blaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 blaöiö 30 I Rætist Evrópudraumur Arsenal? Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld þegar Villarreal mœtir á Highbury. Lykillinn aö velgengni gula kafbatsins: Argentíski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme er einn besti miðvallarleikmaður í Evrópu í dag. í kvöld mætast Arsenal og Villarreal í fyrstu viðureign sinni í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Verður leikurinn sögu- legur þar sem þetta er í síðasta sinn sem Arsenal leikur í Evr- ópukeppni á hinum fornfræga Highbury-velli. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir þá staðreynd muni hjálpa til við að blása sínum mönnum kappi í kinn fyrir leikinn. Wenger hefur leyft sér að hvíla fyr- irliða sinn, franska framherjann Thierry Henry, í undanförnum deildarleikjum og þar af leiðandi ætti hann að vera vel upplagður fyrir kvöldið. Þetta er eitthvað sem aðdáendur Villarreal ættu að kvíða þar sem spænska liðið leikur án mið- varðarparsins Gonzalo Rodriguez og Juan Manuel Pena. Auk þess verður spænski miðjumaðurinn Cesc Fa- bregas tilbúinn í slaginn en hann hefur átt við meiðsli á fæti að stríða undanfarið. Jose Antonio Reyes tekur út leikbann í kvöld en að öllum líkindum mun sænski vængmaður- inn, Freddie Ljungberg, hlaupa í hans skarð í kvöld. Ljungberg var hvildur þegar Arsenal lék í ensku úrvalsdeild- inni um helgina. Sol Campbell verður ekki með í kvöld og verður því Wen- ger að halda áfram að treysta á ungu varnarmennina í liðinu en þeir hafa þótt standa sig með mikilli prýði í vetur. ArsenaJ hefur leikið gríðarlega vel í Meistaradeildinni og hefur liðið meðal annars slegið út stórlið Real Madrid og Juventus í keppninni. Þrátt fyrir að stuðningsmenn Arsenal hafi þyrst eftir betri árangri í ensku úrvalsdeildinni er ljóst að þeir geta hlakkað til framtíðarinnar nái Wen- ger að halda saman skemmtilegri blöndu af leikmönnum á heimsmæli- kvarða, reynsluboltum og ungum og upprennandi stjörnum. Enginn skal vanmeta gula kafbátinn Þrátt fyrir að margir spái Arsenal sigri í kvöld, ekki síst þegar tekið er tiUit til hefðarinnar og sögunnar, er Villarreal sýnd veiði en ekki gefin. Liðið, sem gengur undir nafninu guli kafbáturinn á Spáni (sp. E1 Sub- marino Amarillo), vegna skærguls litar búninga félagsins, hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár, bæði í spænsku deildinni og í Evrópu- keppnum. Þrátt fyrir að liðið sé að- eins nýbúið að skipa sér á bekk meðal fremstu liða Evrópu, og einhverjir efist um hvort það hafi verið heppni frekar en geta sem hafi skilað því í undanúrslitin í ár, dylst engum að nokkrir leikmenn liðsins geta tekið öll völd í sínar hendur á vellinum og yfirbugað hvaða andstæðing sem er. Leikur Villarreal byggist á leik- stjórn Argentínumannsins Juan Ro- man Riquelme, sem er án efa einn besti leikstjórnandinn í Evrópu í dag. Þrátt fyrir að Riquelme verði seint sagður vera skjótari en skugginn hefur hann ótrúlega gott auga fyrir sendingum og getur hann með út- sjónasemi opnað hvaða vörn sem er. Þeir Diego Forlan og Jose Mari skipa stöðu framherja og eru þeir fljótir að þefa upp sendingarnar frá Riqu- elme. Auk þess eru landi Riquelme, stálnaglinn Juan Pablo Sorin, og spænski landsliðsmaðurinn Marco Senno mikilvægir leikmenn sem eiga eftir að reynast leikmönnum Ar- senal erfiðir mótherjar. Það eru fyrst og fremst þessir leikmenn sem hafa komið Villarreal svo langt í keppn- inni í ár og mun því Arsene Wenger leggja ofurkapp á að stöðva þá. Takist það ætti Arsenal að eiga greiða leið í úrslit Meistaradeildarinnar. Skeytín inn Petr Cech, markvörður Chelsea, segist sann- færður um að vera orðinn klár í lokaátök ensku deildar- innar og ætlar að hjálpa félögum sínum að tryggja sigur liðsins í bæði deild og bikar. Chelsea þarf aðeins eitt stig í viðbót til þess að sigra úrvalsdeildina og mætir svo Liverpool í undanúrslitum bik- arsins á laugardag. Markvörður- inn lenti í harkalegu samstuði við William Gallas í leik liðsins á móti Everton á mánudag og þurfti að sauma tíu spor í fót- legg hans. En markvörðurinn ætlar að vera klár fyrir næsta leik. Þrátt fyrir það er ekki víst hvort Jose Mourinho velji Cech þar sem ítalski varamarkmaður- inn, Carlo Cudicini, hefur verið á milli stanganna í öllum bikar- leikjum Chelsea á leiktíðinni. sigri Englendinga á Þjóðverjum sem tryggði þeim heimsmeist- aratitilinn árið 1966, telur allar líkur á því að Wayne Rooney verði jafnóstöðvandi á HM í Þýskalandi og brasilíski töfra- maðurinn Pele var þegar hann var upp á sitt besta. Peters telur góðar líkur á því að Englend- ingar sigri mótið og telur að lykillinn að velgengni verði miðjuþríhyrningur sem sam- anstendur af Rooney og Steven Gerrard, leikmanni Liverpool, og Frank Lampard, leikmanni Chelsea. Telur Martins að Eng- lendingar geti verið óstöðvandi stilli Sven Göran Erikson, lands- liðsþjálfari Englands, Rooney upp fyrir framan Gerrard og Lampard á miðjunni. eira um HM. Knatt- spyrnukeisarinn Franz Beckenbauer ■ telur það ekki til marks um i bágt ástand á þekkingu Eng- lendinga á knattspyrnu að ekk ert landslið sem leikur á HM 1 Þýskalandi hafi enskan þjálfara við stjórnvölinn. Beckenbauer segir að þrátt fyrir litla eftir spurn eftir þeim meðal lands- liða heimsins séu margir enskir þjálfarar framúrskarandi. Allar líkur eru á því að enska knattspyrnusambandið ráði einn af þessum framúrskar- andi þjálfurum til starfa þegar Erikson lætur af starfi lands- liðsþjálfara eítir HM í sumar, ewcastle hefur slegist i hóp Liverpool og Everton í baráttunni um að fá enska táninginn Giles Barnes i sínar raðir. Barnes. sem leikur með Derby, þykn vera gríðarlegt efni og hefur vakið mikia athyglí spark spekinga 1 vetur. Barnes. sem er aðeins 17 ára gamall, er metinn a eína milljón punda ! Knattspyrnustjóri Derby, Terry j Westley, hefur lýst þvi yfir að hann vilji gera allt til þess að halda í piltinn. LENGJAN LEIKIR DACSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Jihlava - Sparta Prag 4,25 3,10 1,45 Pribram Banik. Ostrava 2,05 2,65 2,60 Zlin - Sígma Olomouc 2,10 2,65 2,55 Honka - VPS 1,50 3,00 4,00 Lahti - Inter Turku 1,60 2,95 3,50 Jönköping Södra - Hácken 4,00 3,00 1,50 Visby IF Gute - Ljungskile 3,25 2,85 1,70 Carl Zeiss Jena - Osnabriick 1,45 3,10 4,25 Hradec Kralove - Slavia Prac 3,70 3,00 1,55 Austria Vín - Ried 1,35 3,35 4,75 Gornik Leczna Groclín Dyskobolia 2,20 2,60 2,45 Gornik Zabrze - Pogon Szczesin 2,20 2,60 2,45 Zaglebie Lubin - Wisla Plock 1,55 3,00 3,70 Sirius - Brommapojkarna 4,25 3,10 1,45 Besiktas - Gaziantepspor 1,30 3,50 5,15 La Chaux-de-Fonds - FC Luzern 3,00 2,80 1,80 Herades Almelo - NEC Nijmegen 2,05 2,65 2,60 RKC Waalwijk - Vitesse 1,90 2,75 2,80 Birmingham - Blackburn 2,20 2,60 2,45 Arsenal - Villareal 1,50 3,00 4,00 Scarborough - Grays Athletic 3,25 2,85 1,70 St.Patricks Atletic - Bray 1,65 2,90 3,35 Tigres UANl - Universidaa Catolica 1,70 2,85 3,25 Newell's Old Boys - Strongest 1,20 3,85 6,40 „Var frekar efins í byrjun en núna er ég alveg undrandi að ég gæti þetta.“ Bjarki Jónsson, 17 ára nemi í FSU. Sumarnámskeið hefst 15. maí og 1. júní Sumarnámskeið Akureyri hefst 17. maí og 26. júní Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 HFt^OUESTFtAFtSKiÖLJNlNf VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. reynir að finna rétta knöttinn á ævingasvæði félagsins 1 gær. Híjsaviðgerpir 555 1947 www.husco.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.