blaðið - 24.04.2006, Page 8

blaðið - 24.04.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 24. APRÍL 2006 blaöiö Enn óvíst hver keppir við Humala Enn liggur ekki fyrir hver verður keppinautur Ollanta Humala í síð- ari umferð forsetakosninganna í Perú. Ollanta Humala vet ekki enn við hvern hann keppir í annarri umferð forsetakosninganna Reuters Fyrri umferðin fór fram 9. þessa mánaðar og þótt sleitulaust hafi verið unnið að talningu atkvæða liggja úrslitin enn ekki fyrir að öðru leyti en því að Humala, sem er þjóð- ernissinni og fyrrum herforingi, varð efstur. Humala hlaut 30,9% at- kvæðanna en í stjórnarskrá Perú er mælt fyrir um að forseti skuli jafnan hafa meirihluta atkvæða að baki sér. Því er önnur umferð nauðsynleg. Humala mun annað hvort mæta jafnaðarmanninum Alan Garcia eða þingkonunni Lourdes Flores í síðari umferðinni. Garcia, sem er fyrrum forseti Perú, hefur naumt forskot á Flores en eftir á að telja um 8% atkvæðanna. Flores er fulltrúi íhaldsaflanna og hefur tvívegis áður boðið sig fram í forsetakosningum í Perú. Töf hefur orðið á því að atkvæði sem greidd voru erlendis berist og á það sama við um kjörgögn frá af- skekktum stöðum. Líklegt er að úrslit liggi ekki fyrir fyrr en um næstu mánaðamót. G R I S A SniÍAel .ífí* '• * ■ • : ■ MjL i ®Dl;\í OrísovBislo 1 sinum (jrsBHum Fulleldaðir og tilbúnir á pönnuna eða í ofninn! Molgrís - Lostæti með lítilli fijrirhöfn Silvio Berlusconi, fráfarandi forsætisráðherra ftalíu, kom mörgum á óvart þegar hann sagði að stjórn Romano Prodi myndi setja út kjörtímabilið. Berlusconi spáir stjórn Prodis langlífi 5ilvio Berlusconi, fráfarandi for- gera þeim kleift að ráða ríkium munu stjórn Romanos Prodis, ven Silvio sætisráðherra Ítalíu, hefur loks viðurkennt ósigur sinn í þingkosn- ingunum sem fram fóru 9. og 10. þessa mánaðar. Nú spáir Berlus- coni því að vinstri menn verði við völd á Ítalíu næstu fimm árin, hið minnsta. Þetta var haft eftir Berlusconi í ítalska dagblaðinu La Repubblica í gær. „Valdið sameinar og það mun gera þeim kleift að ráða ríkjum næstu fimm árin. Þeir munu halda velli... Þeir verða a.m.k. við völd næstu fimm árin og jafnvel lengur," var og haft eftir Berlusconi í Corri- ere della Sera. Ummæli hans koma nokkuð á óvart því almennt er talið að hægri menn á Italíu hyggist leggja áherslu á að djúpstæður ágreiningur sé uppi á meðal flokka þeirra sem mynda Varðan veitir þér betri kjör við verðbréfa- viðskipti Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. Landsbankinn Njóttu þess að vera í Vörðunni stjórn Romanos Prodis, verð- andi forsætisráðherra. Berlusconi viðurkenndi loks ósigur sinn á föstudag en hann hefur enn ekki óskað Prodi til hamingju með sigurinn. Berlusconi hét stuðn- ingsmönnum sínum því að halda uppi öflugri stjórnarandstöðu og taldi þá víst að vinstri stjórnin ætti ekki langa lífdaga fyrir höndum. „Ég hef enga trú á því að þessum heiðursmönnum takist að stjórna landinu. Vinstri stjórnin verður aðeins tilraun,“ sagði Berlusconi á föstudag á fundi með stuðnings- mönnum flokks síns, Forza Italia. Að baki Prodi standa ólíkir flokkar og telja margir stjórnmála- skýrendur að honum muni aldrei lánast að mynda sterka ríkisstjórn. Innan bandalags hans er að finna miðjusækna, katólska flokka, trú- leysingja og minnst þrjá flokka sem eiga rætur að rekja til ítalska kommúnistaflokksins. Einn leið- togi kommúnista, Fausto Bertinotti, verður forseti fulltrúadeildar ítalska þingsins. Eftir því embætti sóttist einnig Massimo DAlema, formaður flokks vinstri demókrata, en hann ákvað síðan að gefa ekki kost á sér og vísaði til „ábyrgðarkenndar* sinnar. Deilur þeirra Bertinotti og Massimo DAlema urðu stjórn Prodi að falli árið 1998 en tveimur árum áður hafði hann borið sigurorð af Silvio Berlusconi í þingkosningum. SJONARHOLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Haíharfírði 565-5970 1 Líklega hlýlegasta gleraugnaverslunin norðan Alpafjalla Þar sem gæðagleraugu kosta minna U’ M’ W s i o n u •holt.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.