 1 Bretlandi er talan 42% og í Þýska- landi 28% samkvæmt mælingum evrópsku tölfræðistofnunarinnar, Eurostat. BERNHARD BERNHARD ehf. • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 * www.bernhard.is NLP Námskeið Neuro - Lingustic - Programming - Er sjálfstraustið í ólagi? - Langar þig í betri líðan? - Finnst þér að fáir skilji þig? - Er eitthvað i fari þinu sem að þú vilt vinna bug á? - Finnst þér að öðrum gangi betur í lifinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni sem þú byrjar á? - Finnst þér erfitt að höndla gagnrýni? Með NLP aðferðum getur þú auðveldlega breytt lífi þínu og skapað þína eigin framtíð. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefúr náð frábærum árangri í lífinu Námskeiðið fer fram helgarnar 28, 29, 30.apríl og 5, 6, 7.maí. Kennt er föstudaga frá kl.18-22 og laugardag og sunnudag frá kl.10-18. Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar i síma: 894-2992 Netfane: kariía)ckari.com Nánari unnlvsinear um NI.P má finna á: www.ckari.com

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.